Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 10
42 STJARNAN Vér, sem erum fædd og alin upp í lút- ersku kirkjunni höfum hátíSlega lofaÖ aÖ afneita djöflinum, öllum hans verkum og öllu hans athæfi, og a'Ö trúa á Gu'Ö Föður, Son og Heilagan Anda, og að standa stöð- ug í þessari trú til æfiloka. Alt í trúarbrögðunum, sem er gagn- stætt kenningu Krists, er frá djöflinum, hvenær eða á hvern hátt sem það hefir slæðst inn í kirkjuna og kenningar henn- ar. Ein af villum þeim, sem óvinurinn hefir smeygt inn x kirkjuna snemma á öldum, er kenningin um eðli mannsins og hegningu óguðlegra. Svo öldum skiftir hefir því verið haldið fram í lútersku kirkjunni að hegning óguðlegra sé eilíft líf í helvítis kvölum, enda þótt Guðs orð taki því skýrt fram að laun syndarinnar sé dauði. Eilífur dauði og eilíft líf í kvölum er alveg gagnstætt hvort öðru. Guð meinar það sem hann segir, vér getum reitt oss á það, en hvernig getum vér þá samrýmt þetta, að laun syndarinnar er dauði við texta eins og þessa: “Þá mun hann (kon- ungurinn) segja við þá til vinstri hand- ar: farið frá mér þér bölvaðir í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans.” Matt. 25:41, og, “þannig mun fara við enda veraldar, manns-son- urinn mun senda engla sína, og þeir munu samansafna úr ríki hans öllum hreyksl- unarmönnum, og þeim, er lögmálsbrot fremja og munu kasta þeim í eldsofninn.” Matt. 14:31. Það er víðar í Biblíunni talað um eilíf- an eða óslökkvandi eld, og skulum vér at- huga nokkra af þeim textum. í Júdasar bréfi 7. versi er sagt að borgirnar Sódóma og Gómorra, “liggja fyrir sem dæmi, líð- andi hegningu eilífs elds.” Öllum er kunnugt að þessar borgir eyðilögðust af eldi, þær hafa aldrei verið og munu aldrei verða bygðar upp aftur. Það er eilíf al- gjör eyðilegging, en eldurinn kulnaði út af sjálfu sér þegar ekkert eldsneyti var eftir. Þetta er fyrirmyndin upp á hegn- ingu óguðlegra. Pétur postuli segir: “Hann brendi borgirnar Sódómu og Gó- morru í eldi, og setti þær til viðvörunar (ensample) þeim, er síðar lifðu óguð- lega.” 2. Pét. 2:6. “Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir, og allir þeir er guðleysi fremja, skulu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim, segir Drottinn hersveit- anna, svo að hvorki verði eftir af þeirn rót né kvist . . . og þér munuð sundur troða hina óguðlegu, því að þeir munu verða aska undir iljum yðar, á þeim degi er eg hefst handa, segir Drottinn her- sveitanna.” Mal. 4:1,3. í Matt. 3:12 og Eúk. 3:17, er hinum óguðlegu einnig líkt við hismi, sem verð- ur brent í óslökkvanda eldi. Guð aðvaraði ísraelsmenn að ef þeir ekki hlýddu honum, þá mundi hann leggja eld í hlið Jerúsalemsborgar, sem ekki mundi slöktur verða. Jer. 17127. Þeir gáfu engan gaum að aðvörun Drottins, svo borg þeirra var eyðilögð með eldi, en sá eldur er útkulnaður fyrir mörgum öld- um síðan. Stundum þegar hús brennur er sagt að eldurinn sé óslökkvandi, því hann sé bú- inn að læsa sig um alt húsið, en húsið heldur þó ekki áfram að loga endalaust, jafnvel þótt með sönnti sé sagt að eldur- inn haf i ekki orðið slöktur. Hann kulnaði Út þegar eldsneytið var orðið að ösku. Hvernig hefir þessi voðalega grimdar- kenning um eilíft lif í helvíti komist inn í kirkjuna? Satan er slægur. Hann innleiddi fyrst kenningu sem virtist vera ósköp meinlaus,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.