Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 4
20 STJARNAN vera f jarlægt ycSur og alla mannvonsku yfirleitt, en verið góÖviljaÖir hver við annan, miskunn- samir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og líka Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður.” Efes. 4:29-32. Minnist þess að það verður enginn tími til að undirbúa sig þegar brúðguminn kemur, vér sjáum það skýrt af dæmisögunni um hinar io meyjar. Ef vér viljum vera viðbúin að mæta jesú þegar hann kemur aftur, þá verðum vér að undirbúa oss áður en náðartíminn er á enda. Eftir að dyrum náðarinnar er lokað, verður of seint að játa syndir sínar. Vér vitum ekki nær náðartíminn endar, en vér vitum að ennþá er náðin til reiðu hverju iðrandi Guðs barni. Guði sé loí að von vor og kraftur er í hon- um en ekki í sjálfum oss. Guð megnar að frelsa syndarann frá árásum óvinarins og að varðveita oss frá hrösun. Það er Jesús en ekki vér sjálf- ir, sem vér getum reitt oss á. Hann hefir þegar unnið sigurinn fyrir oss. Það er hans líf og dauði, sem veitir oss réttlætingu og helgun. Þetta er gjöf, sem vér verðum að taka á móti með trúnni. Þú skalt eigi Síðastliðið sumar var eg viðstaddur réttar- hald í Canada. Það var hæsti réttur þess fylk- is. Hinn háttvirti aldraði dómari sat í einkenn- isbúningi sínuin á dómstólnum. Hinn áklagaði var ungur maður, sakaður að að hafa tekið tvö bréf á pósthúsinu, sem áttu að fara til nágranna hans, tekið úr þeim tvær ávísanir, skrifað nafn nágrannans undir þær og þannig fengið pen- ingana í sínar hendur. Verjandinn lagði alls konar spurningar fyr- ir vitnin, og reyndi að koma þvi svo fyrir að grunurinn legðist á nágranna hans en ekki á hinn kærða. Dómarinn sat þarna með aftur augun og það leit helzt út fyrir að hann, sem var orðinn heldur heyrnarsljór, hefði enga hug. mynd um hvaða áhrif tal lögmannsins hafði á kviðdómendurna. Alt í einu hallar dómarinn sér áfram og slær í borðið svo að undir tekur. Honum er alvara. Gremja og reiði skín út úr öllum andlitsdrátt- um hans, og málrómur hans er voðalega strang- ur, er hann segir. “Herra lögmaður, í 20 mínútur hefir þú verið að gjöra athugasemdir ætlaðar til þess að sverta ungan mann, sem ekki er hér viðstadd- Enginn nema Jesús getur gefið oss eilíft líf. Enginn getur hindrað oss frá að öðlast það nema vér sjáífir. Hver einstakur verður sjálf. ur að kjósa og ákveða hvort hann vill vera meðal hinna frelsuðu, eða meðal hinna, sem táknmyndaðir eru með fávísu meyjunum. Jesús býður oss að koma til sín nú, til að verða þvegnir og hreinsaðir af allri synd, og öðlast frelsi hans. Endirinn mun koma skyndilega, og yfir svo marga, svo fjölda marga alveg óvörum. Þeim sem vaka, biðja og bíða og eru viðbúnir gefur Jesús líf og ódauðleika þegar hann kemur. Sumir munu, þegar þeir sjá Jesúm koma, fyll- ast óútmálanlegri og dýrðlegri gleði, aðrir munu fyllast óumræðilegum ótta og skelfingu þegar hann birtist. í hverjum flokknum ætlar þú að vera? Ef syndir þínar hryggja þig og skelfa, þá ræð eg þér að koma til hans, sem dó til þess að þvo oss af vorum syndum með sínu blóði. “Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” I. H. Bvans. Ijúgvitni bera ur. Þú reynir að koma sökinni á hann. Þú hefir framið glæp. Þú hefir leitast við að setja blett á mannorð einstaklings, sem hefir ekkert tækifæri til að heyra hvað þú segir, né verja sig fyrir áburði þínum. Þú hefir varp- að skugga á mannorð hans. Eg læt þig vita að slikt ranglæti skal ekki viðgangast hér. Eg ætla að senda eftir þessum unga manni og heimta af þér ð þú endurtakir í návist hans það sem þú hefir um hann talað, og gefa honum svo tækifæri til að tala fyrir sig.” Tvisvar reyndi lögmaðurinn að afsaka sig, en hið auðmjúka ávarp hans: “Yðar tign,” komst ekki lengra, því dómarinn gaf honum ekki .tækifæri. Mér dettur nú í hug hinn mikli dómari alls holds og hans réttláta reiði, er hann situr á hásæti sínu og heyrir baktal og óhróðurssögur um náungann af vörum þeirra, sem kalla sig þjóna hans. Hugsið yður áhrif slíkra orða, þau vekja óvináttu og tortrygni og blekkja mannorð annara, og sá, sem verður fyrir slíku raglæti hefir ekkert tækifæri til að vita um slíkar árásir eða verja sig fyrir þeim.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.