Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 10

Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 10
2Ó STJARNA N Smásögur frá Filippaeyunum Mr. Santiago Maata frá Campalanas Lazi í Filippaeyjunum hefir notið svo mikillar blessunar í sambandi viS trú- mensku sína í því að gefa Guði hvað Guðs er, að hann skrifaði oss um reynslu sína. Eftirfylgjandi er stuttur útdráttur úr bréfi hans: “Afurðir landsins hafa stöðugt farið vaxandi hjá mér, síðan eg fór að halda hvíldlardaginn og borga tíund. i Þegar engispretturnar komu inn á akurinn okk- ar árið sem leið gátum við á engan hátt rekið þær í burtu, en vér lögðum þetta fram fyrir Guð, því hann er hinn sami nú og á dögum Daníels. Hann lokaði munni ljónanna svo þau gjörðu Daníel ekkert mein, og hann sá um að engisprett- urnar skemdu hvorki maísinn eða hrís- grjónin fyrir okkur. Þrer eyðilögðu alveg uppskeruna fyrir nágrönnum minum. “1 þrjá mánuði var eg svo óheppinn að hænurnar urpu ekki einu einasta eggi. Eg hafði verið kærulaus með að borga tí- und af eggjunum, en ásetti mér nú að bæta úr því, sem eg hafði vanrækt, og borga það sem eg skuldaði Drotni. Síðan hefir mér lánast vel með hænsnin og hefi líka getað selt eggin í Dumaguete.” Bréf frá Antonio Somoso, skrifað i nóv. 1932, segir frá hvernig Guð endur- galt ungum hjónum, sem voru trúföst með að borga tíund. “Vikuna sem leið, meðan ráðstefnan stóð yfir í Badas, kom aragrúi af engi- sprettum inn á akra nágrannanna. Margir bræðra vorra hikuðu vi5 að sækja sam- komurnar, nema þeir gætu skilið eftir einn eða tvo menn heima til að líta eftir ökrum sínum. En hjón ein, sem trúlega borguðu tíund, og áttu heima langt í burtu frá samkomustaðnum, fóru frá húsi, ökr- um og öllu saman til að vera á samkom- unum. Þegar þau sneru heim um kvöld- ið hlóu nágrannarnir og sögðu þeim að fjögra þumlunga þykt lag af engisprett- um hefði sezt á akur þeirra. Þau létu þessar fréttir ekkert á sig iá, þau voru svo glöð og þakklát fyrir þá blessun sem þau höfðu ö'Slast á samkomunum, og þau sungu lofsöngva saman um kvöldið. Næsta rnorgun urðu þau sjálf, og nágrannarnir einnig, alveg forviða að sjá akur þeirra standa í bezta blóma, alveg óskemdan.” Þegar eg nýlega fór til Malabang, sagði einn af bræðrum vorum, Mr. Elauria, mér frá reynslu sinni í viðureign við engi- sprettur. Einn hvíldardagsmorgun sáu þeir ákaflegan fjölda af engisprettum vera að nálgast, og gripu skóflur til að grafa skurð til varnar fyrir landeign eins bræðranna, hugsuðu það væri reglulegt trúboSsstarf, en svo ásakaði samvizkan þá svo þeir hættu við áform sitt, fóru heim, beiddu Guð að fyrirgefa sér þessa synd og fólu honum alt. Guð svaraði bæn þeirra svo akrar þeirra stóðu allir óáreittir. Hinir heiðnu voru ekki litið hissa er þeir sáu að akrar Aðventistanna voru al- veg óskemdir, svo einn þeirra sagði við bróður Elauria: “Meðulin ykkar eru betri en vor, gefið oss nokkuö af þeim.” W. B. Riffel. Þessar undanfarandi sögur eru langt utan úr heimi, og sumum munu finnast

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.