Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 13
STJARNAN
45
Sá, sem átöðugur átendur alt til enda mun
hólpinn verða
“I dag skal eg drepa einhvern ef eg
verð ekki sjálfur drepinn áður,” sagSi
gamli maÖurinn um leiÖ og hann stökk
af hesti sínum og stefndi beint upp a8
húsdyrum sonar síns, með hlaðna skamm-
byssu í hendinni.
‘‘Hver hefir nokkurn tíma heyrt slíkt,
aS sonur hafi óhlýðnast föður sínum og
þa8 í trúarbrögðum,” grenjaði garnli
maðurinn er hann snerist um hæl á gólf-
inu í stofunni og veifaði byssunni yfir
höfði sonar síns, sem nýlega hafði snúiS
sér til GuÖs. Konan og börnin höfðu flú-
ið út úr húsinu biðjandi um vægð.
“Eg vil ekki vita af neinum slíkum í ætt
minni. Eg er ennþá húsbóndinn og læt
ekki annað eins viðgangast. Hver hefir
nokurntíma heyrt slikt, aÖ halda laugar-
dag fyrir sunnudag, og bera enga virÖingu
fyrir dýrÖlingunum og hinni heilögu kat-
ólsku kirkju. Eg vil ekki hafa þaÖ. Þetta
getur ekki boriö sig. Heyrir þú mig?
ÞaÖ væri betra aÖ við værum öll dauð,
heldur en að líða slika hneysu. Hverju
hefir þú aÖ svara Olinto? Eg hefi heyrt
aÖ presturinn hafi veriS hér á heimili
þínu og prédikaÖ. Er það satt? Svaraðu
mér.”
Gamli maðurinn var farinn aÖ bogna
og orðinn grár fyrir hæi'um eins og vænta
mátti því hann var sjötugur aÖ aldri.
Hann var í ákafri geðshræringu og skalf
á beinunum, en sonur hans var rólegur og
hlustaði á ávítur fööur síns, nú, er honum
gafst færi aö tala, sagði hann meÖ hægÖ,
en mjög ákveðið:
“EaÖir minn, eg elska þig, og fram að’
þessum tíma.hefi eg hlýtt þér í öllu. Eg
er nú 35 ára aÖ aldri og 5 barna faðir, eg
virði þig fyrir aldur þinn og reynslu. Þú
ert faðir minn og eg er sonur þinn, en sá
tími getur komiÖ að maður verði aÖ hlýða
Guði fremur en mönnum, jafnvel þó það
sé manns faðir. Hlustaðu nú á mig, faðir
minn, því þetta er ef til vill í síðasta sinni
sem eg tala við þig. Þú getur skotið mig
ef þú vilt, því eg er reiðubúinn að mér sé
fórnfært, því eg hefi fundið hann, sem
er vegurinn, sannleikurinn og lífiÖ, og eg
er ákveðinn í því aÖ ganga í ljósinu.
Gamli maðurinn leit á son sinn, þeir
horfðust í augu um stund. Faðirinn sá
einbeittni og alvöru á hinu föla andliti
sonar síns. Hjörtu þeirra böörust þar
sem þeir horfÖu þarna hvor á annan.
Gamli maðurinn sá að þaS var hann sem
hlaut aÖ skera úr málinu. Sonur hans
hafði svarað honum og neitað að beygja
sig til hlýðni viÖ hann, þótt þaÖ skyldi
kosta líf hans.
“Sonur minn,” sagÖi gamli maðurinn
að lokum meÖ tárin í augunum og grát-
staf í kverkunum. “Þú ert sonur minn,
og eg er faSir þinn, þú hefir ætíÖ verið
hlýðinn, eg ætla ekki að skjóta þig.” Að
svo mæltu kastaði hann sér niður í stól,
sem stóð skamt frá, alveg yfirkominn af
þreytu eftir hina áköfu geðshræringu.
Nú liðu vikur og mánuðir. Olinto og
kona hans lögðu mikla stund á aÖ læra
Guðs orð og hlýða því og voru þau skírÖ.
Þau voru í sannleika endurfædd með
Guðs lifandi og ævarandi orði.
Þegar gamli maðurinn heyrði að þau
hefðu tekiÖ skírn kom kast í hann aftur
svo hann hótaði aÖ binda son sinn við
staur og láta öll systkini hans 13 að tölu
berja hann nakinn þangað til þau yröu
uppgefin.
Olinto bíður rólegur og biður Guð sinn
og Frelsara án afláts að miskunna sig yfir
gamla manninn og gefa honum náÖ til
afturhvarfs.
R. H.
“Sælir eru friðflytjendur, því að þeir
munu Guðs synir kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir
réttlætis sakir, því þeirra er himnariki.”
“Sælir eru hógværir, því þeir munu
landiÖ erfa.” Matt. 5 :g, 10, 5.