Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 6
3§
STJARNA N
voru uppi, heldur dæmdi hann alla aðra
guði sem falsguði, og trúna á þá sem
gagnslausa, heimskulega og afvegaleið-
andi.
“Pornþjóðirnar álitu trúarbrögðin vera
málefni ríkisins. Að kollvarpa trúar-
brögðum ríkisins var skoðað sem uppreisn
á móti stjórninni, og dauðasök var við
lögð. Þetta vissu hinir fyrstu kristnu.
“Trúarbragðakerfi þau, sem þá tíðk-
uðust höfðu lengi staðið. Frá fornri tið
hafði prestastéttin, gjaíirnar, þjónustan
og hin skrautlegu musteri, vitnað um vald
og vegsemd þeirra. Málverk, byggingalist
og hljóðfærasláttur jók d'ýrð þeirra, feg-
urð og áhrif.
“Hin fornu trúarbrögð höfðu mikið af
hátíðahaldi sem hreif fólkið. Gibbon seg-
ir að trúarbrögð þeirra hafi verið tvinn-
uð sarnan við alla vinnu þeirra, félagslíf
og skemtanir, bæði í því opinbera og í lífi
einstaklingsins.
“B.reyting á lifnaðarháttum hlýtur því
að hafa verið mjög mikil þegar menn
tóku kristna trú.
“Samkvæmt vitnisburði þeirra Pliny og
Martial þá er það auðsætt að það var
reglulegur píslarvættis dauði, sem hinir
kristnu liðu, það er, þeir hefðu getað
frelsað líf sitt með því að taka þátt í
guðsdýrkun heiðingjanna.
“Fyrst Jesús var líflátinn hvernig gátu
þá lærisveinar hans konrist hjá að mæta
sömu meðferð? Hann hafði líka sagt
þeim að þeir mættu búast við að láta líf-
ið hans vegna. Þrátt fyrir þetta höfðu
þeir enga tilhneigingu til að gefa upp trix
sina, þótt þeir væru píndir eða hvernig
sem með þá var farið. Engir áhangendur
annara trúarbragða hafa nokkurn tíma
verið reyndir á þenna hátt.
“Hvernig stendur á þessu, að fjöldi
fólks vill heldur líða pintingar og dauða,
heldur en halda áfram fyrri lifnaðarhátt-
um sínum til að frelsa líf sitt. Það hlýt-
ur að vera einhver ástæða fyrir þessu.
Óteljandi miljónir manna álita að Jesús,
elskan til hans og trúin á hann sé orsök-
in. Jaínvel vantrúarmenn kannast við að
svo sé, eins og vér skulum sýna.
“Ennfremur má geta þess að öllum frá-
sögnum um uppruna kristindómsins ber
saiuan. Bæði rithöfundar Nýja Testa-
mentisins og mannkynssögunnar segja
frá þvi að Jesús var líflátinn í Jerúsalem,
samkvæmt úrskurði rómverska landstjór-
ans, Pontíusar Pílatusar. Enginn, sem
uppi var á þeim tíma eða eftir þann tíma
ber á móti þessu, ekki einu sinni sagna-
ritarar Gyðinganna.”
“Þú veizt þó vissulega,” greip Einars-
son fram í, “að kaflinn um Jesúm í sögu
Jósefusar er tilbúningur, og ef hann
nefnir ekki Jesúm á nafn þá getur þi'x
ekki bygt á vitnisburði hans.”
“Hvort Jósefus nefnir Jesúm meS
nafni eða ekki skiftir minstu,” svaraði
ræðumaður, “samt sem áður, vér skulum
gjöra ráð fyrir að hann nefni ekki nafn
hans. Þú getur ekkert sannað með þögn
Jósefusar. Eusebíus, til dærnis, hinn rnikli
sagnaritari síns tírna, skrifaði ýtarlega
sögu af Konstantínusi mikla, en þótt hann
greini nákvæmlega frá öllu öðru, þá
minnist hann ekki á hínn átakanlegasta
atburð í lífi hans—dauða Crispusar sonar
hans.
“Eg endurtek það, að aðalatriðin í öll-
uffi frásögnum um uppruna kristindóms-
ins eru hin sömu. Þetta er því meira sann-
færandi þegar vér athugum að öllum
þessum frásögnum ber saman við Nýja
TestamentiS.
“Hvorki Pliny á fyrstu öld, Celsus á
annari, Porphyry á hinni þriðju eða
Júlían á hinn fjórðu öld gáfu nokkurn
tíma í skyn að þeir efuðust um frásögur
Nýja Testamentisins, þeir létu aldrei í
ljósi efa um það að bækur þess væru
skrifaðar af þeim, sem þær eru eignaðar.
“Atriðin í þessari markverðu sögu,
sem öllurn sagnariturum ber saman
um eru þessi: Að á stjórnarárum Tíber-
íusar keisara var flokkur mamra, sem tók
sig til og stofnaði ný trúarbrögð í heim-
(Framh. á bls. 41)