Stjarnan - 01.01.1940, Blaðsíða 6
6
STJARNAN
á fáum augnablikum var það komiÖ hátt í loft
upp, svo skógurinn sýndist eins og grænt
teppi og hin stóru fljót eins og hvítur þráður
sem rann í gegn.
Eftir 4 klukkustundir lentum vér í
Masisea. Þar varÖ eg að skifta um loftfar
og taka land'bát yfir fjöllin. Lendingarstöðin
hér var imiög lítil. Rétt fyrir neðan hana var
leiruga fljótið Uoayali, og manni varð fyrir
að hugsa hvað mundi vilja til ef loftbátnum
mishepnaðist að hefja sig í loft upp.
Hér bættist annar farþegi, það var nafn-
kunnur dómari. Eoftbáturinn viar kyr meðan
flugstjórinn kom vélinni af stað. En svo
var honum slept þegar merki var gefið. Vér
flugum af stað með þeim voða hraða, en
næsta augnablik féll báturinn ofan í skóginn
og brotniaði. Gasólínið rann ofan á okkur,
því gasílátið í vængnum uppi yfir okkur hafði
skömist. Eftir það sem okkur fanst langur
tími stöðvaðist vélin; hún hafði brotnað. Við
farþegarnir höfðum báðir meitt okkur tals-
vert á hægri hendinni, og dálítið á andlitinu,
en til allrar hamingju viar flugstjórinn alveg
ómeiddur. Vér vorum svo þakklátir fyrir að
hafa verið varðveittir frá að farast í elds-
bruna, sem svo oft fylgir flugvélaslysum. Allir
álitu kraftaverk hvernig vér komumist af.
Dómarinn sagði við mig seinna: “Eg get
aldrei gleymt að þú frelsaðir líf imiitt í flug-
vélaslysinu, af því eg var með þér, Guðs
manni.” Þessi maður hefir síðan reynst góð-
ur vinur trúboðsstarfsins, og hefir nú fengið
mikinn áhuga fyrir sannleikanum.
Flugvéiastjorinn okkar, allra viðfeldnasti
maður, fór af stað í annari flugvél, og sagði
mér að annar flugbátur, sem tæki farþega
kæmi eftir nokkra daga. Dómarinn fór af
stað með bát fáum döguim seinna. Eg varð
að bíða í þrjár vikur, en hafði nóg að starfa
að hjálpa sjúklingum þar umhverfis. Eg
hélt samkomur á heimili hjóna, sem höfðu
fengið áhuga fyrir sannleikanum. Margir
sóttu þessar samkomur, og þeir beiddu að
vér sendum prédikara til að staðnæmast þar.
Einn dag er eg talaði við landstjórann imint-
ist eg á hvernig ferð mín hefði verið hindruð,
en hann svaraði: “Dvöl þín hér hef ir ekki
verið til ónýtis, því það er fólk hér lifandi nú,
sem væri dáið ef þú hefðir ekki verið hér.
Loks kom loftbáturinn, og sami flugstjór-
inn var á honum sem mætti slysi því, sem áður
er getið. Áður en við fórum af stað var eg
festur við sæfið í opnum bátnum. IVförg á"
hyggjufull andlit horfðu upp til vor, því f jöldi
fólks hafði safnast saman til að sjá þegar við
færum af stað. Vér hófuimst í loft upp án
nokkurra erfiðleika og flugum nú með hraða
til fjallanna. Þegar við risum til að fara yfir
fjöílin, komum við inn í dirnm ský og feng-
um storm. Flugvélin hreyfðist óreglulega á-
fram með rikkjum og kippuimi. Stundum leit
svo út sem vindurinn mundi kasta oss aftur
á bak. Eg sá hve flugstjórinn var alvarlegur
í útliti,. en hann gjörði sitt bezta til að halda
flugbátnum í horfinu. Alt í einu nofaði milli
skýjanna, svo það birti upp, og flugbáturinn
flaug í gegn, og hvílík dýrðarsjón það var
sem bar fyrir augu vor. Vér flugum gegnum
alla liti regnbogans, sem mynduðust þegar
sólin skein á þokuna umhverfis okkur. Þetta
var rétt eins og forsimekkur himnaríkis eftir
það sem undan var komið. Með augum trú-
arinnar var sem eg sæi englana halda uppi
vængjum flugvélarinnar. Regnbogalitirnir
mintu mig á loforð Guðs og eg lyfti hjarta
mínu í iofgjörð og þakklæti til hans.
í starfi voru til eflingar Guðs ríki, mun-
um vér, eins og Páll postuli mæta alskonar
hættu, því Satan, “höfðinginn, sem í loftinu
drotnar,” eða “drekinn” eins og hann er
nefndur í Ritninguni, “reiddist við konuna og
fóru burt að herja á þá af afkomenduimi henn-
ar, sem varðveita boðorð Guðs og hafa Jesú
vitnisburð.”
“Áfram,” er skipunin til Guðs barna.
“Margar eru raunir réttláts manns, en Drott-
inn frelsar hann úr þeim öllum.” Sálm. 34:19.
F. A. Stahl.
LAUNIÐ ILT MEÐ GÓÐU
Enskur hermaður segir frá hvernig hann
snerist til Krists. Vér vorum á Egyptalandi.
Nofckrir hermenn frá Malta höfðu verið send-
ir til okkar, þar á meðal einn, sem eg sá lesa
í Biblíunni sinni um kvöldið og svo falla á kné
í bæn. Eg varð svo reiður að eg smeygði af
mér leirugum stígvélunum, kastaði þeim í
höfuð piltsins, gekk svo út og inn í mitt her-
bergi. Næsta morgun stóðu stígvélin miín
fyrir utan dyr imánar og voru nú hrein og
gljáandi. Þetta stóðst eg ékki. Eg fyrir-
varð mig, og svo byrjaði nýtt líf.
Vér minnumst hans, sem gekk um kring
og gjörði gott og ætíð launaði ilt með góðu.
Pæmi hans er þess vert að fylgja því.