Stjarnan - 01.01.1935, Síða 7
STJARNAN
7
Rödd föðursins
Dagurinn var þegar liðinn, sólin var aÖ
ganga undir. Allir lögöu heimleSðis til aÖ
njóta kvöldkyrðarinnar. Alt í einu var hróp-
að: “Barn niðri í brunninum; barn niðri í
brunninum-”
“Hvaða barn er það? Hvernig atvikaðist
það? Hver tók hlerann af brunninum? Hver
gat verið svo kærulaus? Þannig spurðu menn
í sífellu um leið og þeir flýttu sér yfir að
brunninum. Svo braust ungur maður fram
úr mannþrönginni og sagði: “Slysið hefir
orðið, það bætir ekkert úr að spyrja hver því
hafi valdið, það sem ríður á er að frelsa barn-
ið.”
Hann hefir rétt fyrir sér, svöruðu menn
sem einum rómi. Skjóla var látin síða niður í
brunninn, og angistarfullir horfðu menn nið-
ur í dýpið. “Vertu óhræddur, drengur minn,”
hrópaði einn. “Stígðu upp í skjóluna,” hróp-
aði annar, en drengurinn svaraði engu og lét
ekkert til sín heyra.
“Það hefir verið ákaflega þurkasamt, svo
það er litið eða ekkert vatn í brunninum,”
sagði einn í hópnum. “Já, Guði sé lof,” and-
varpaði móðir drengsins, “og síðast í gær var
eg að mögla yfir því hve lítið vatn v.ið hefð-
um.”
Næst heimtuðu menn ljósbera, en áður en
komið var með hann kom faðir drengsins, hann
hafði verið fjarlægur þegar slysið vildi til, og
þegar hann kom heim sá hann engan mann á
strætunum, allir höfðu farið yfir að brunn-
inum. Þegar honum var sagt hvað skeð var
fölnaði hann upp, en náði sér þó skjótt aítur
og sagði: “Víkið frá, lofið mér að reyna.”
Hann dró nú upp skjóluna, rannsakaði kaðal-
inn nákvæmlega og festi svo á hann nokkra
poka í stað skjólunnar, svo lét hann þetta síga
með hægð niSur til botns í brunninum. “Verið
nú alveg hljóðir,” sagði hann, leit. í kring um
sig, lagðist niður á brunnbarminn og hrópaði:
“Hans, náðu í kaðalinn og haltu þér fast í
hann.” Menn tóku strax eftir því að hreyfing
kom á kaðalinn. “Dragið þið nú sterklega, en
með hægð,” sagði hann við þá, sem kaðlinum
héldu. “Haltu þér fast, sonur,” hrópaði hann
aftur. Brunnurinn var mjög djúpur. Nokkr-
ar alvarlegar minútur liðu, svo heyrðist gleði-
óp: “Frelsaður, frelsaður.”
Rödd föðursins, sem barnið þekti svo vel
kallaði til hans. Hann bar traust til föður
síns, hlýddi honum og var frelsaður.
Vor himneski faðir hefir af náð sinni og
kærleika sent sinn eingetinn son inn í þenna
spilta heim, til að frelsa mennina, sem eru í
sífeldri hættu fyrir að falla niður í afgrunn
syndarinnar. Hefir þú ennþá ekki heyrt hans
kærleiksríku raust? Hann hrópar til þín:
“Trúðu á Drottinn Jesúm, þá verður þú hóp-
inn.” L. M.
Máttlausir vængir
Maður nokkur, sem kom heim úr langri
sjóferð, sagði frá því að þeir hefðu haft lif-
andi erni um borð í skipinu, en einn þeirra hefði
druknað. Örn að drukna, það virtist mér
næsta ótrúlegt, því ernir geta flogið yfir stór
höf. Voru vængir hans bundnir? Nei, en allir
þessir ernir höfðu fæðst og alist upp ófrjálsir,
svo þeir hofðu aldrei lært aö fljúga neitt til
muna. Einum þeirra var slept lausum á þil-
farinu. Fyrst gekk hann um gólfið og hopp-
aði svo upp á borðstokkinn, lyfti síðan vængj-
unum og sveif með hægð niður á yfirborð
vatnsins. Hann gat ekki lyft sér upp aítur
heldur lá á bylgjunum. Þá virtist fyrst sem
hann skikli að hætta væri á ferðum, hann barði
ákaflega með vængjunum, en hvernig sem
hann veifaði þeim, gat hann ekki lyft sér. Það
var hryggileg sjón aö sjá hve þessir stóru
vængir voru kraftlausir. Bylgjurnar báru
hann ofurliði.
Þannig er því oft varið í lífi manna. Guð
hefir gefið oss vængi kröíftugri heldur en
arnarins; það eru vængir bænar og trúar. Á
þeim getum vér sveiflað oss inn í þann heim
þar sem synd og dauði nær ekki framar til vor.
En alt of margir nota aldreí þessa vængi. Svo
nálgast dauðastundin, þá verða þeir fyrst varir
við hættuna, og gjöra þá tilraun til að nálgast
Guð, en vængir þeirra eru máttlausir. Þeir
þekkja ekki Guðs fyrirheit, kunna ekki að
biðja, og treysta ekki Guði. Svo gefast þeir
upp, örvænta og farast. B. S.