Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 3
STJARNAN 19 Verið viðbúnir. Síðast þegar Jesús talaði við lærisveinana um endurkomu sína, þá virtist sem honum væri sérstaklega hugarhaldið um, að sá dagur kæmi ekki að þeim óvörum. Aftur og aftur áminnir hann þá um að vaka og vera viðbúnir. Áður en hann gaf þeim áminninguna: “Vakið því.” “Fyrir því skuluð þér vera viðbúnir,” þá gaf hann þeim samlíkinguna, er lesa má í Matt. 24:36-41. “En um þann dag og stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna né sonurinn, heldur aðeins faðirinn einn. En eins og dagar Nóa voru, þannig mun verða koma manns sonarins, því að eins og menn á þeim dögum, dögunum á undan flóðinu, átu og drukku, kvæntust og giftust, alt til þess dags er Nói gekk inn í örk- ina, og vissu eigi af fyr en flóðið kom og hreif þá alla burt — þannig mun verða koma manns sonarins. Þá munu tveir vera á akri, annar er tekinn og hinn eftir skilinn. Tvær munu mala í kvörn, önnur er tekin, hin skilin eftir.” Svo kemur hin alvarlega áminning: “Vakið því þar eð þér vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur. En það vitið þér að ef húsbóndinn hefði vitað á hvaða næturvöku að þjófurinn kæmi, þá hefði hann vakað og ekki látið brjótast inn í hús sitt. Fyrir því skuluð þér vera viðbúnir, þvi að manns sonurinn kemur á þeirri stundu sem þér eigi ætlið.” Einhver mun spyrja hvað geti hindrað oss frá því að vera viðbúnir. Jesús bendir á það, er hann segir: “Hver er þá hinn trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefir sett yfir hjú sín til að gefa þeirn fæðuna á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, sem húsbóndi hans finnur breyta þannig þegar hann kemur. Sannlega segi eg yður, hann mun setja hann yfir allar eigur sín- ar. En ef sá hinn illi þjónn segir í hjarta sínu: Húsbónda mínurn dvelst — og hann tekur að berja samþjóna sína og etur og drekkur með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi sem hann væntir ekki og á þeirri stundu, sem hann veit ekki af, og höggva hann sundur, og láta hann fá hlutskifti með hræsn- urunum, þar mun vera grátur og gnístran tanna.” Matt. 24:45-51. Það verður skelfilegt að glatast og hafa hlutdeild meðal hinna ótrúu þjóna. Vér höfum séð fólk missa heimili sín, peninga sína, heilsu eða stöðu. Vér vitum hvað það hefir gengið nærri þeim. Hvílíkar vökunætur og dagar fullir kvíða og áhyggju, sem þeir hafa lifað. Vér höfurn séð dauðastrið of gagntakandi til þess því verði með orðum lýst. En ekkert í mannlegri reynslu getur verið jafn skelfilegt og það að sjá Jesúm koma en vera ekki viðbú- inn að mæta honum. Jesús benti á þetta í dæmisögunni um 10 meyjarnar, 5 sem voru hygnar og 5 sem voru fávísar. Sumar voru viðbúnar að mæta brúð- gumanum og gengu inn með honum, en sumar af þeim, sem biðu hans voru ekki viðbúnar. Enginn getur sagt að Jesús hafi ekki gjört oss aðvart og ámint oss um að vera viðbúnir. Vér hljótum að kannast við, að með áminningum, aðvörunum og dæmisögum um afdrif hinna ó- viðbúnu, og með táknum er sýna nálægð komu hans, hefir Jesús gjört alt, sem unt er að gjöra til að hjálpa oss og hvetja til að vera viðbúnir komu hans svo vér getum mætt honum meö gleði. Hin alvarlega spurning fyrir hvern af oss erþessi: “Er eg viðbúinn ?” Vér syngjum um það, vér tölum um það, vér biðjum um það. En hin áríðandi spurning til mín og þín er þessi: “Er eg viðbúinn ?” Leggið þessa spurn. ingu fyrir yður sjálf: “Er eg viðbúinn að mæta herra mínum ?” Því ef vér erum ekki við. búnir þegar hann kemur þá erum vér glataðir. Þú spyr hvað útheimtist tii að vera viðbú- inn. Eg skal benda þér á vers sem lýsir eigin- legleikum þess fólks, sem Jesús kannast við þegar hann kemur: “En þér eruð útvalin kyn- slóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eign. arlýður, til þess að þér skulið víðfrægja dáðir hans, sem. kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. Þér, sem áður voruð ekki lýður, en eruð nú orðnir “Guðs lýður”, þér, sem ekki nutuð miskunnar, en hafið nú mis- kunn hlotið.” I.-Pét. 2 :9, 10. í bréfi sínu til Efesusmanna skrifar Páll postuli um sérkenni þess safnaðar, sem Jesús kannast við. Efes. 4:1-3. “Eg, bandinginn vegna Drottins áminni yður þess vegna um að hegða yður svo sem samboðið er kölluninni, sem þér voruð kallaðir með, að sýna í hvívetna lítiilæti og hógværð og langlyndi, svo að þér umberið hver annan í kærleika.” Hve dásam- leg er slík lýsing á lífi safnaðarmanna. Svo bætir hann við: “Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það flytji náð þeim sem heyra. Og hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsigl- aðir með til. endurlausnardagsins. Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.