Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.03.1933, Blaðsíða 1
I- STJARNAN Gleymið ekki “Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjorÖum hans, sem fyrirgefur allar misgjör'Öir þín- ar, læknar þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn, sem mettar þig gæÖum; þú yngist upp sem örninn.” Sálm. 103 :2-4_ Hversu oft sjáum vér ekki menn í háska eÖa á sótt- arsæng ákalla GuÖ, að hann frelsi líf þeirra. Hann, sem aumkvast yfir börn duftsins, heyrir ávalt bænir þeirra og svarar þeim oft og tíðum, til þess að reyna mennina hvort þeir vilji ganga væg hans og hlýða öllum boðum hans. Ef þeir gjöra það, þá hvílir blessun hans yfir þeim í ríkum mæli. En hversu oft kemur það ekki fyrir, þegar alt gengur þeim í vil, að þeir gleyma Guði sínum og öllum velgjörðum hans, falla frá Drotni og drýgja hinar fyrri syndir sínar. Hann sem hefir leyst líf þeirra frá gröíinni, er vandlátur Guð. Hann gefur ekki hjáguðum dýrð sína. Vinur, ef þú vilt öðl- ast blessun Drottins alt til endaloka, þá verður þú að gæta vandlega boðorða hans, elska náungann og ástunda kærleika gagnvart öllum. “Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega; þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér.” Jes. 58:8. D. G. MARZ, 1933 WINNIPEG, MAN. Verð i5c J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.