Stjarnan - 01.01.1940, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.01.1940, Qupperneq 4
4 STJARNAN Einu sinni var hún á samkomu, sem þessi maÖur hélt, sem vér nú vorum hjá, og hann talaÖi til þeirra um Jesúm, þetta minti hana á litlu bókina, svo hún tók hana upp úr koffort- inu og lánaÖi þessum manni hana. Honum geÖjaðist svo vel að bókinni, aÖ hann mælti með henni til vina sinna. Hann áleit hún væri alveg ómissandi til eflingar og þroska þeirra andlega lífs. Þannig er því varið að hann hefir pantað yfir 250 eintök af henni fyrir sig og aðra og auk, þess nærri því hundrað af stærri bókum. Einn af bræðrum vorum starfar i Lyon, nú er hann einnig farinn að prédika i Vichy og Roanne og hefir mikla aðsókn. Vér treyst- um fyrir Guðs náð að sjá mikinn árangur af starfinu í þessum bæjum. R. H. Heiðursverð álaða Fyrir nnörgum árurn síðan kom ung vinnu- stúlka reglubundið til kirkjunnar í Norður- Lundúnum. Með henni voru þrjár litlar stúlkur, sem höfðu mist móður sína rétt um það leyti sem unga stúlkan sneri sér alvarlega til Guðs, og nú var það hlutverk hennar að annast litlu stúlkurnar. Vinnustúlka þessi viar lítil vexti og ómann- blendin, en hún var staðföst og lifandi trúuð, vér gáturn ekki annað en veitt henni eftirtekt. Eg held enginn af þekn, sem þá voru í söfn- uðinum hafi nokkurn tíma getað gleymt Mary Chew og litlu stúlkunum; sem komu með henni stöðugt á hverjum hvíldardegi ár eftir ár, þangað til litlu stúlkurnar voru orðnar stórar. Rétt nýlega var eg aftur staddur í kirkj- unni í norður Lundúnum. Mary Chew var dáin fyrir fleiri árum síðan. Tvær af systr- unum höfðu gifst kristniboðum og starfað með mönnum sínum í Afríku. Önnur þeirra starfar þar ennþá. En elzta systirin er skóla- stjóri á almennum barnaskóla í Lundúnum. Auk þess er hún mjög starfsöm; í safnaðar- málum. Hún er sannarlega starfsmaður Guðs rikis. Hve dásamlegur ávöxtur af starfi Miss Chew, hugsaði eg. Hún var aðeins þjónustu- stúlka, en hún var áreiðanieg og trúföst í starfi sínu fyrir Guð og menn. Hún glataði engri af þeim þremur er hún átti að annast. Kenslukonan, elzta systirin, Miss Morgan sagði við mig: “Það var ekki fyrir það, sem Mary sagði okkur, þvi hún var mjög fátöluð, heldur fyrir það að hún leiddi okkur með sér, að við tók- um á móti fagnaðarerindinu.” Það er sannarlega heiðursverð staða er hinir trúuðu hafa er þeir vinna fyrir aðra og með heilögu líferni vitna um kraft sannleik- ans til að endurnýja hjarta mannsins. Siagan hefir langan lista af þjónum, sem með framkomu sinni báru vitni um sannleik- ann síðan á Biiblíutímunum, þegar unga stúlk- an, sem var hertekin til Sýrlands kotm; því til leiðar að Naman var sendur til Elísa spámanns til að fá lækning við holdsveikinni. (2. Kon. 5. kap.). Eftir tíma Nýja Testamentisins kvörtuðu heiðingjar um að kristindómurinn útbreiddist til rómverskra heimila gegnuim á- hrif vinnufólksins sem, var kristið. Það væri of löng saga að segja frá þvi hér, hvernig menn og konur í heiminuimi hafa orðið fyrir áhrifum gegnum trúmensku og guðrækni trúsystkina vorra, sem unnið hafa hjá þeim. í hvaða stöðu sem vér erum, getum vér lifað guðrækilegu lífi í viðkynningu vorri og viðskiftum við aðra, og þá höfum vér heið- -urssverða stöðu. W. A. Spicer. Til að halda friði Mrs, Tom'kins hafði lent í bílslysi og imeitt sig á öklanum meðan maður hennar var í burtu heiman að. Myndarleg ung kona hafði verið fengin til að líta eftir Tomkins börnun- um fjórum þar til móðir þeirra kæmist á fætur. Kona þessi var í ætt við Tómkins og var kenslukona. Einn dag kom móðir Mrs. Tomikins að heimsækja hana, og var hún mjög forviða er hún fann dóttur sína grátandi, því hún hafði mjög litlar þjáningar. “Það er ekki öklinn, sem þjáir mig svo rnjög,” sagði Mrs. Tomkins, “það eru börnin.” “Börnin, hversvegna, Elenor, þau eru vel frísk, og eg hefi aldrei séð þau vera þægri eða hegða sér betur.” “Það er nú einmitt þetta, mamma, Rut

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.