Stjarnan - 01.10.1933, Side 14

Stjarnan - 01.10.1933, Side 14
158 STIARNAN Fátœki skraddarinn Fátækur skraddari haföi, ásamt konu sinni og ungri dóttur, sezt að í ókunnum bæ. Hann fékk mjög litla vinnu, svo þaÖ, sem hann hafði til a8 byrja með var nú þrotið, svo vesalings maðurinn hafði nú hvorki mat né vinnu. Konan hans var veik, meðfram af langvinnum áhyggjum, og litla dóttir þeirra sat á þrepskildinum og grét af sulti. FaÖirinn stóð við glugg- ann fölur og sorgbitinn, hann hafði ekk- ert borðað um lengri tíma. Það var níðdimt úti, regnið lamdi gluggarúðurnar. Það var líka dimt í huga hans eins og þar hljómaði: “Enginn veg- ur til bjargar.” En svo bað hann, auð- mjúklega og grátandi til hans, sem fæðir fuglana og gleymir ekki hrafnsungunum, sem til hans kalla, og við það létti honum fyrir brjósti. En hvaðan gat hann von- ast eftir mat á slíkri óveðurs nótt? Fyr- ir manna sjónum sýndist það ómögulegt, en fyrir Guði er enginn hlutur ómáttug- ur. Rétt í því hann hafði lokið bæn sinni heyrði hann fótatak á tröppunum, ein- hver þreifaði fyrir sér eftir klinkunni, lýkur upp og kemur inn. Veitingahúsið stóð beint ámóti heimili skraddarans, og þetta var vikadrengurinn þaðan. Ferða- maður var nýkominn til bæjarins, er vildi fá buxur saumaðar handa sér þá strax um nóttina svo hann gæti verið í þeim daginn eftir. Til þess að hafa sem minst fyrir þá kom drengurinn yfir til skradd- arans, sem bjó á móti veitingahúsinu. Hann hafði einmitt verið að ákalla Guð um hjálp. Skraddarinn fór strax yfir á veitinga- húsið. Hann var bæði illa klæddur og dapur í bragði. Ferðamaðurinn leit undr- andi á hann og spurði síðan hvort hann treysti sér til að sauma buxurnar, efnið væri bezta tegund og sér væri ant um að verkið væri hið fullkomnasta. Hann kvaðst heldur vilja gefa honum nokkur cent fyrir ómakið að koma yfir og senda svo eftir öðrum skraddara. Þetta særði mjög tilfinningar vesalings skraddarans, því hann vissi sig vera vel færan í iðn sinni, ef hann aðeins gat fengið nokkuð að gjöra. En hann sagði einungis að hann skyldi ábyrgjast að ferðamaðurinn yrði ánægður með verkið. Hann flýtti sér nú heim og fór strax að sníða og sauma. Hann var að vísu máttlaus og þreyttur af hungri, en er hann leit á konu sína og náföla barnið sitt, þá fór svefninn af honum, svo hann gat haldið áfram vinnunni. Hann lauk við saumaskapinn um morguninn, og fór með buxurnar á ákveðnum tíma yfir til eigandans, sem strax fór í þær, og var hann mjög vel ánægður með verkið. Hann borgaði verkið meir en upp var sett, og er hann sá gleðitárin í augum skraddarans, þegar hann tók við borgun- inni bætti hann dálitlu meira við upphæð- ina. Fátæki maðurinn fór nú heim aftur, glaður og þakklátur yfir því, að hafa nóg fyrir sjálfan sig, konuna og barnið til að lifa á í fleiri daga. Ókunni maðurinn dvaldi í bænum þenn- an dag, því hann átti þar marga mikils- háttar vini. 1 veizlu, sem honum var haldin kom fyrir óvænt atvik, sem varð orsök til þess að hann mintist á skradd- arann, sem hann hrósaði og sagði að hann væri mjög vel fær í iðn sinni. Ýmsir þeirra sem viðstaddir voru festu sér þetta í huga, svo upp frá þessu hafði skradd- arinn nóga vinnu og gat veitt sér alt, sem hann þurfti fyrir heimilið. X. Nú er farið að stinga upp á því að hætta að fylla holar tönnur með gulli, það er álitið alt of kostbært. Ef eins mikið gull verður sett í tönnur næstu tvö árin, eins og nú er gjört, þá verSur eins miklu gulli eytt til þess, eins og öllu því, sem tapast hefir í skiprekum síðan sagan hófst.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.