Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 8
96 STJÁRNAN Smávegis Kína hef ir 80,000 mílur af góÖum steinlögÖ. um þjóðvegum. Síðan lokið var við að leggja 750 mílna járnbrautina frá Hankow til Canton, þá er hægt að ferðast alla leið frá Hong Kong eða Canton í Kína til París á Frakklandi með járnbraut. Eftir heztu skýrslum, sem fengist hafa dóu 140,771 úr krabbameini í heiminum árið sem leið, en aðeins 75,000 manns úr tæringu. ítalir segja að Etíópía hafi framleitt 75,000 dollara virði af gulli á mánuði síðan stríðinU linti. Eftir janúar 1937, verður ekkert kenslu- gjald heimtað fyrir nemendur í barnaskólum og miðskólum í Mexico. Þessi lagafyrirmæli gjöra stórkostlega breytingu á fræðslumálum landsins. í meir en hálfa öld hefir þorpið Sherrapunji á Khasi hæðunum í Assam fengið orð fyrir að hafa meira regnfall heldur en nokkurt annað pláss í heimi. Regnfallið þar á veðurstöðinni hefir verið 428 þumlungar á ári. 1089 manns druknaði í Canada árið sem leið samkvæmt skýrslum félagsins til hindrunar slysum. f 10 undanfarin ár hefir talist svo til að einn maður druknaði á degi hverjum i Ontario. Nebraska, Ohio, Florida og Wisconsin eru hin einustu ríki í Bandaríkjunum sem eru skuld. laus. Lög þessara ríkja hafa forðað þeim frá ógæfu, sem skuldirnar hafa í för með sér. Nebraska á 21 miljón dollara í ríkissjóði. Eg legg umslag til Stjörnunnar innan í blað. ið til þín, kæri vinur. Ef þú hefir ekki þegar borgað blaðið fyrir yfirstandandi ár, þá gjörðu svo vel að senda mér dollar innan í umslaginu við fyrstu hentugleika. Með því léttir þú mér svo mikið erfiði og áhyggjur. Minstu þess að það er talsvert léttara fyrir hvern einstakling að útvega einn dollar, heldur en fyrir mig að leggja fram 1 til 200 dollara, sem eg alls ekki hefi til. Hjartans þakklæti fyrir samvizkusemi og góð skil. STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgeferidur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Draumur skósmiðsins Fátækur skósmiður sagði oft bæði við sjálfan sig og aðra, að ef hann aðeins væri rík- ur, þá skyldi hann sýna hve mikið gott hann gæti gjört. Svo dreymdi hann eina nótt að hann sá stóran hlaða af skínandi nýjum silfurpening- um. Og rödd ein sagði við hann: “Nú hefir þú tækifærið. Nú ert þú orðinn ríkur, sýndu nú gjafmildi þína.” Hann stóð upp og gekk að silfurhlaðanum í þeim tilgangi að nota þá til velgjörðasemi. En hlaðinn var svo fallegur að hann gat ekki feng- ið af sér að gjöra skarð í 'hann. Svo gekk hann alt í kring um hlaðann, en fann hvergi pláss, sem hann gæti tekið pening úr honum án þess að skemma útlit hans, svo hann ásetti sér að snerta hann ekki. Svo vaknaði hann og hafði þá dálítið betri þekkingu á sjálfum sér, heldur en hann hafði haft áður en hann sofnaði. B. S. Þeir, sem kunnugir eru málinu, segja að flestir glæpir, sem framdir hafa verið síðast- liðin tíu ár, hafi verið framdir af unglingum innan 21 árs aldurs. Þetta er sorglegra en svo að með orðum verði lýst. En getur nokkur furðað sig á þessu, þegar maður athugar að hið eina, sem lesið er, að heita má, á mörgum heimilum eru dagblöðin, með allskonar glæpa- sögum, og svo er rætt um slík mál í áheyrn barnanna. Unglingar og börn fá leyfi til að fara á íeikhús og horfa á leiki, sem spilla hug- arfari og siðferði þeirra. Svo leika þau glæpa. menn sín á milli, og sjá ekkert rangt við það. “En það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera.” Hið sorglegasta er, að vanræksla og kæruleysi vor fullorðna fólksins, verða til þess að leiða afvega blessuð saklausu, óreyndu börnin og unglingana. Það verður þungur reikningsskapur að mæta frammi fyrir dómara alls holds, biðjum hann auðmjúklega að fyrir- gefa oss, og gjörum svo alt sem i voru valdi stendur að leiða þá ungu til frelsarans. 5. /. N. Johnson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.