Stjarnan - 01.10.1936, Page 8
88
STJARNAN
Hugrekki og staðfesta
KomiS meÖ mér til Ivurg. Fyrir ári siSan
skírðum vér hina fyrstu meðlimi þar. Nokkrir
þeirra voru af Bramana stétt. Einn ungur
maður sótti samkomur vorar og varð hrifinn
af boðskapnum. Hann sá að kristindómurinn
hafði nokkuð að bjóða sem Bramatrúin hafði
ekki. Eftir að hafa lesið kristindóminn urn
tíma bað hann umi skírn.
“Veistu :hvað slík ákvörðun muni kosta
þig?” spurði eg. “Hefir þú reiknað kostnað-
inn?” Hann var giftur maður. “Hvað segir
konan þín um þetta?”
“Flún fer frá mér til rnóður sinnar,” svar-
aði hann.
“Þá verður hún ekkja, þvi þegar þú verður
skírður þá verður þú talinn dauður maður,”
sagði eg við hann.
“Eg veit það,” svaraði hann. “Eg er fús
til að missa alt Krists vegna. Hann yfirgaf alt
fyrir mig.” Þessi maður var einn af fyrstu
meðlimum vorum í því bygðarlagi.
Fyrir skömmu kom háskólanemandi í borg
einni til mín og bað um skírn. Eg svaraði hon_
um: “Þú verður að bíða um tím:a og læra
fagnaðarerindið.”
Hann fór á skólann daginn eftir og hafði
þá þvegið af sér Hindúa merkið. Þegar hann
kom inn á skólavöllinn horfðu skólabræður
hans á hann og sögðu: “Þú gjörir gys að trú
vorri.” Þeir gripu hann og settu Hindúa merk-
ið á enni hans. Seinna þvoði hann það af sér
og gekk inn í skólann. Kennarinn sagði við
hann: “Heyrðu, ungi maður, þetta er Hindúa
skóli og þú ert Hindúi.” Og aftur settu þeir
merkið á enni hans. Um nónbilið korn hann
til mín þvoði af sér merkið og sagði: “Bróðir
Rawson, hvað á eg að gjöra?” “Ungi maður,”
svaraði eg, “þetta er reynsla þín, þú verður að
fylgja Jesú eins og hann vill þú fylgir sér.”
Hann fór :aftur á skólann án þess að hafa
merkið á enni sér. Um kvöldið þegar hann
kom heim og faðir hans sá að hann hafði ekki
Hindúamierkið á enni sér sagði hann: “Þú
verður að fara burt af mínu heimili.” Móðir
hans sagði: “Láttu mig aldrei sjá þig aftur.”
Bræður hans og systur vildu heldur ekki kann-
ast við hann. Svo var hann rekinn burt úr
þorpinu. Hann kom +il mín og sagði: “Prest-
ur minn, hvað á eg að gjöra? Eg á hvorki
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgeferidur: The Canadian Union Con-
ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
föður né móður, bræður né systur. Eg á ekk-
ert heimili og enga peninga. Þlvað á eg nú að
gjöra?”
Eg hughreysti hann sem best eg gat, og
hann reyndist trúr og staðfastur. Hann hafði
lagt alt í sölurnar. Fyrir ári síðan var hann
skírður. Þegar faðir hans sá einlægni hans, al-
vöru og staðfestu í því að fylgja Jesú, þá sner-
ist hann líka til kristinnar trúar. Eg skírði
föður hans rétt áður en eg fór frá Indlandi.
Biðjið fyrir starfinu á Indlandi.
Smávegis
Mikið af gasi hefir fundist undir höfninni
við Sydney í Ástralíu.
Það lítur svo út sem Canada-búum þyki góð
sætindi, því verksmiðjur landsins framleiða 100
miljón pund á ári af þeirri vöru. Það er svo
sem svarar 10 pund á mann.
Ætlað er að um 28 miljón unglingar innan
21 árs að aldri fari á leikhúsin á hverri viku
í Bandaríkjunum.
Um leið og Hitler opnaði hina árlegu sýn-
ingu á bílumi fyrir nokkru síðan, auglýsti hann
að nú hefðu efnafræðingarnir loksins fundið
upp þá efnasamsetningu með hverri þeir gætu
búið til bæði gúmmí og gasólín.
Árlegar rentur að skuldum canadisku þjóð_
arinnar eru 350 miljónir dollara; þetta er erfitt
að skilja, hugsið yður þetta þannig: Hvert
einasta skifti, sem þú dregur andann, verður
þjóðin að borga 11 dollara.
Mig langar, 'Guð, að ganga á vegum þín,
svo gæfan mætti signa sporin mín,
og þreyttur síðast falla’ í faðminn þinn,
nær feigðargestur leikur mér um kinn.
T. 0. A.