Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 12

Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 12
28 STJARNAN Bakaðar baunir Þér hafið að líkindum aldrei heyrt get- ið um Mary Hale. Hún var elskuleg ung stúlka, sem óx upp hjá foreldrum sínum, rétt hinum megin við götuna, beint á móti Hopkins, og þegar hún varð fullorðin giftist hún Henry Hopkins, sem var elztur bræðra sinna. Þau eignuðust tvö elskuleg börn, dreng og stúlku, og leið mjög vel, en það komst einhvernveginn upp í vana hjá þeim að þrætast á um hitt og þetta. Það var varla hægt að dvelja hjá þeim kvöldstund án þess þau færu að jagast um eitthvert smá- atriði, sem var alveg þýðingarlaust, t. d. hvort eitthvert atvik hefði átt sér stað klukkan 10 eða n, eða því um líkt. Þetta varð svo rótgróinn vani sem þau ekki gátu yfirunnið, svo eitt laugardags- kvöld hafði Mary bakaðar baunir á borð- inu fyrir kvöldmat, Henry leit á þær og sagði: “Eg held baunirnar séu ekki alveg nógu bakaðar.” Hún sagði þær vera vel bakaöar, en hann vildi hún setti þær inn í ofninn aft- ur, hún sagði þess væri engin þörf. Þá sagði Henry að hann æti þær ekki nema þær væru betur bakaðar, en Mary sagði að sér dytti ekki í hug að baka þær leng- ur, þó bæði forseti Bandaríkjanna og Englands konungur beiddi sig um það. Þau héldu áfram að jagast um baunirn- ar alt kvöldið, og fóru heldur eklci til kirkju daginn eftir, því þau voru ennþá að tala um baunirnar, þau héldu áfram með það af og til í heila viku, loks varð Henry svo reiður yfir þessu, að liann pakkaði tösku sína og tók litlu stúlkuna þeirra með sér líka til Boston. Mary varð svo gröm við hann út af þessu að hún fékk skilnað frá honum. Þannig uxu börn þeirra upp, litla stúlk- an móðurlaus og litli drengurinn föður- laus, einungis vegna þess að foreldrunum kom ekki saman um hvort baunirnar væru nógu vel bakaðar eða ekki. Árin liðu, börn þeirra giftust og fóru frá þeim, svo einn dag, jafn óvænt og hagl úr heiðskíru lofti, kemur Henrv heim til Mary. Hún var svo glöð að sjá hann aftur að hún réði sér varla fyrir kæti. Bæði voru ósegjanlega hamingju- söm. Þau giftust aftur og ætluðu nú að njóta lifsins, og bæta sér upp það, sem þau hefðu mist. Nokkru seinna einu sinni þegar þau settust að kveldborði fóru þau að minn- ast á liðna daga, og hve heimsk þau hefðu verið að láta annað eins lítilræði eyði- leggja lífsgleði sína. Þau dæmdu sjálf sig hart og sögðust skammast sín fyrir alt saman. “En,” bætti Mary við, “baunirn- ar voru nógu vel bakaðar.” “Það getur verið,” sagði Henry brosandi, “en þær voru ekki eins vel bakaðar og mamma var vön að hafa þær.” Mary hélt að móðir sín hefði haft eins vel vit á matreiðslu eins og móðir hans, en Henry sagði aS sitt fólk væri vanara við baunir. Þá sagði Mary blátt áfram að hans fólk hefði ekkert vit á baunum. Þó ótrúlegt sé, þá héldu þau áfram að jagast um baunirnar eftir að þau stóðu upp frá borðinu, svo klukkan io um kvöldið tók Henry hatt sinn og kápu og gekk út. Mary hefir aldrei heyrt frá honum síðan. Átta ár eru liðin síðan þetta kom fyrir. Siðastliðinn fimtudag var læknirinn sótt- ur til Mary til aS reyna að hughreysta hana. Hún er orðin gömul og ákaflega einmana og óhamingjusöm. Bæði hún og Henry eyðilögðu hamingju sína yfir öðru eins lítilræði og bökuðum baunum. Forðumst jag og þrætur því slíkt getur snúist upp i óvild og hatur, alveg eins og slæmt innkuls, ef það er ekki læknað, getur snúist upp í ólæknandi lungnabólgu. S- Parker.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.