Stjarnan - 01.01.1940, Side 2
2
S TJARNAN
Frelsarann, um kærleika hans og um mátt hans
til að frelsa frá synd, og ummynda líf þeirra,
er koma til hans í trú. MeÖ tárin í augunum
rétti Huxley út hendina og sag'Si: “Ó, eg
vildi feginn gefa þessa hönd til þess að geta
trúað þessu.” Hin dýrmætustu tækifæri koma
vissulega á unglingsárunuim, og hin mikilvæg-
ustu einkaréttindi, sem nokkrum manni geta
hlotnast eru að eignast þá Jesúm aÖ vin, því
aÖ enginn er ungur nema einu sinni.
Hvernig verður þetta vináttusamband
stofnað? Hvernig getur ungur kristinn mað-
ur gert Jesúm sér að persónulegum vini? Fyr-
ir mörgum árum síðan var gamall þýzkur
háskólakennari, sam lifði svo guðrækilegu lífi,
að nemendur hans dáðust að því. Nokkrir
þeirra ásettu sér að komast fyrir leyndardóm-
inn við það, og einn þeirra faldi sig í lestrar-
herberginu, þar sem gamli háskólakennarinn
hélt venjulega til á kvöldin. Það var orðið
framorðið, þegar hann kom þangað inn. Hann
var mjög þreyttur, en hann settist niður og
las í Biblíunni eina klukkustund. Síðan
beygði hann höfuðið í hljóðri 'bæn, og að
endingu sagði hann um leið og hann lét bók-
ina aftur: “Já, kæri Drottinn Jesús. Það
verður þá eins og um hefir verið talað okkar
á milli.” — Einmitt á sama hátt getur sér-
hver kristinn imaður komið á fund Jesú í
einrúmi, og þar fengið að þekkja hann eins
og hann er — sem hinn bezta vin sem til er.
í bænahúsi einu er brjóstlikneski af
Kristi, og fyrir framan það er skemill, sem
áhorfandinn getur kropið að og virt hana
fyrir sér. Þegar staðið er fyrir framan
myndina, virðist hún ekki vera mjög tögur.
Menn verða að krjúpa á kné til að sjá fegurð
og yndisleik ásjónunnar. Þannig getum vér
ekki heldur séð hina andlegu fegurð Krists,
rneðan vér stöndum fullir ánægju með sjálfa
oss. En þegar vér vöknuimi til iðrunar, og vér
auðmýkjum oss fyrir Guði, sjáum vér yndis-
leik hjá Kristi, sem vér höfurn ekki áður séð.
Vér ættum oft að virða bann fyrir oss kné-
fallandi, með Biblíuna opna fyrir framan oss.
Að fá þekkingu á honum eru hin æðstu
gæði, sem nokkur maður getur öðlast í þessu
lífi, og hverjum kristnum imanni' ber, hvað sem
það kostar, að leitast við að láta alt vera “eins
og um hefir verið talað” milli hans og Krists.
Það að Jesús verður oss lifandi raunveruleiki,
er ávöxtur einrúms bænar og alvarlegrar
biblíurannsóknar. Hann mun birtast oss sem
sá, er hann er í raun og veru, þegar vér
íhugum grandgæfilega frásagnir Biblíunnar tlm
líf hans, um orð hans og verk. Og hann held-
ur áfram að vera lifandi persónulegur veru-
leiki í meðvitund þess manns, er stöðugt íhug-
ar persónu hans og líf. J. R. Mott segir:
“Kristur verður þeiim: manni veruleiki, sem
stöðugt temur sér að minnast nærveru hans.
Með því að umgangast menn og konur, sem
hafa fengið glöggan skilning á nærveru Krists,
verður hún ennþá raunverulegri fyrir oss. Vér
eigum að umgangast ekki einungis núlifandi
sannkristna menn, sem þekkja hann af per-
sóulegri reynslu, heldur einnig þá, sem á fyrri
öldum hafa lifað í innilegu samfélagi við
hann.” Hann segir oss einnig, að þegar trú
hans dofnar, eða Kristur standi honum fjarri,
þurfi hann e’kki annað en verja dálitluiro tima
til að lesa æfisögur þeirra, sem hafa haft
innilegt samfélag við Frelsarann.
Ennfremur mun Heilagur andi hjálpa
■hverjum ungum kristnum manni til að þekkja
Jesúm sem persónulegan vin. David Hill,
kristniboði í Kína, sagði einu sinni: “Eg
hefi nú upp á síðkastið leitað Guðs innilega
í bæn um frelsun sálna, og það hefir fært mig
mikið nær honuiro.” Því meir sem vér leitumst
við að hjálpa öðrum til að þekkja hann, því
meir munum vér sjálfir nálgast hann. Því
meir sem vér leggjum í sölurnar hans vegna,
þess betur munum vér þekkja hann, og því
meira munum vér elska hann.
Ef svo fer, að Jesús verður þér aftur sam
ókunnugur, eftir að þú eitt sinn hefir gerst
vinur hans, þá mundu eftir því, að það er þér
að kenna. Því það er satt, sem stendur í
ritstjórnargrein í “Sunday School Times”
(málgagni sunnudagaskólanna) : “Það er
aldrei annað en synd vor, sem sljófgar með-
vitundina um persónulega nálægð og fyllingu
Krists.” Það getur vel verið, að vér þekkjum
ekki þá synd, sem sviftir oss gleðinni i honum.
Verið getur að við þrætum fyrir og berum
á móti því að sökin sé okkar, og reynum að
fá sjálf okkur til að trúa því, að svo sé ekki,
heldur að hann hafi af ástæðulausu fj.arlægst
okkur. En þetta bætir ekki úr. Aðeins
ef vér helgum oss Kristi á ný með trú og
trausti, afneitum sjálfum oss og girndum vor-
um, og gefum oss algerlega undir vilja hans,
getur hann fylt oss aftur með gleði sinni og
friði, svo að vér getum að nýju þekf har.n
eins og hann er, og notið til fulls gleðinnar
í honum. Rafmagnið getur ekki hitað lciðslu-
þjáðinn fyr en hann er skilinn frá ö’.lu öðru,