Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.02.1933, Blaðsíða 10
2Ó STJARNAN hann var vanur, hugsaði hún, en þetta vor kom hann ekki. Hér viÖ bættist að Mikael veiktist, svo hvaö átti nú aS gjöra til að afla sér brauÖs. Hvernig gat hún útvegaÖ hentugt fæði fyrir manninn sinn meÖan hann var veikur ? Hvernig gat hún keypt meÖul? Þegar Jóhannes sá móÖur sína gráta þá féll hann um háls henni og grét líka. “Gráttu ekki elskan min,” sagÖi móÖir hans, “en biÖ GuÖ að hjálpa okkur yfir erfiÖleikana, hann mun bænheyra þig.” Jóhannes baÖ til GuÖs meÖ svofeldum orÖum: “Guð minn góÖur, ]ni sem þekkir alt, læknaðu hann pabba minn og sýndu mér hvaÖ eg get gjört fyrir hann.” Einn morgun er hann baÖ á þenna hátt datt honum í hug lambiÖ, hann gæti selt þaÖ. En hugsunin um það ætlaði nærri því að yfirbuga hann. Hann gekk í skólann, en “lambiÖ” var sifelt í huga hans. Á heimleiðinni gekk hann fram hjá slátrara búöinni, hann leit inn en flýtti sér svo í burtu sem mest hann mátti. Svo beið hann við og þessi spurn- ing kom upp í huga hans: “Hvort þykir mér vænna um, lambið, eða hann pabba minn?” Hann sneri aftur til þorpsins til að selja lambið sitt. “Nú kemur þú til að selja mér lambið þitt,” sagði slátrar- inn og hló. Vesalings drengurinn fór að gráta> faldi andlit sitt í höndunum og sagði: Ó, hann pabbi minn” . . . Slátrarinn var ekki slæmur maður. Hann kendi í brjósti um Jóhannes og reyndi að hughreysta hann, síðan lagði hann tvo dali í lófa hans í staðinn fyrir einn, og sagði: “Þú getur komið með lambið á morgun.” Jóhannes fór heim, og er hann afhenti móður sinni tvo dali vissi hún varla hvað hún átti að hugsa. Jóhannes varð auðvitað að segja henni hvernig hann hefði fengið svo mikla pen- inga. “Guð blessi þig, sonur minn,” sagði hún hrærð í huga. “Hann mun styrkja þig til að færa þessa fórn.” Jóhannes fór um kvöldið til að sofa hjá lambinu sínu. í dögun fór hann af stað með lambið til slátrarans, áður en móðir hans kom á fætur. Að vísu grét hann á leiðinni, en hann stóð fast við áform sitt. Lambið var leiðitamt, og er hann faðmaði það að skilnaði sagði hann: “Blessað lambið mitt, nú sé eg þig aldrei aftur, og þó þykir mér Svo ósköp vænt um þig.” Hann skildi lambið eftir hjá slátraranum og sneri grátandi heim. En orð móður hans: “Guð blessi þig, sonur minn,” hljómuðu i eyrum hans svo hann hætti að gráta. Þessir tveir dalir hjálpuöu föður hans til heilsunnar aftur, því fólk í þorpinu, sem heyrði um Jóhannes og lambið hjá slátraranum tók sig til og hjálpaði þessari fátæku fjölskyldu. Smám saman komst Mikael á fætur aftur, og það leið ekki á löngu þar til þau gátu borgað húsaleig- una. Mikael gat ekki tára bundist þegar hann heyrði hvað sonur hans hafði gert fyrir hann. Hann kallaði drenginn til sín og sagði: “Jóhannes, elsku barnið mitt, nú getur þú skilið hvað það meinar að færa fórn. Það hlýtur að hafa kostað þig strið að farga lambinu mín vegna.” “Já, pabbi minn. eg tók það nærri mér.” “Eif þér hefði ekki þjótt svo mjög vænt um mig, hefðir þú þá getað gjört það ?” “Nei, vissulega ekki,” svaraði drengur- inn. “Mundu ætíð eftir því, að það var af því að Guð elskaði oss svo mikið, að hann gaf oss Jesúm, sinn eingetinn son, og Jesús gaf sjálfan sig í dauðann til þess að frelsa oss frá eilífum dauða. Hann opnaði ekki munn sinn fremur en lamb til slátrunar leitt, heldur gaf hann sig fús- lega í dauðann fyrir mig og þig, Mikill er kærleiki Guðs til vor. Hvert skifti sem þér dettur í hug lambið þitt, þá minstu Jesú, þess Guðs lambs, sem ber heimsins synd.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.