Stjarnan - 01.01.1940, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.01.1940, Qupperneq 3
STJARNAN svo að raftmagniö eitt hafi áhrif á hann. Og ekki getur heldur ljós Krists ljómað út frá °ss fyr en vér leyfum honum að skilja oss öllu öðru, svo að vér séum algerlega á valdi hans sem leiðslutæki til að leiða út til annara kærleika hans og kraft. Þegar ljósið sloknar á rafmagnslampanum, þá veist þú, að emhversstaðar er eitthvað í ólagi, annað hvort snertir þráðurinn eitthvað annað eða sam- ðandið er ófullkomið. Það þarf ef til vill nakvæma rannsókn til að finna hvað að er, en þú veizt að það er eitthvað. Þannig er því og varið með oss, þegar samfélagið við Guð fyrir Krist rofnar. Vér verðum að hafa samband við hann, annars getur hann ekki gert það sem hann vill gera fyrir oss. Ekkert, alls ekkert annað en syndir vorar geta skilið oss frá vorum himneska vini. Hann yfirgefur aldrei þá, sem halda sér fast við hann. Páll skrifar: “Eg er þess fullviss, að hvorki dauði, né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né, kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna 3 muni geta gert oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, Drotni vorum.” Lítil stúlka kallaði föður sinn til sín þegar hún lá fyrir dauðanum. Iiún lagði hendurnar uai hálsinn á honum og spurði: “Pábbi, hvað á eg að segja Jesú um það, hvers vegna þú elskar hann ekki?” Faðirinn viknaði mjög, og eftir augnabliks þögn svaraði hann; “Ást- kæra barnið mitt! Segðu honum að eg elski hann.” Elskar þú hann? Getur þú sagt í dag: “Jesús og eg erum vinir?” Jesús vill feginn að þú sért vinur hans. Hann reynir ekki að forðast þig; nei, nei. Hann segir ekki aðeins: “Þann sem til mín kemur, mun eg ekki frá mér reka,” heldur leitast hann við að ávinna 'hvern þann, sem ekki er ennþá vinur hans. Hann stendur þolimóður við hjartadyr hvers óafturhorfins manns, og knýr á, beiðist inngöngu og segir: “Með eilífum kærleika héfi eg elskað þig.” Hvað getur þú tilfært sem ástæðu fyrir því að þú elskar hann ekki ? Úr öllum áttum Þeir munu koma að austan og vestan. ^orðan og sunnan og sitja til borðs í Guðs ríki. Gíeðifréttir berast að úr öllum áttum urn framgang fagnaðarerindisins, og hvernig ein- lægar sálir leita Guðs og finna í honum frið °g hvíld fyrír sálir sínar. Mr. O. Meyer segir svo frá: “Fyrir nokkrum áruim síðan fékk franska prentsmiðjan að Melun bréf frá fólki, sem a heima í héraðinu Vichy á Frakklandi. Þetta fólk pantaði fleiri eintök af “Vegurinn til Krists” á frönsku, og bað um lista yfir bækur sem vér gefum út. Svo> kom önnur pöntun, °g iitlu seinna sú þriðja. Mig langaði til að kynnast þeim sem höfðu sent eftir bókunum og skrifaði þeim að eg mundi verða staddur þar á tilte'knum tíma. Eg hafði aðeins fáa klukkutíma um eftirmiðdaginn þegar eg kom þangað. En óðar en eg var kominn inn til Þessarar fjölskyldu var mér sagt að eg biátt áfram yrði að vera þar um kvöldið, því þegar fólkið vissi hvaða dag eg kæmi, þá hafði það boðið fjölda vina til sín, þeim semi pantað höfðu bækurnar. Eg hafði ásett mér að fara annað, en slpeti því vegna þess mér fanst skylda mín að mæta þessu fólki sem hafði verið kallað saman. Mér til mestu undrunar komu nálægt 80 rnanns þangað um kvöldið, og eg var beðinn að tala til þeirra svo lengi sem eg gæti. Eg gjörði það með ánægju, ætlaði mér aðeins nægan tíma til að ná í lestina, svö samkoman stóð yfir í tvo klukkutíma. Það virtist sem eng- inn af tilheyrendunum væri orðinn þreyttur. Að lokinni samkomunni voru um 12 manns sem urðu eftir til að tala við mig. Þá var (m:ér sagt að járnbrautarlest færi til París um miðnæturleytið, og eg kæmist heim klukkan sjö um morguninn ef eg tæki hana, og á þann hátt gæti eg verið einum klukkutíma lengur hjá þeim. Eg fylgdi þeirri uppástungu og við höfðum blessunarríka stund saman. Þegar húsbóndinn kynti mig, af því hann vissi ekkert um titil eða stöðu, þá sagði hann fólkinu að eg væri “forseti heilagar ritning- ar.” Meðal þeirra, sem viðstaddir voru var kona ein, sem sagði mér hvernig áhuginn fyrir Guðsorði hefði váknað. Þegar hún var í Lyon fyrir 18 árum síðan þá keypti hún bók, sem hét “Vers Jesus.” Það er frönsk þýðing á Vegurinn til Krists. Hún hafði lesið bók- ina og líkað hún nokkuð vel, en svo lét hún hana ofan í koffort og þar lá hún lengi.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.