Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 5
STJARNAN 21 Vér hugsum með skelfingu til mannætanna, sem halda sér veizlu á holdi fanganna áður en það er orðið kalt, en er það nokkuð hryllilegra heldur en su eymd og eyðilegging, sem orsak- ast af tortrygni, ómildum dómum og illu umtali, sem svertir mannorð og sviftir menn trausti annara. Ef einhver hefir gjört oss á móti, þá segir Guðs orð oss hvað vér eigum að gjöra: “Brjóti bróðir þinn nokkuð á móti þér, þá vanda fyrst um við hann heimulega.” Oft breytist alveg skilningur vor á málinu eftir að. vér höfum gjört þetta. “Ef vér höfum á nokkurn hátt gjört öðrum ilt eða unnið þeim skaða, þá eigum vér að bæta úr því aftur. Ef vér höfum óafvitandi borið falskan vitnisburð, ef vér höfum ranghermt annara orð, eða á einhvern hátt spilt fyrir á- hrifum þeirra, þá eigum vér að fara til þeirra, sem vér höfum talað við um náungann, og við_ urkenna fyrir honum ranglæti vort og mis- sagnir. D. T. Newbold. Vélaátjórinn Það var trúarvakning í þorpinu. Meðal þeirra, sem gengu í söfnuðinn var Allie For- sythe, 12 ára gamall drengur. Móðir hans var ekkja og hafði fyrir fjórum árum síðan flutt sig frá heimili þeirra í Vermont, og sezt að í þessu þorpi í Wisconsin. Um kvöldið eftir að Allie gekk í söfnuðinn sat hann hjá móður sinni í rökkrinu og hún spurði hann: “Allie, segðu mér hvað það var sem leiddi þig til að snúa þér alvarlega til Guðs? Var það kenslan sem þú fékst á heim- ilinu, eða hvíldardagsskóla lexíurnar, eða ræð- ur prestsins, eða var það fyrir áhrifin af þess- um vakninga samkomum? Drengurinn leit á móður sína og svaraði: “Mamma, það var ekkert af þessu. En manstu þegar við komum frá St. Albans til að búa hér, þá bað eg um að mega vera hjá véla- stjóranum þar sem hann var að vinna. Þú þorðir ekki að íeyfa mér það fyr en vagn- stjórinn sagði þér að hann væri ágætismaður, og eg væri eins óhultur þar eins og í setustof- unni hjá þér. Svo leyfðir þú mér að vera i véíarúrminu, og eg var þar þangað til vagn- stjórinn sótti mig. Rétt eftir að lestin fór af stað frá fyrstu stöðinni. eftir að eg kom inn í vélarrúmið, þá féll vélastjórinn á kné. rétt snöggvast og stóð svo upp aftur og setti vélina í hreyfingu. Eg lagði fyrir hann margar spurningar viðvíkjandi vélunum ög plássinu, sem við keyrðum í gegnum, og hann var ósköp þolinmóður að svara spurningum mínum. Bráðum staðnæmdumst við á næstu járnbraut- arstöð, og hann féll á kné augnablik áður en hann fór á stað aftur. Hann gjörði þetta í hvert skifti svo eg fór að reyna að gæta að hvað hann væri að gjöra. Uoksins, eftir að við höfðum farið langan veg ásetti eg mér að spyrja hann um það. Hann leit alvarlega á mig og sagði: “Drengur minn, biður þú nokkurn tíma til Guðs ?” “Já, herra minn, eg bið kvöld og morgna,” svaraði eg. “Jæja, litli vinur minn, þegar eg fell á kné bið eg til Guðs. Eg hefi haft ábyrgðarmikla stöðu í rnörg ár, það eru líklega um 200 manns með lestinni núna, sem mér er trúað fyrir. Eítil óaðgæsla eða vanræksla frá minni hendi, eða eftirtektarleysi þegar merki eru gefin, gæti svift margt af þessu fólki lífinu, svo á hverri járnbrautarstöð þá fell eg á kné og bið Guð að hjálpa mér og varðveita frá öllum háska til næstu stöðva, líf þeirra, sem hann hefir trúað mér fyrir. Öll þessi ár sem eg hefi haft þessa stöðu hefir hann hjálpað mér, svo ekki einn einasti af öllum þeim þúsundum sem með lest- inni hafa farið hefir orðið fyrir skaða. Slys hefir aldrei komið fyrir hjá mér.” “Mamma, eg hefi aldrei fyrri minst á hvað hann gjörði og sagði við mig, en nærri því á hverjum einasta degi hefi eg hugsað um hann og ásett mér að eg vildi líka vera sannkrist- inn maður.” I f jögur ár hafði líferni þessa trúaða manns staðið barninu fyrir hugskotssjónum, og að endingu orðið til þess að leiða hann til Krists. D. Gray. Vinir mínir, talið Guðs orð. Lesið Guðs orð, seljið, lánið og gefið guðsorðabækur og blöð. Guð vakir yfir orði sínu, og sá tími kernur að það mun bera ávöxt, langt fram yfir það, sem vér höfum vogað að gjöra oss vonir um.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.