Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 7
23 STJARNAN Á8ur en þau gengu til hvílu féllu foreldr- arnir og litli drengurinn á kné, og lögöu þörf sína fram fyrir föðurinn á himnum, og beiddu hann aÖ senda sér hjálp á hvern hátt sem hann sæi bezt. Svo fóru þau öll áð sofa. Snemma næsta morgun þegar konan opnaði bakdyrnar, stóð fullur mjölpoki rétt fyrir utan hurðina; það' var ioo punda poki af hinu svo- nefnda “Five Roses Flour.” Það hafði snjóaÖ um nóttina svo engin för sáust og snjór var einnig á pokanum. Þótt þau hefuð beðiÖ Guð um mjöl, þá datt þeim nú í hug aÖ pokinn hefði verið skilinn þar eftir í misgripum. Mr. B— fór til verzl- unarmanna í þorpinu, til að vita hvort þeir hefðu sent mjölið, en enginn kannaðist við það. “Jæja,” sagði hann þegar hann kom heim aftur, “við skulum nota mjölið, ef við fréttum seinna hver átti það þá skulum við borga fyrir það.” Mjölið var notað og brauðið var gott á bragðið. Þau spurðu sig fyrir meðal allra nágranna sinna, til að reyna að vita hver hefði sent mjöl- iÖ. Það eru nú liðin mörg ár síðan, en ennþá hafa þau ekki fundið neinn, sem vissi hvaðan mjölið kom. En þó þau hafi ekki fundið af- greiðslumanninn þá vita þau þó að Guð sendi þeim mjölið sem svar upp á bæn þeirra.—Udv. Livingátone og Ijónið Gefstu aldrei upp. Hinn nafnkunni trúboði og uppgötvari, David 'Livingstone, mætti einu sinni manni, sem hafði liðið svo mikið hatur og ofsóknir fyrir trú sína, að hann var nú freist- aður til að gefast upp. “Gefast upp,” sagði Livingstone, “enginn, sem hefir Guð sín megin þarf nokkurn tíma að hugsa slikt.” Svo sýndi hann manninum nokk_ ur ör á handlegg sínum og sagði honum eftir- fylgjandi sögu: “Negraþorp nokkurt var ásótt af ljóni einu sem gjörði þar mikinn skaða. Eg ásetti mér að hjálpa vesalings fólkinu og tók nokkra negra með mér til að reka ljónið í burtu, svo skaut eg á það, en því miður særði skotið en drap ekki ljónið, svo það réðist á mig. Negrarnir flýðu. Frá mannlegu sjónarmiði var úti um mig, ekk- ert framundan nema kvalafullur dauði. Rétt í þessu hreyfði einn negrinn sig eins og hann ætlaði að skjóta á ljónið, svo það hljóp á eftir honum og öðrum, sem varði sig með spjóti, af þessari áreynslu varð ljónið svo máttíaust af blóðmmissi, að það féll til jarðar og dó, en eg var frelsaður. Eg veit að maður getur legið rétt undir ljónskjaftinum án þess að þurfa að farast. Guð getur frelsað mann jafnvel undir þeim kringumstæðum.” Einhversstaðar er talað um óvin, sem geng- ur í kring eins og grenjandi ljón, leitandi þeirra er hann geti gleypt. Elf þú ætlar að mæta honum í þínum eigin krafti, þá getur þú ekki staðist, þrátt fyrir þinn bezta vilja. En Jesús hefir bæði vilja og mátt til að frelsa þig frá valdi satans og syndarinnar, og fylla með fögnuði og friði hjarta þitt, sem nú stynur undir byrði syndanna. Jesús getur frelsað þig frá hinum þyngstu freistingum, frá hinum voldugustu óvinum. Spurningin er aðeins hvort þú vilt leyfa honum að frelsa þig. Hann vill hjálpa þér og gefa þér fögnuð og frelsi Guðs barna, svo þú getir sigrað í öllum erfið- leikum og stríði lífsins. E. S. Prédikun barnsins Lítil stúlka 6 ára gömui var dáin og for- eldarnir sátu grátandi hjá líki hennar. Stein- smiður nokkur kom inn til þeirra og bað um að mega sjá andlit litlu stúlkunnar. Foreldr- arnir hikuðu við, en hann bað svo innilega að þau leyfðu honum það. Tárin runnu niður kinnar hans er hann horfði á barnið og hann sagði við foreldrana: “Yður furðar að eg skulj gráta, en Guð hefir snortið hjarta mitt gegn um áhrif þessa blessaða barns. Einn dag þegar eg kom niður háan stiga, þar sem hún stóð rétt hjá spurði hún mig hvort eg væri ekki hræddur við að fara svona hátt upp. En hún svaraði strax sjálf og sagði: “Nú veit eg af hverju þú ert ekki hræddur, þú hefir beðið til Guðs að varðveita þig áður en þú fórst upp.” Eg hafði ekki gjört það, en síðan hefi eg aldrei vanrækt að byrja daginn með bæn til Guðs.” “Gleðjið yður ávalt í Drotni og enn aftur segi eg, gleðjið yður.” Hin æðsta liamingja lífsins liggur í því að gjöra aðra hamingjusama. Tækifærið til að öðlast þessa hamingju liggur opið fýrir öllum eins vel fátækum eins og rík- um. Reynið og sjáið hvort ekki er svo.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.