Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 9

Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 9
STJARNAN 25 gulliÖ hans með því. Var hann vitur í vali sínu? Hann tapaði gullinu en frels- aði litlu stúlkuna. Hvort var dýrmæt- ara? Dýrðleg verðlaurí Vér verðum að fórna sjálfum oss með Jesú ef vér viljum ríkja með honum. Já, það mun kosta oss eitthvað að frelsa sálir með því að leiða þær til Krists, en það borgar sig. Vér getum aldrei lagt of mikið í sölurnar. Það mun kosta oss nokkuð að ljúka við starfið, að flytja fagnaðarerindið út um ailan heim, en það borgar sig. Óumventur maður sagði einu sinni við vin sinn: “Eg vildi gefa alt til þess aS eiga þína von og trú.” “Það er einmitt hvað það kostaði mig,” svaraði vinur hans. Og það er satt. Það mun kosta oss eitthvað að komast i Guðs ríki, já, vér verðum að gefa alt, til þess að geta öðlast verðlaunin, en þau eru þess verð. Starfinu veröur bráðum lokið og Jesús kemur, það er hafið yfir allan efa. Starf- ið þarfnast hjálp þína. Ert þú fús til að styðja það? Vilt þú gefa af eigum þín- um til að flýta fyrir útbreiðslu fagnaðar- erindisins, sem oss er svo kært? Hve mikið getur þú gjört? Eegðu það fram fyrir Guð, talaðu um það við hann. Leyfðu hans anda að hvísla að þér hvað hann vill að þú gjörir. Jesús gaf líf sitt fyrir oss. Hvað ættum vér að gjöra fyrir hann? N. P. Neilsen. Fyrir trú skynjum vér Sönn visindi eru í samræmi við Guðs opinberaða orð. Náttúrufræðingurinn veit að allar skepnur framleiða “eftii sinni tegund.” Vísindamaöurinn, sem rannsakar efnin í dýra-, jurta- og steina- ríkinu kemst að þeirri niðurstöðu að alt er myndað “af dufti jarðar.” En vísind- in geta ekki skýrt leyndardóm sköpunar- innar. Spurningunni, sem beint var að Job (Job 11 :y) “Getur þú náð til botns í Guði?” (það er með vísindalegum rann- sóknum gjörþekt hann), er svarað í Orðskv. 3:11. “Aðeins fær maðurinn ekki skiliS það verk, sem Guð gjörir frá upphafi til enda.” Jes. 40:28. Speki hans er órannsakanleg.” og Róm. 11:33. “Hversu órannsakandi dómar hans, og ó- rekjandi vegir hans?” “Fyrir trú skynjum vér heimana gjörða vera með Guðs orði.” Hebr. 11:3. Hið innblásna orð segir að Guð skapaði heim- inn á 6 dögum, þess vegna trúum vér því. “Fyrir trú skiljum vér,” það sem vér get- um ekki skilið á annan hátt. Fyrir vorum náttúrulegu skilningarvit- um er sjöundi dagurinn ekkert frábrugð- inn öðrum dögum. Vér sjáum mismun á degi og nóttu, á nýju og fullu tungli, á vetri og sumri. Dagurinn, mánuðurinn og árið er alt afmarkað með hreyfingu himinhnattanna, en hvíldardagurinn kem- ur alla daga ársins og mánaðanna. Hreyf- ingar himinhnattanna, veður og aðrar kringumstæður eru þær sömu á hvíldar- daginn og alla aðra daga. En fyrir trú skiljum vér, að Guð skap- aði heiminn á 6 dögum, og fyrir þá sömu trú vitum vér að hann blessaði og helgaði sjöunda daginn. Og fyrir þessa trú er hvíldardagurinn ólíkur öðrum dögum. Það er sú trú, án hverrar er ómögulegt Guði að þóknast, (Hebr. 11:6), sú trú, sem ekki gjörir lögmálið að engu, heldur staðfestir það. (Róm. 3:31). Það er Jesú trú. Sú trú finnur blessun Guðs í hvíldardeginum, og leiðir menn til að halda Guðs boðorð. Opinb. 14:12. C. Rosser.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.