Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 3
S TJA RNAN 67 geta brugðist. En koma Krists er örugg fullvissa. Hann bregst ekki þeim, sem treysta honum. “Sjá, eg kem skjótt, og hefi með mér endurgjaldið handa sér- hverjum, eftir því sem hans verk verða.” Hugsjónamenn, sem Nú á seinni tímum hefir mikið verið ritað um talsímamyndir. Menn hafa svo árum skiftir unnið að þeirri uppgötvun, en eftir því sem einn rithöfundur skýrir frá þá er framleiðsla talsímamynda sérstaklaga að þakka hugsjónum og óþreytandi starfi bóndasonar eins, sem heitir Philo J. Farns- worth. Faðir hans bjó á landi í Idaho. Phil sýndi snemma sérstaka vélfræðis hæfileika. Þegar hann var 12 ára þá var hann vél- fræðingur föður síns. Landið sem hann bjó á var 50 mílur frá járnbraut, en heim- ilið hafði ljós frá heimatilbúinni rafmagns- vél. Heyinu var lyft upp í hlöðuna með vélakrafti, og ýmislegt fleira var gjört með vélum. Eitt af því, sem Phil lék sér að í æsku var að búa til lítinn járnbrautarvagn, flug- vél og bifreið, alt sett saman eftir réttu hlutfalli. Til að fulnægja mentalöngun sinni keypti hann rafmagnsfræðibók í 10 bindum, sem hann fékk að borga smátt og smátt. Hann varð að fara ríðandi 4 mílur á háskólann. Hann var fljótur að læra sérstaklega alt sem laut að efnafræði. Faðir hans var fátækur, svo Phil varð sjálfur að vinna sér inn peningana til að kaupa fyrstu karlmannafötin handa sér, jakka og síðar buxur. Þá peninga fékk hann sem verðlaun fyrir að finna upp rafmagnslás, sem þjófar ekki gætu opnað. Útgefendur tímarits eins, sem fjallaði um rafmagnsfræði bauð upp á þessi verðlaun og hann vann þau. Phil var hindraður við háskólanám sitt vegna þess að foreldrar hans fluttu til Utah, en þá tók hann upp framhaldsnám, og nokkru seinna komst hann inn á Brig- ham Youngs University. “Þar reyndi hann öll verkfæri, sem hann náði í, og þegar hann var 18 ára að aldri, hafði hann þegar fundið hug- myndina, sem liggur til grundvallar fyrir Op. 22:12. Þá verður engin undirokun framar, ekkert ranglæti, enginn skortur eða fátækt, hvorki sorg né vein né mæða. “Kom Drottinn Jesús.” Op. 22:20. G. D. keptu að takmarkinu framleiðslu talsimamynda, eins og þær koma fram enn í dag.” Nú misti hann föður sinn og af því fjölskyldan var fátæk þá varð Phil að fá sér vinnu. Hann fékk pláss hjá manni, sem hét George Everson og bjó í Salt Lake borginni. Hann varð hrifinn af hugmynd- um Phils viðvíkjandi talsímamyndum. Hann bæði styrkti Phil með fé til tilrauna sinna og tók hann lika til San Francisco. Þar hafði Phil tækifæri til að mæta tveim- ur vísindamönnum. Hann lýsti hugmynd sinni fyrir þeim, sýndi þeim uppdrætti og myndir, og eftir fjögra klulckutíma skýr- ingar sagði annar þeirra: “Það er stór- kostlegt hugmyndaafl og skýr skilningur sem þessi drengur hefir.” Hinn sagði: “Hugmyndir hans eru ekki einungis vís- indalega réttar, heldur er það líka undra- vert hve frumlegar þær eru og álcaflega margbrotnar.” Samkvæmt uppástungu þessara vísindamanna sótti Phil um einka. leyfi fyrir uppfyndingu sinni og fékk það. Um þetta tímabil (1926) voru fleiri sem gjörðu tilraunir með talsímamyndir, þeir notuðu skifur, sem snerust með hraða til að framleiða myndirnar, en Phil sagði, að fullnægjandi mynd fengist ekki nema með rafmagnsneistum, sem hreyfðust með hraða Ijóssins. Nú varð Phil að smíða tilraunamynd af þessari uppfyndingu sinni, en til að geta það, varð hann sjálfur að smíða öll verkfæri, sem til þess þurfti. í sambandi við þetta varð hann að læra rafefnafræði, málmhreinsun, hann varð að læra að taka myndir og blása gler. Rafmagnspipan, sem framleiddi hina fyrstu talsímamynd, var búin til með hans eigin höndum; þá var hann aðeins tvítugur. Með hjálp George Eversons féklc hann menn til að leggja fé í fyrirtækið, og nú hélt hann áfrarn með tilraunir sínar í San Francisco, og eftir 1930 í Philadelphia.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.