Stjarnan - 01.02.1933, Síða 16

Stjarnan - 01.02.1933, Síða 16
Verður maður að sameinast söfnuði Drottins til þess að verða hólpinn ? Oft koma menn til vor með þessa spurningu. en ekki ætlum vér aÖ sjúga svarið úr eigin brjósti, heldur láta Ritninguna svara henni. Þegar Kristur kallaÖi til sín tólf lærisveina og vigði þá til þess að flytja boð- skap þann, er þeir höfðu fengið af honum, var fyrsta sporið stigið til að mynda söfnuð á tímabili kristninnar. Mark. 3 :i3-i5- Um það leyti að Jesús sté upp til himna var söfnuðurinn orðinn tiu sinnum stærri; því að meðlimatalan var þá orðin hundrað og tuttugu. Sjá Postulas. 1:15. Tíu dögum seinna þegar fylling Andans kom yfir lærisveinana, bættust við þrjú þúsund sálir á einum degi. Postulas. 2:41. Eftir það stækkaði söfnuðurinn óðum, því að hann var hreinn og Heilagur Andi réði fyrir honum að öllu leyti. Syndarar og hræsnarar dirfðust eigi að bindast félagskap við hann (Postulas. 5:I3)> þv: að þeir sem gjörðu það og héldu áfram í syridum sínum urðu að láta lifið. Postulas. 5:1-13. Um þær sömu mundir veitti Guð postulununi sérstaka skipun viðvíkjandi skipulagi safnaðarins, og skulum vér sjá hvers vegna: “Og frá honum (Kristi) er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spá- menn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar, til þess að fullkomna hina heilögu, til að láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér allir verðum einhuga í trúnni og þekkingunni á Guðs Syni, verðum eins og fullorðinn maður og náum vaxtartakmarki Krists-fyllingarinnar. Því að vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenn- ingarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar, heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið—Kristur. Því að þegar allur líkaminn er út frá honum samanfeldur og samantengdur og sérhver taug innir sína þjónustu af hendi með starfskrafti, er samsvarar því, sem hverjum einstökum er gefinn, þá verður það til þess, að líkaminn vex og uppbyggist í kær- leika.” Ef. 4:11-16. “Þér menn elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann, til þess að fyrir vatns- laugina, með orðinu, að hreinsa hann og helga hann síðan, til þess sjálfur að fram- leiða handa sér dýrðlegan söfnuð, sem ekki hefði blett né hrukku eða neitt þess háttar, heldur væri heilagur og lýtalaus.” Ef. 5 :25-27. Vér sjáum greinilega af þessu að það er söfnuðurinn, sem Kristur hefir gefið sjálfan sig fyrir. Það er söfnuðurinn, sem hann hreinsar og helgar. Það er söfn- urinn, sem hann að lokum “framleiðir handa sér.” Þar af leiðir að ef einhver ætlar sér að komast í friðarríki Krists, þá verður hann að tilheyra söfnuði Frelsarans. Þessu til sönnunar lesum vér ennf remur: “En Drottinn bætti daglega við í hópinn (söfnuðinn) þeim, er frelsast létu.” Postulas. 2:47. Þeir sem þannig gengu í söfn- uðinn gengu Drotni á hönd, því að Ritningin segir: “Og því fremur bættust trúaðir Drotni, fjöldi bæði karla og kvenna.” Postulas. 5:14. “Allmikill fjöldi bættist Drotni.” Postulas. 11:24. Það er einmitt þá og ekki fyr, að nöfn manna verða rituð í lífsins bók á himnum, því að Frelsarinn kemst þannig að orði: “Gleðjist yfir því, að nöfn yðar eru innrituð í himnunum.” Lúk. 10:20. Sjá einnig Opinb. 3:5; 13:8; 20:15. Samkvæmt hinni innblásnu staðhæfingu Páls postula “er söfn- uður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans.” 1. Tím. 3:15. En nú segir einhver: Hvernig get eg vitað fyrir víst hver er hinn sanni söfn- uður? Ritningin segir um meðlimi hins sanna safnaðar, að þeir “varðveiti boð Guðs og vitnisburð Jesú.” Opinb. 12:17. Og ennfremur segir Jesús um þá: “Hér revnir á þolgæði hinna heilögu—þeir er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.” Opinb. 14:12. Sjá einnig Opinb. 19:7,8. Svo enginn þarf að efast um hvort það sé nauðsynlegt að ganga í söfnuð Guðs eða ekki, eða hver sá söfnuður sé. —D. G.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.