Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 9
STJARNAN 4i ingu, og samkvæmt kurteisisreglum þeirra þá komu allir karlmennirnir í þorpinu og sváfu hjá okkur í sama húsinu. Eg lagÖi af stat5 í dögun með staf í hendi mér. Presturinn sem kom með mér þangað fylgdi mér á leiö, svo hélt eg áfram ein- samall. ÁSur en tveir tímar voru liÖnir viltist eg út af brautinni en komst á hana aftur nokkru seinna, en svo fann eg út að leiÖ mín lá of nálægt járnbrautinni svo eg varÖ aÖ leita uppi aÖra götu. Þetta kom oft fyrir. Landabréfið, sem pilturinn dróg upp handa mér,. þar sem eg beið meðan eg var að búa mig undir ferðina, var mér til mikillar hjálpar, en það var ekki nógu nákvæmt. Þegar eg reyndi að fá leið- beiningu hjá Manchuriu mönnum, þá var vanþekking mín í málinu reglulegur þrándur í götu. Þótt eg oft viltist út af veginum, þá fundu hundarnir mig engu að síður, þeir komu eftir mér í hópum saman og það kom sér vel að hafa góSan göngustaf til að verja sig með. Davíð Djarfur og fríhyggju- mennirnir (Framh. frá bls. 38) inum. Til að koma þessu i framkvæmd, mættu þeir fúslega hvaða hættu sem var, lögðu á sig mikið erfiði og þoldu alls- konar þjáningar, og alt þetta starf var bygt á frásögunni um þaS að dauður maður, er líflátinn var sem glæpamaður, hefði risið upp frá dauðum. Þessi ein- kennilega saga hefir gjörbreytt sögu heimsins, haft áhrif á stefnu heilla kon- ungsríkja og ummyndað hugsunarhátt og líferni miljóna rnanna. “Ef menn þeir, sem útbreiddu kristin- dóminn voru ekki einlægir, þá voru þeir hinir verstu lygarar og heimskingjar, sem til hafa verið. Hver getur hugsað sér slíkt? Þorparar, með því eina augnamiði að kenna guðrækni og ráðvendni, með enga von uin annað endurgjald heldur en fyrirlitningu og kvalafullan dauða. “Aldrei í sögu heimsins hafa menn og meyjar fúslega þolað skort, lagt á sig erfiði, staðið í sífeldri hættu, tekið þvi rólega, þótt þeir væru sviftir heimili, og gjörðir útlægir frá föðurlandi sínu, liðið högg og grjótkast, langvinna fangelsis- vist og jafnvel að vera rifinn sundur af villidýrum eða brendur lifandi, enginn, segi eg, mundi fúslega líða alt þetta til þess að útbreiða málefni, sem hann efað- ist um að væri áreiðanlegt. Menn hafa aldrei lagt slíkt á sig eða þolað slíkt fyrir nokkuð annað málefni heldur en kristin- dóminn. Menn líða ekki og leggja ekki svo mikið á sig nema fyrir það, sem þeir eru fullkomlega sannfærðir um. Þetta er svo alkunnugt að enginn ber á móti því og enginn getur hrakið það. “Jafnvel hinir svæsnustu vantrúarmenn kannast við hin blessunarríku áhrif, sem líf Krists hefir haft á mannkynið, og skoða það, sem hin sterkustu og þýðing- armestu áhrif, sem nokkurn tíma hafa, og sem nokkurn tíma munu gjöra vart við sig í heiminum.” Nú stóð Einarsson upp og sagði: “Þú hefir aftur og aftur vitnað til þess, sem þú ætlar að sanna með orðum vantrúar- manna sjálfra, en hefir ekki komið með neinn af þessum vitnisburðum. Nær eig- um vér að fá þessar sannanir?” “Þér skuluð ekki þurfa að bíða lengi,” svaraði Djarfur. “Eg æt'la að biðja þig, hr. Einarsson, að lesa þessar tilvitnanir í bókum vantrúarmanna, svo þú getir sannfært sjálfan þig og tilheyrendurna um, að það er rétt með farið, og stendur skrifað í þeirra eigin bókum.” Næst: “Vantrúarmenn viðurkenna Krist sem miðpunkt mannkynssögunnar.” Höfuðborg Japana, Tokio, hefir 5,311,- 000 íbúa, og er því önnur fjölmennasta höfuðborg heimsins. Lundúnaborg hefir 8,202,818 íbúa. Skattskyldar tekjur hafa fallið um 47 af hundraði i Bandaríkjunum, samkvæmt skýrslu fjármálaritarans.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.