Stjarnan - 01.10.1933, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.10.1933, Blaðsíða 10
154 ST J A RN AN hjátrú. HiÖ síðara verÖur sannað af gömlum handritum ; með hinum óviðjafn- anlega rithætti Tacitusar, með áliti hans sem trygði rit hans gegn fölskum viðbæt- ir, og með alvörunni í írásögnum hans.” — (Gibbons “Decline and Fall of the Ro- man Empire.” I. bindi, bls. 602, Kap. CVI, Par. 16). Tacitus sinti ræðismanns störfum í Asíu og hann skrifaði “Árbækurnar” á friðar tímabili Rómverja. Sem meðlimur stjórnarinnar hefir hann haft aðgang að stjórnarskjölum Júdeu, þar á meðal skýrslum Pílatusar, svo hann gat fengið fullkomna og áreiðanlega upplýsingu. Jafnvel prófessor F. hoofs verður að kannast við: “Að Tacitus gefur oss þar upplýsingar, sem eru óháðar frásögnum hinna kristnu, en sem hann hefir fengið af eldri uppruna, eða með því að spyrjast fyrir. Margir mentamenn jafnvel á vor- um dögum hafa þessa sömu skoðun, og það er mikið sem mælir með henni, því Tacitus er vanur að merkja atriði, sem aðeins eru bygð á munnmælum, en hér finnum vér engin slík merki.” (“What is the Truth about Jesus Christ?” eftir F. Eoofs, Ph. D. Th. D., Prof. og Church History in the University of Halle — Wittenberg, Germany, bls. 28, 29). Annað vitni vort er Pliny hinn yngri, rómverskur landstjóri yfir fylkjunum Pontus og Bithynia, (fæddur árið 62 e. Kr.). í 97. bréfi sínu til Trajans keis- ara nefnir hann Krist á nafn þrisvar sinnum, og segir að hinir “kristnu” syngi “Kristi lofsöngva eins og Guði.” Hann nefnir hina “kristnu einnig fimm sinnum í bréfi sínu, og talar um “kristindóminn” sem trúarbrögð þeirra, hann bendir einn- ig á mismuninn milli “sannkristinna” og þeirra, sem aðhyllast heiðingja siði held- ur en mæta ofsóknum. Trajan, er hann svarar bréfinu (pistill 98) nefnir eftir- fylgjendur Krists aftur og aftur “kristna.” — (‘‘Letters of Pliny the Younger” eftir John Earl of Orrely, London 1751, 2. bindi, bls. 426-429). Vér vitum að Trajan, Pliny og Tacitus voru allir heiðnir menn og óvinir kristin- dómsins, en aldrei komu þeir með þau mótmæli móti hinum kristnu, að segja að Kristur hefði aldrei verið til, heldur töluðu þeir ávalt um hann sem vel kunn- an mann í sögunni. Næsta vitni vort er hinn heiðni heim- spekingur Celsus, hinn versti óvinur sem kristindómurinn hefir nokkurn tíma átt. Og vitnisburður mótstöðumanna er ætíð álitinn mjög mikilsverður. Celsus skrif- aði árás á trú og siðferði kristinna manna, sem hann kallaði: “Sönn ræða.” Lardner heldur að þetta hafi verið kring um árið 176 e. Kr. (“M’Clintock and Strong’s Cyclopædia” Art. “Celsus.”). “Rit hans eru mikils verð af því hann, sem er óvinur, og lifði aðeins rúmlega 130 árum eftir himnaför Krists, kannast við hina háleitu atburði og kenningar guðspjallanna eins og þeim er haldið fram af postulunum bæði í ræðu og riti. Nær því 80 sinnum tilfærir hann setning- ar úr bókum Nýja Testamentisins, sem hann ekki einungis kannast við að sé til, heldur segir það sé alment af kristnum mönnum álitið áreiðanlegt og guðdómlegt. Hann minnist nákvæmlega á kringum- stæður í lífi Krists og postulanna, sem sýnir að hann var þeim vel kunnugur, og að enginn mótmælti þeim.”—(“Cyclo- pædia” eftir ’Clintock and Strong, Art. “Celsus.”). Þegar hann reynir aö sýna mismuninn milli þess sem Guð bauð fyrir hönd Móse, og kenninga Krists, þá segir hann að Guð hafi látið Móse skipa fólkinu að drepa óvini sína. “Sonur hans þar á móti, maðurinn frá Nazaret, gaf út önnur lög alveg gagnstæð þessum og sagði að eng- inn gæti komið til Föðursins sem sæktist eftir valdi eða heiðri; að menn ættu ekki að hugsa meir en hrafnarnir um að afla sér viöurværis, að þeir skyldu bera minni áhyggju fyrir fatnaðinum heldur en lilj- urnar, að þeir ættu að vera fúsir til að þola annað högg frá þeim, sem slær þá. Hvort er það Móse eða Jesús, sem fer Framh. á bls. 157

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.