Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 6
22 STJARNAN Guð elskar þig “GuÖ elskar þig. Hann langar til að þú komir til hans og játir synclir þínar og fáir þær fyrirgefnar. Hann þráir að geta gefiÖ þér sinn heilaga, himneska frið og gleði. Hann óskar að þú kjósir að lifa í samfélagi við hann dag eftir dag, svo þú getir notið hinnar æðstu sælu lífsins. Hann vill að þú gefir honum hjarta þitt, til þess hann megi hafa þá gleði að uppfylla bænir þínar bæði í tímanlegum og andlegum efnum. Hann langar svo innilega til að þú veljir þér það hlutskifti að halda öll hans boðorð svo þú megir hafa aðgang að lífsins tré og innganga um borgarhliðin inn í borgina. (Opinb. 22:14). Og sitja með Jesú á hans hásæti. Frelsari vor óskar eftir að bera byrð- ar þínar með þér, ala önn fyrir þér, hugga þig í sorginni, og veita þér jafnvel hér í lífi óút- málanlegá dýrðlega gleði og örugga fullvissu um hluttöku í arfleifð heilagra í ljósinu. Hvað segir þú við þessu? Er þér ekki á- hugamál að öðlast alt þetta? Er mögulegt mér heyrist rétt að þú segist vera of gamall til þess ? Ertu of gamall til að þiggja fyrirgefningu synda þinna? Ertu of gamall til þess að vilja lifa í samfélagi við Guð og öðlast hans heilaga, himneska frið ? Ertu of gamall til að gefa Guði hjarta þitt, svo hann megi hafa þá ánægju að uppfylla bænir þínar? Ertu of gamall til að halda Guðs boðorð svo þú megir fá aðgang að lífsins tré og ríkja með Jesú um eilífar aldir? Ertu of gamall til þess að vilja þiggja huggun í sorginni og fullvissu um hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu? Ertu of gamall til að vilja þiggja frelsun frá eilífri glötun? Enginn maður með réttu ráði mundi með berum orðum segja, að hann vildi ekki þiggja alla þá náð og blessun, sem oss er fram boðin í Jesú Kristi bæði fyrir tíma og eilífð. En þegar menn, sem hafa lifað í yfirtroðslu Guðs boð- orða, segjast vera of gamlir til að skifta um og fara að halda Guðs boðorð, til dæmis Guðs heilaga hvíldardag, þá hafna þeir starfi Krists sér til frelsunar, því hann kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum, og syndin er lagabrot. (I. Jóh. 3 14). Hann kom til að gefa oss kraft, fyrir truna á hann, til að lifa nýju lífi í sam- félagi við hann sjálfan í fullkominni hlýðni við Guðs boðorð. En vér verðum að vilja. Vilja gefa Guði hjörtu vor, vilja feta í Jesú fótspor í hlýðni við föðurinn, vilja í öllum greinum láta leiðast af Guðs orði og anda. En ef vér ekki viljum þetta þá höfnum vér frelsunar áformi Guðs oss til handa hvort sem vér segjum það með berum orðum eða ekki. Tíminn er stuttur. Endir allra hluta er ná- lægur. Gætið yðar því í Guðs nafni og leitið Drottins meðan hann er að finna. Ákallið hann meðan þér ennþá heyrið rödd Guðs anda tala til hjartna yðar, svo þér ekki síðar þurfið að heyra Konunginn segja til yðar: “Aldrei þekti eg yður, farið frá mér, þér sem fremjið lögmálsbrot,” heldur að hann megi ávarpa yður með þessum gleðiríku orðum: “Komið, ást- vinir föður míns, og eignist ríkið.” Hver sendi mjölið? Prédikari, sem eg var vel kunnugur sagði mér sögu nýlega, sem eg ætla að segja ykkur frá, því eg veit það er sönn saga. Vorið 1918 flutti maður að nafni B— með konu sinni og ungum syni frá Bandaríkjunum til Canacla. Hann hafi áður verið skólakennari en fann sig nú knúðan til að fara út og prédika fagnaðarerindið. Fjölskylda þessi settist að i Eeader, Sas- katchewan, þau voru öllum ókunnug, það sak- aði nú ekki, en hitt var verra að þau voru svo bláfátæk að þessir fáu dalir sem þau höfðu voru rétt strax farnir. Eitt kvöld, þegar Mrs. B— ætlaði að baka brauð, sá hún að ekki var nóg mjöl til í brauðið, svo hún bað mann sinn fara í búðina og kaupa mél, en hann hafði enga peninga. “Hvað eig- um við þá að gjöra?” spurði konan. “Við meg- um til að fá brauð.” “Drottinn hefir aldrei brugðist okkur. Hann hefir ætíð hjálpað okkur og hann mun einnig gjöra það nú,” svaraði maður hennar öruggur. Af því þau voru öllum ókunnug vildu þau ekki fara og lána mjöl hjá nágrönnunum, og þau fyrirurðu sig að segja nokkrum frá því að þau væru peningalaus; þau ásettu sér því að leggja þörf sína fram fyrir Guð og biðja hann um mjöl.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.