Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN MARZ 1936 LUNDAR, MAN. Vakið, verið viðbúnir Mikilvægasta spurningin, sem vér getum lagt fyrir sjálfa oss er þessi: “Er eg viðbúinn endurkomu frelsarans? Hefi eg olíu á lampa mínum? Er eg í þeim f-lokki, sem Jesús fyrir_ myndar með vitru meyjunum?” Enginn getur svarað þessari spurningu nema vér sjálfir. Vér viturn, eða að minsta kosti ættum að vita, hvort vér erum viðbúnir, eða ekki. Ef vér erum óviðbúnir, J>á er ekkert i heiminum eins nauðsynlegt eins og það að búá sig undir komu hans. í þessum heimi finst varla dýpri og inni- legri gleði heldur en sú að mæta ástfólgnum, jarðneskum vin. Hve eftirvæntingarfullir vér bíðum komu hans. Vér þráum lcomu hans, alt annað sýnist minna um vert, vort eina umhugs- unarefni er koma hans, sem vér elskum. Alt er undirbúið til ð taka á móti honum. Vér klæðum oss í beztu fötin og bíðum með fögn- uði hinnar þráðu stundar. Jóhannes postuli virðist hafa haft þetta í huga er hann skrifaði: “Þér elskuðu, nú erum vér Guðs börn, og það er ennþá ekki orðið bert hvað vér munum verða. Vér vitum að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, þvi að vér munum sjá hann eins og hann er. Og hver sem hefir þessa von til hans hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn.” I. Jóh. 3:2,3. Postulinn virðist -hafa skilið fögnuð þann, sem Guðs börn munu njóta, er þau sjá Drott- inn sinn koma í skýjum hirnins. Endurkoma Krists var veruleiki, sem hinn elskaði lærisveinn þráði og hlakkaði til. í Opinberunarbókinni segir hann: “Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeir, sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Op. 1 :ý. Síðast i Opinberunarbókinni segir Jesús: “Sjá eg kem skjótt,” og postulinn tekur þá undir og segir: “Amen, kom þú Drottinn Jesú.” Þetta er bæn og þrá allra sannra Guðs barna, sem eru þreytt af syndinni og afleiðingum hennar en langar eftir nálægð frelsara síns. Jesús lofar að koma aftur. Síðustu dagana sem Jesús var hér á jörðunni, þá talaði hann oft um burtför sína og endur- komu. Það er ekkert hik eða efi á því sem hann segir um endurkomu sína. Hann talar um hana svo ákveðið og fullvissandi, að vér getum öruggir reitt oss á að hann mun vissu- lega koma aftur. “Manns sonurinn mun koma í dýrð föðursins með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.” Matt. 16:17. “Þá mun tákn manns sonarins sjást á himninum, og þá munu allar kynkvíslir jarðarinnar kveina, og þær munu sjá manns soninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.” Matt. 24:30. “Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo rnundi eg þá hafa sagt yður að eg færi buri að búa yður stað. Og þegar eg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er. Jóh. 14:13. Þegar Jesús var upphafinn frá jörðu og lærisveinarnir horfðu á eftir honum þá stóðu hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum, er sögðu við þá: “Galíleumenn, hví standið þér og horf_ ið til himins? Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá yður til hirnins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.” Post. 1 :ii. Allir rithöfundar Nýja Testamentisins trúðu á endurkomu Krists. Pétur postuli skrif. aði um hana: “Til þess að trúarstaðfesta yðar, langt um dýrmætari en forgengilegt gull, sem þá stenzt eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.” I. Pét. 1 :"j. “En dagur Drottins mun koma

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.