Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 7
STJARNAN þegar eg gjöri hið sa-ma, þá sýni eg hrósverða staðfestu. Þegar bróðir minn missir stjórn á geði sínu, þá er hann vondur og reiður, en þeg, ar skap mitt fær yfirráðin, þá er það aðeins ó- styrkur í taugunum. Þegar bróður mínum geðjast ekki að því sem eg gjöri, þá er hann hleypidómafullur, en ef mér geðjast ekki að hans aðferð, þá sýni eg aðeins góða dómgreind. Já, það er eðlilegt fyrir mig að sjá flísina, en gæta ekki bjálkans. En hvað er hægt að gjöra til að leiðrétta þetta? Jesús sagði: “Drag fyrst bjálkann út úr auga þínu.” Þótt það sé náttúrlegt fyrir oss að sjá smáar yfirsjónir annara, en gefa engan gaum að vorum eigin, þótt stærri séu, þá getur kraftur Guðs breytt eðli voru, svo vér verðum hluttakandi í guðlegu Hugrekki Þegar eg heimsótti nýlega stofnaðan söfnuð í Lithuaníu heyrði eg um atburð, sem ætti að geta hjálpað þeim, sem eru of huglausir til að vitna um endurkomu boðskapinn, þó þeir þekki hann og trúi honum, Meðlimir þessa safnaðar komu út frá katólsku kirkjunni. Meðal þeirra 17, sem nýlega voru skírðir þar, var ung kona, sem hafði dásamlega reynslu. Þessi unga kona, aðeins 18 ára gömu'l, hefir verið gift í tvö ár og á 5 mánaða gamalt barn. Maður hennar fór að heiman til að leita sér atvinnu. Síðastliðinn vetur hafði hún sótt sam- komur þær, sem séra Brisgal hélt í Panevezys, þar sem hún átti heima. Maður hennar og foreldrar voru því mótfallin, að hún færi á samkomurnar, en hún fór á hverja einustu, sem haldin var. Þegar hinir fyrstu 6 meðlimir voru skírðir eftir miðnætti í maímánuði, þá var þessi kona ein af þeim. Hún bjóst við að mæta verri meðferð en nokkru sinni fyr, þegar hún kæmi heim aftur snemma um morguninn. Hún hafði innilega beðið Guð að gefa sér kraft og hug- rekki, til að fylgja því, sem hún vissi að var rétt, og að snúa ástvinum hennar til Guðs. Bænir hennar voru uppfyltar fyrir mann henn- ar og foreldra. Þegar hún mætti föður sínum snemma um morgúninn varð hún bæði glöð og hissa. í stað þess að berja -hana og ávíta, þá sagði hann ró- lega: “Þú veist eg reyki ákaflega mikið, en þegar eg fann það út að þú ætlaðir alveg ákveð- ið að verða skírð, þá ásetti eg mér að gefa Guði hjarta mitt líka. Til þess að fullvissa þig 05 eðli og forðumst heimsins girndaspillingu, þá verður bjálkinn burt tekinn úr augum vorum en kærleiki Guðs kemur í staðinn. Þá munum vér sjá vorn eiginn veikleika og flýja til Guðs til að fá hjálp. Þegar kærleiki Guðs fyllir hjörtu vor, þá munum vér ekki líta á yfirsjónir annara eins og vér gjörðum áður, því “kærleikurinn hylur fjölda synda.” Hin guðlega náttúra mun breyta skoðun vorri. Þegar bjálkinn er farinn, en kærleikurinn upplýsir augu vor, þá munum vér sjá hlutina i sínu rétta ljósi. Þá munum vér geta orðið bróður vorum til hjálpar í veikleika hans. En meðan vér höfum bjálka í voru eigin auga er ómögulegt að hjálpa öðrum. N. P. Neilsen. og trúfeáti um að mér er alvara, þá ætla eg nú að kasta í burtu pípunni minni.” Svo kastaði hann frá sér pípunni og hefir ekki snert tóbak síðan. Þegar næsta samkoma var haldin kom bæði faðir hennar og móðir með henni til að heyra Guðs orð. Tveimur mánuðum seinna voru þau bæði skírð. Maður ungu konunnar skrifaði henni fyrir nokkrum dögum síðan, og sagði-st vera að koma heim og hann óskaði eftir að verða skírður. Nú er þessi unga kona úti að selja bækur vorar og blöð. Hún vinnur fyrir sér og barn- inu með því. Daginn, sem eg mætti henni hafði hún verið úti að selja rit vor, og lögregluþjónn einn hafði handtekið hana fyrir það. Þegar hún kom á lögreglustöðina, og yfirmaður lög- reglunnar sá hana sagði hann: “Haltu bara á- fram að selja þessi ágætu blöð og bækur. Mað- urinn, sem tók þig fasta vissi ekki að þú hafðir fullkominn rétt til að selja rit Aðventista. “Eg þekki Aðventista, þeir vinna gott og göfugt starf. Þetta gladdi og hughreysti þessa trú- föstu systur í starfi hennar fyrir meistarann. H. L. Rndy. Stærsta skepna sem til hefir verið í heim- inum er ekki af þeim, sem lifað hafa áður en sögur voru skráðar, hverra beinagrindur finn- ast stöku sinnum, heldur er það bláhvalurinn. Sá stærsti, sem mældur hefir verið, var 87 fet á lengd. Hinn eini, sem vigtaður var vóg 63 tonn, eða 126,000 pund.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.