Stjarnan - 01.01.1935, Qupperneq 6
6
STJARNAN
Koátnaður við stríð
Kúlur kosta ekki rnikiÖ. En ef skotiÖ er
1,000,000 kúluna á hverri klukkustund og verÖ-
iÖ er 30 dollarar fyrir þúsundið, þá verÖur það
allmikil upphæð. Byssa er ódýr, kostar um 25
dollara, en þegar miljón mönnum er lögð til
byssa þá kostar það 25 miljónir dollara. Véla-
byssa kostar um 640 dollara. Prakkar höfðu
hér um bil 40,000 af þeim. Kraftmeiri byss-
ur, sem Bretar kalla “One-pounder” kosta 1,000
dollara hver, og hver sprengikúla kostar 15
dollara. Hinar nafnkunnu 'fröínsku byssur
sem kallaðar eru “75” kosta 8,000 dollara hver,
þær eru gjörðar af mikilli list, eins nákvæm-
lega eins og stundaklukka, hver spí'engikúla í
þær kostar nærri 25 dollara. Það er auðvelt
að eyða 4 miljónum dollara í einu áhlaupi.
Nýju stríðsvagnarnir í Ameríku, sem nefndir
eru “Kristy Tanks” kosta 26,000 dollara hver,
fyrir utan aflvélina og herbúnaðinn. Með öll-
um útbúnaði kosta þeir 80,000 dollara. Alment
nýtízku herskip kostar n miljónir, flutninga-
skip fyrir flugvélar ig miljónir og stærstu her-
skip 30 miljónir.
Af þessu sjáum vér að stríð er dýrt, það
kostar peninga. Vér borgum tollinn. En stríS
aflar einnig fjár—fyrir suma offjár. Það er
einkennilegasta atvinna sem til er.
Vér vitum hverjir áttu í stríði í Shanghai
í febrúar 1932. Vér minnumst hve hetju-
lega Kínar gengu fram í 19. herdeildinni. Vér
vitum alt um bardagann í Shanghai, nema það
markverðasta—hver græddi á honum.
Samkvæmt skýrslum alþjóða nefndar eyddu
menn 4,276,800,000 dollurum í herkostnað í
heiminum árið 1933, á einu ári. Þessar tölur
eru of háar til til þess að geta gripið í fljótu
bragði hvað þær þýða. Setjum svo að eg hefði
jafnmikla peninga og eyddi af þeim 10 dollur-
Við erum í félagi
Hraustleg, lítil stúlka var að sækja vatn.
Hún hafði svo oft gengið fram hjá húsdyr-
um okkar þennan morgun, að við ávörpuðum
hana af forvitni og sögðum:
“Þú átt annríkt í dag, litla stúlka.”
“Já, frú,” sagði hún og leit til mín. Andlit
hennar var freknótt og rautt af hita. Hún var
um á dag, þá yrði samt nokkuð afgangs af
þeim eftir eina miljón ára. Ef keyptur væri
fyrir þær borði, sem kostaði einn dollar mílan,
þá næði hann 172,169 sinnum kringum hnött-
inn.
Þessar 4-5 biljónir dollara eru sú upphæð,
sem allar þjóðir í heimi hafa eytt, bæði til að
halda við her sínum, og til að auka her sinn og
herbúnað. Það er samanlögð upphæð striðs-
kostnaðar allra ríkja. Það sem hvert einstakt
ríki leggur í kostnaðinn er lítilf jörlegt í sam-
anburði við aðalsummuna. Þó getur það orðið
allhátt, alt að 300,000,000 dollurum á ári.
Gunther.
1 sambandi við undanfarna grein datt mér
í hug fréttin, sem kom frá Póllandi fyrir
nokkru síðan, að lög séu þar leidd í gildi, sem
herskylda bæði menn og konur frá 17-60 ára
aldurs. Og annað lagaákvæði, sem heimtar
að allir afhendi ríkinu eigur sinar, bæöi smáar
og stórar, ef til striðs kemur og stjórnin þarf
á þeim að halda. Með öðrum orðum: menn
eiga að afhenda ríkinu líf sitt, fé og frelsi
hvenær sem stjórnin krefst þess. Það sem
getur komið fyrir í Póllandi, getur komið
fyrir í öðrum ríkjum og löndum, vér megurn
vera viss um það. Þá munu Guðs börn gleðj-
ast yfir því að hafa varið öllu fé sínu til að
líkna nauðstöddum og leiðbeina viltum, til að
efla Guðs ríki á jörðinni, meðan þeir enn höfðu
tækifæri og frjálsræði til að gjöra það. Þá
mun marga iðra þess sárt og um seinan að
þeir í eigingjörnum tilgangi söfuuðu fjársjóð-
um á jöröu, sem þeir aldrei munu geta notið.
Söfnum oss fjársjóðum á himni, þar sem
mölur og ryð geta ekki skemt, né þjófar grafist
eftir og stoliö. S. Johnson.
sveitt, en svo ánægjuleg. “Já, frú, mamma
þarf ósköp mikið vatn fyrir þvottinn.”
Þú ert góð stúlka að hjálpa mömmu.”
“Auðvitað hjálpa eg henni,” sagöi barnið,
“eg hjálpa henni alt af, hún hefir engan nema
mig. Mamma og eg erum í félagi saman.”
Litiu drengir og stúikur, eruð þið í félagi
við mömmu? Hjálpið þið henni alt sem þið
getið ? L. W.