Stjarnan - 01.10.1936, Page 4
84
STJARNAN
hann hrópaði: “Ó, Guð, frelsaðu mig.” Svo
fór hann að syngja eina sálminn sem hann hafði
lært í skólanum, því hann vonaði það mundi
fæla villidýrin í burtu.
Barnabas, kristinn bókasölumaður, var á
ferð í gegnum skóginn og heyrði háværan
söng:
“Je'sús elskar, elskar mig,
og annast dag hvern lífs Um stig.
Ef eg fylgi honum hér,
himnaríki hann gefur mér.”
Barnabas gekk á hljóðið, fann Puja og
leysti hann, en Puja sagði honum kringum-
stæður sínar.
“Sonur, þú mátt ekki fara inn í þorpið
aftur. Eg veit hvað gjört yrði við þig þar. Þú
kemur með mér, eg skal kötna þér inn á heimili
fyrir munaðarlausa drengi.”
Puja var sannfærður um að Guð hefði sent
þjón isínn til að frelsa líf hans, og var þakk-
látur fyrir að mega fara með honum. Biblíu-
salinn gladdist yfir því að Guð hafði vísað
honum leið. Þessi góði Irnaður fór sjálfur með
drenginn til barnaheimilisins, þar sem honum
var vel fagnað sem trúum stríðsmanni Jesú
Krists. Hann langaði mest af öllu til að fá að
hringja, til að kalla fólkið saman til guðs-
þjónustu í fallega hvíta salnum.
“Ó, kennari,” sagði hann einu sinni, “lofaðu
mér að Ihringja. Mig langar til að hringja fyrir
hinn sanna Guð. Eg skal gæta þess vel að
hringja á réttum tíma.” Honum til mikillar
gleði var honum brátt veitt þetta starf.
Amelía O. Scott.
Hvenœr krafturinn veitist
Hann var sjálfboðaliði í trúboðsstarfinu.
Hann var aðeins 16 ára að aldri, en honum var
það fullljóst að Guð kallaði hann til að flytja
fagnaðarerindið. Hann langaði til að gjöra
skyldu sína, en fann sig ekki færan um það.
Unga fólkið sem var á samkomunni með hon-
um setti sér hátt takmark. Það sem talað var,
var vel hugsað og skipulega framsett, og bæn-
irnar voru einlægar og alvarlegar. Hann hélt
sig ekki geta talað' eins vel.
Hann ásetti sér að taka fyrst þátt í bæn.
Hann vildi ekki taka saman bænina fyrirfram,
en hann reyndi samt sem áður að undirbúa
hjarta sitt, því hann vonaði Guð mundi gefa
sér orðin, ef hugur hans og hjarta voru reiðu-
búin að taka á rnóti því.
Hann var áhyggjufullur út af því hve ó-
styrkur hann var. “Eyrst eg hefi beðið um
kraft og hugrekki þá ætti eg að vera búinn að
fá það,” hugsaði hann með sér, “en eg er veik-
ur eins og strá.”
Stundin nálgaðist, hann fann sig engu fær-
ari. Hann var jafnvel ennþá óstyrkari. “Eg
get það ekki, og þó hefi eg beðið Guð um kraft
til að gjöra skyldu mína, og efna loforð mitt.
PIví hefir Guð ekki svarað bæn minni?”
Svo datt honum alt í einu í hug: “Hvernig
get eg vitað áður en eg reyni það, hvort Guð
hefir gefið mér kraft eða ekki? Eg finn það
út með því að reyna.”
Nú var stundin kolmin. Hann stóð upp og
það var eins og einhverjar leynidyr hefðu opn-
ast í isálu hans og bænin streymdi út. Það var
aðeins stutt bæn, einföld og blátt áfram, en
allir fundu að hún var einlæg og alvarleg.
Þannig lærði þessi unglingur, sem nú er á-
hrifamikiíl starfsmaður í víngarði Drottins,
hina þýðingarmestu lexíu lífsins, það er að
kraftur Guðs er veittur þegar trúin sýnir sig í
verkinu. “Trúin er dauð án verkanna.”
E. Lloyd.
HANN HEFIR LYKLANA
Faðirinn, sem var niðurbeygður af sorg, af-
henti grafreits verðinum lykilinn að líkkistu
litlu dóttur sinnar. Presturinn, sem sá vonleys-
is og hrygðarsvipinn á andliti föðursins sagði:
“Heldur þú að lykillinn að kistu dóttur þinnar
sé í höndum grafreitsvarðarins ? Eykillinn að
leiði dóttur þinnar hangir við belti Guðs sonar,
og einhvern morguninn kemur hann og notar
lykilinn. Hann sagði: “Sjá, eg hefi lykla
dauðans og undirheima.” Nú lýsti yfir andliti
föðursins. 1 gegnum tárin sá hann dýrð upp-
risunnar.
P. E.