Stjarnan - 01.02.1934, Side 2
i8
STJARNAN
Treyátið Guði
Mudima er prédikari í NorÖur Rho-
desia í Afríku. Hann var meðal hinna
fyrstu, sem varð kristinn af drengjunum
á trúboðsstöðinni í Solusi, þegar Mr.
Anderson fór af stað til að stofna nýja
trúboðsstöð hinum megin við Zambesi
fljótið tók hann Mudima með sér til að
keyra uxana. Þar var talað annað tungu-
mál, en drengurinn lærði það á stuttum
tíma, og fór hann svo að kenna í þorpi
einu þar í nágrenninu. Seinna tók hann
upp jarðyrkju. Á hverjum hvíldardegi
prédikaði hann fyrir fólkinu, sem vann
hjá honum og hjálpaði til á hvíldardaga-
skólanum í þorpinu.
Einu sinni fór Mudima til Rusangu
trúboðsstöðvarinnar á föstudags eftirmið-
dag. Hann hafði keyrt 42 mílur á reið-
hjóli. Morguninn eftir kom drengur til
vor meö þá orðsendingu að Mudima væri
hættulega veikur. Vér brugðum strax við
til að heimsækja hann og fundum hann
mjög þjáðan, þar sem hann lá stynjandi
á jörðunni. Hj úkrunarkonan á stöðinni
sagði að hann hefði botnlangabólgu, og
mundi eflaust deyja, ef hann yrði ekki
skorinn upp. Vér fluttum hann til næsta
sjúkrahúss sem var 40 mílur í burtu.
Læknirinn þar hafði litla von um að hann
gæti lifað, en var þó fús til að hjálpa
honum, eða gjöra tilraun til þess með því
að skera hann upp.
Vér urðum að fara heim á trúboðsstöð-
ina um kvöldið og kvöddum Mudima
hryggir í huga, en sögðum honum jafn-
framt að vér ætluðum að kalla alla kenn-
arana saman og biðja fyrir honum.
Þremur dögum seinna fórum vér aftur
til sjúkrahússins til að vita hvort Mudima
væri dauður eða lifandi. Vér litum inn i
herbergið þar sem hann hafði legið og:
sáum að það var autt, og bjuggumst því
við að hann væri þegar dáinn og jarðaður.
Rétt í þessu bili mættum vér aðstoðar-
manni læknisins, og sagði hann oss að
Mudima hefði farið til Lubomha á sunnu-
dagsmorguninn, þetta var þorp eitt 5 míi-
ur í burtu og vér höfðum skóla þar. Vér
keyrðum þangað í skyndi því vér hugs-
uSum hann hefði búist við að deyja, og
hefði þá ekki viljað vera meðal ókunn-
ugra og því leitað til hins næsta vinar síns,
kennarans.
Kennarinn í Lubomba sagði að Mudima
hefði verið þar og haldið tvær samkomur
í þorpinu, svo hefði hann farið til Mama-
Ionga, hér um bil 5 mílur lengra í burtu,
þar höfðum vér einnig skóla. Vér ókum
þangað í flýti og mættum honum þegar
hann kom út úr skólahúsinu. Hann leit
alls ekki út fyrir að vera veikur og varð
mjög hissa, er vér sögSum honum hve á-
hyggjufullir vér hefðum verið um heilsu
hans og líf.
“Sögðuð þið ekki að þið ætluðuð að
biðja fyrir mér?” spurði hann.
“Vissulega,” svaraði eg, “allir kennar-
arnir komu saman til að biðja fyrir þér.”
“Og Drottinn læknaði mig,” sagði hann.
Svo mintist hann á hve ákaflega veikur
hann hefði verið hvíldardags eftirmiðdag-
inn þegar vér skildum við hann á sjúkra-
húsinu, en svo hefði hann sofnað. Þegar
hann vaknaði morguninn eftir kendi hann
sér einkis meins. Þá kvaðst hann hafa
sagt við sjálfan sig:
“Nú hefir GuS læknað mig svo eg verð
að fara og segja fólkinu sem ekki biður
til Guðs, hvaS hann hefir gjört fyrir mig.”
Þetta var erindið sem hann átti til að
heimsækja þessi þorp. Hann hafði ekki
einu sinni beðið þess að læknirinn kæmi
að sjá hann um morguninn. Læknirinn
hafði búist við að finna Mudima aðfram-
kominn og varð því alveg forviða þegar
hann heyrði að sjúklingur hans hefði far-
ið i burtu fótgangandi.
Mudima trúði þvi fastlega að Guð hefði
læknað hann sem svar upp á bænir vorar,
(Framh. á bls. 23)