Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 8
24
STJARNAN
Samverkamenn Kriáts
Vér stöndum í sambandi viÖ hina
undraverðustu hreyfingu, sem til er í
þessum heimi; ekkert getur jafnast á við
hana. ÞaS er vort hlutverk a8 tilreiða
veginn fyrir endurkomu Krists. Vér eig-
um að vara heiminn við hinum yfirvof-
andi dómi. Vér eigum að leiða syndara
til Krists, svo þeir verði reiðubúnir að
mæta honum þegar hann kemur. Þessi
hreyfing, endurkomu boðskapurinn, er hin
síðasta aðvörun Guðs til heimsins, áður
en hann sekkur niður í afgrunn eyðilegg-
ingarinnar. Oss hefir veriÖ falið að flytja
þenna boðskap til allra þjóða, kynkvísla
og tungumála heimsins.
Starf þetta byrjaði með sjálfsfórn, og
því verður lokið með sjálfsfórn..........
Starf vort er framkvæmt af mönnum og
konum, sem fórna öllu fyrir Guðs ríkis
sakir af þvi þeir hafa trú á málefninu.
Sjálfsfórn er lögmál Guðs ríkis. Vér
auðgumst af því að gefa, en töpum við
að draga oss í hlé. Það var fyrst þegar
smyrslakrúsin var brotin að ilmur smyrls-
anna fylti húsið. Jesús fórnaði sjálfum
sér til að frelsa mannkynið. Hann úthelti
lífi sínu alt til hins síðasta blóðdropa.
Hann dó, svo vér mættum lifa. Hann
lifði lífi sjálfsfórnar og sjálfsafneitunar.
Hann gaf alt, til þess hann gæti frelsað
nokkra.
Það borgaði sig. Endurgjaldið er vert
alls þess sem það kostaði. “Vegna þeirra
hörmunga er sál hans þoldi, mun hann sjá
og seðjast af þekking sinni, hann, hinn
réttláti þjónn minn, mun gjöra marga rétt-
láta. Jesús mun sjá árangurinn af fórn
sinni: allan hinn frelsaða skara útvaldra,
sem enginn getur tölu á komiS fyrir
f jölda sakir. Móses hafnaði auð og heiðri
Egyptalands, en kaus hlutskifti sitt með
Guðs fólki, fyrir það öðlaðist hann ófor-
gengileg auðæfi. I stað þess að liggja nú
sem smurt lík á einhverju forngripasafni,
eins og sumir hinna fornu Egyptalands
konunga, þá nýtur hann nú dýrðar himna-
ríkis. Hann sannarlega tapaði engu á
sjálfsfórn sinni. Páll postuli sneri baki
við frægð og heiðri hjá þjóð sinni, til þess
að flytja fagnaðarerindi Krists. Hann
gaf líf sitt sem fórn fyrir aðra, en hann
ávann sér hina óforgengilegu kórónu dýrÖ-
arinnar.
Námamaður frá Ástraliu frelsaði líf
lítillar stúlku, en það kostaði hann nokk-
uð. Hann var á heimleið með gull sitt,
sem hafði kostað hann margra ára erfiöi.
Skipið strandaði, það hafði rekist á sker.
Hann batt á sig beltið með gullinu í, og
ætlaði svo að synda í land. Rétt þegar
hann var að því kominn að kasta sér í
sjóinn, kom lítil stúlka til hans, leit upp
á hann og sagði: “Ó, viltu gjöra svo vel
að frelsa mig? Eg hefi engan pabba hér
til að hjálpa mér. Gjöröu svo vel að
frelsa mig.” HvaÖ átti hann að gjöra?
Hann hafði aðeins augnabliks umhugs-
unarfrest. Hann kastaði gullinu á þil-
farið, festi litlu stúlkuna við hlið sér og
synti í land. Þetta var ofraun fyrir hann,
svo hann féll meðvitundarlaus niður í
sandinn er hann kom til lands. Þegar
hann raknaði við stóð litla stúlkan yfir
honum og horfði á andlit hans, hún var
svo þakklát fyrir frelsunina. En er hann
leit út til skipsins þá var það horfið, og