Stjarnan - 01.10.1933, Side 4
Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir
Fólksfjöldinn hafÖi nú safnast saman
til að heyra síðasta fyrirlestur Djarfs.
Samtal það, sem heyrðist hér og þar um
salinn milli einstaklinga og smáhópa af
fólki sýndi áhugann fyrir málefninu.
Lilja var hrifin. “Ætli nokkuð komi
fyrir í kvöld,” sagði hún við föður sinn.
“Efalaust kemur eitthvað fyrir, barnið
mitt, en ekki það sem jn'i sýnist vænta
eftir. Það verður engin kappræða i
kvöld.”
“Hversvegna ekki ? Hvað annað get-
ur komið fyrir?”
“Það verða engin mótmæli, af því öll
aðalatriðin í málinu hafa fengið fullnægj-
andi skýringu, og efnið sem talað verður
um í kvöld er of mikilsvarðandi fyrir oss
öll til þess að grípa fram í, að þarflausu.”
En Lilja vildi nú ekki gefa upp og
spurði því aftur: “Hvað getur þá komið
fyrir ?”
“Eg get ekki sagt þér það,” svaraði
Einarsson brosandi, er hann sá hve al-
varleg dóttir hans var orðin, “en eg býst
við að margir gjöri þá ákvörðun, sem
hafa mun áhrif á alt líf þeirra framvegis.”
Lilja leit nú beint framan i föður sinn,
óvenjuleg alvara lýsti sér í svip hennar.
Guðmundur og frú Einarsson sátu þegj-
andi en þau hlustuðu á samtalið með ná-
kvæmri eftirtekt.
“Hefir þú gjört ákvörðun þína,
pabbi ?”
“Ekki enn þá, en eg býst við að gjöra
það. Eg ætla fyrst að heyra hvað krist-
indómurinn hefir að bjóða. Hefir þú
tekið nokkra ákvörðun?” spurði hann
dóttur sína.
“Já, pabbi, eg vona að þú hafir ekki á
móti því.”
“Þú veist eg gjöri það ekki. En þú
Guðmundur?” Guðmundur hneigði höf-
uð sitt til samþykkis. “En þú, kona mín?”
Frú Einarsson svaraði rólega en ákveðið :
“Já, eg hefi alt af hallast aö kristindóm-
inum.”
Alt í einu sló í þögn, því dr. Magnús-
son og ræðumaður gengu upp að ræðu-
pallinum. Djarfur stóð upp til að tala
og mannfjöldinn beið eftirvæntingarfull-
ur eftir að heyra hvað hann hefði að
segja.
“Hvað hefir kristidómurinn að bjóða
mönnum?” byrjaði hann. “Þér hafið
heyrt viðurkenningar helstu vantrúar-
manna um aS vantrúin hafi blátt áfram
ekkert nema örvæntingu, vonleysi og
skelfandi einstæðingsskap að bjóða mönn-
um. Þér hafið hlustað á vonleysi það og
þrá, sem þeir hafa látið í ljósi.
“Þér eruð vitni þess hvernig Biblían
segir fyrir fram sögu hinna helstu þjóða
fornaldarinnar, jafnvel alt til tímans enda.
“Enginn yðar, og enginn annar getur
hrakið það að spádómar þessir voru gefn-
ir hundruðum ára áður en atburðirnir áttu