Stjarnan - 01.10.1933, Blaðsíða 9
Rómverskum sagnfrœðingum ber
saman við frásögn guðspjallanna
Er þaÖ áreiÖanlegt að maður að nafni
Jesús hafi lifað í Nazaret á Gyðingalandi
fyrir 1900 árum síðan? Eru hin fjögur
guðspjöll, skrifuð af postulum hans, á-
reiðanleg frásögn um líf hans ? Ef svo
er, hvers vegna hafa þá ekki hinir helztu
rithöfundar og sagnaritarar Rómverja á
þeim tíma nefnt hann á nafn í ritum sín-
um? Þetta eru spurningar, sem margir
hugsandi menn koma með, sem ekki hafa
haft tækifæri.til að rannsaka þetta mál-
efni sjálfir. Til að svara þessum spurn-
ingum skulum vér vitna til þeirra heim-
ilda, sem hinir ströngustu gagnrýnendur
ekki geta mótmælt.
Hið fyrsta vitni vort er Gajus Cornelius
Tacitus, merkur rómverskur rithöfundur
og sagnfræðingur, sem lifði 45 ár sam-
tímis Jóhannesi polstula, eða frá 55-118
eftir Krist. “Sem án efa stendur framar
öðrum mönnum í bókmentum á öllum
tímum.” Hann ritaði: 1. “Samtal mælsku-
manna.” 2. “Líf Acricola.” 3. “Þýzka-
land.” 4. “Sögurnar.” 5. “Árbækurnar.”
Árbækurnar eru sögur keisaranna . . . .
frá Tiberius til Nero og ná því yfir tíma-
bilið frá 14—68 eftir Krist .... Áreið-
anlegleiki þeirra er sannaður .... það er
ekkert efamál að árbækurnar eru Tacitus
eigin rit.” (“Encyclopædia Britannica,”
Cambridge, England, 1911, Art. “Tacitus”
26. bindi, bls. 345,34*5- Sjá einnig “The
Works of Cornelius Tacitus” eftir Arthur
Murphy, bls. V.).
Tacitus segir að eftir að Nero hafði
brent Rómaborg, “var hann í illu áliti
fyrir þetta hræðilega verk. Til þess ef
mögulegt væri að koma sjálfum sér úr
sökinni réð hann af að kenna öðrum um
glæpinn. 1 þessum tilgangi hegndi liann
með voðalegum píslum flokki manna . . .
sem nefndir voru kristnir.
“Nafn þetta var dregið af Kristi, sem
á stjórnar árum Tíberíusar píndist undir
Pontíus Pílatus landstjóra í Júdeu. Sá
atburður var þung reynsla fyrir söfnuð
þann er hann hafði stofnað, og hindraði
um tima framför hættulegrar hjátrúar,
en hún lifnaði við aftur og útbreiddist
með miklum krafti, ekki einungis í Júdeu
.........heldur jafnvel í Rómaborg.”
('“Works of Cornelius Tacitus,” eftir
Arthur Murphy, Esq., Philadelphia 1846,
bls. 287, 288, Annals, Book xv. Par. 44,
45)-
“Þetta er hin fyrsta frásögn um kross-
festinguna eftir merkan rithöfund, og
hinn eini staður þar sem rómverskir
sagnaritarar nefna Pontíus Pílatus.”
(“Translations and Reprints from Origi-
nal Sources of European History.” Pub-
lished by the Department of History of
the University of Pennsylvania IV. bindi,
bls. 4).
“Hin strangasta gagnrýning er tilneydd
að kannast við sannleika þessa óviðjafn-
anlega atburðar, og áreiðanlegleika þess-
arar frægu frásagnar Tacitusar. Hin
fyrri er staðfest af hinum athugula og
nákvæma Suetonius, sem minnist á hegn-
ingu þá, er Nero lagði á kristna menn,
fólk, sem hafði aðhylst nýja, glæpsamlega