Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 8
72 STJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Con- ference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Anda, og hún mun oss veitt verða. Jesús sá Natanael koma til sín og sagði um hann: “Sjá, þessi er sannur ísraelíti, sem engin svik búa í.” Natanael spurði: “Hvaðan þekkir þú mig?” Jesús svaraði: “Áður en Filippus kallaði á þig, sá eg þig. þar sem þú varst undir ifíkjutrénu.” Jóh. 1:47,48. Jesús sér oss líka þegar vér í einrúmi biðjum og áköllum Guð, svo vér inegum fá skilning á orði hans. Englar frá ljósanna heimi umkringja þá, sem í auðmýkt hjartans biðja um leiðbeiningu Heilags anda. Guðs andi vitnar um Jesúm og veg- samar hann. Það er starf hans að aug- lýsa Jesúm, hið fullkomna réttlæti hans, og hina undraverðu frelsun sem vér öðl- umst fyrir hann. Jesús sagði: “Af minu mun hann taka og kunngjöra yður.” Jóh. 10:14. Heilagur Andi er hinn eini fullkomni kennari sannleikans. ó, hversu mikils Guð hefir metið mannkynið, að hann skyldi gefa son sinn til að deyja fyrir það, og senda sinn Heilaga Anda til að vera stöðugt kennari og leiðtogi mannsins. E. G. White. Kannaát þú við Kriát fyrir rnönnum “Hver sem kannast við mig fyrir mönnum, við hann mun eg einnig kannast fyrir minum föður á himnum. En hver sem afneitar mér fyrir mönnum honum mun eg afneita fyrir mínum föður á himn- um.” Matt. 10:32,33. Hvernig er það; viðurkennum vér Krist í voru daglega lífi, í 'orðum vorum og verk- um, klæðnaði vorum og látbragði? Er skart vort innifólgið 'i hjartans innvortis ásig- komulagi, í óforgengilegu skarti hógværs og kyrláts hugarfars sem dýrmætt er fyrir Guðs augliti. Vinnum vér að því að flýta fyrir flutningi fagnaðarerindisins út um allan heim, og þá um leið flýta fyrir komu frelsara vors? Er ákveðinn mismunur milli vor og heimsins barna, eða reynum vér að fylgja siðum og venjum þessarar sjíiltu kynslóðar? Erum vér eins ólíkir heimsins börnum eins og vér ættum að vera? Ef vér erum kristnir þá munum vér fylgja Kristi, jafnvel þá brautin liggi í aðra átt, heldur en náttúrlegar tilhneigingar vorar benda á. Vér megum ekki láta stjórnast af því, þó aðrir segi að vér getum gjört þetta eða hitt. Vér verðum að fylgja vorri eigin samvizku og eftirdæmi Krists. Hvaða rétt höfum vér til að kalla oss kristna ef vér afneitum Kristi með voru daglega lífi og framferði. “Sá, sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir hann er mín ekki verður. Hver sem hygst að forða lífi sínu mun því týna, en hver sem týnir því fyrir mína skuld mun fá því borgið.” Vér verðum daglega að afneita sjálfum oss, taka upp krossinn og feta i Jesú fótspor. ó, að vér mættum öðlast gjöf Heilags anda í svo ríkum mæli, að hann hefði fullkomna stjórn á lífi voru, þá inundum vér dag frá degi betur og betur líkjast Jesú. Þá yrði vor fyrsta hugsun í öllum hlutum, hvort það, sem um væri að tala gæti orðið Guði lil dýrðar. Höfum Jesúm ávalt fyrir augum og i huga. Nálgumst Guð í auðmýkt hjartans. Viðurkennum Jesúm ba>ði í orðum og verkum og ailri framkomu vorri. Þegar Guð talar þá gefum gaum að orðum hans, þau eru einmitt það sem vér þörfnumst. Nú er tíminn til að undirbúa sig undir það sem koma mun yfir heiininn, lil að geta staðist reynsluna og inngengið til hins eilífa lifsins. E. S. “Sá, sem gleður aðra eykur sina eigin hamingju og sá, sem léttir annara byrði gleymir sinni eigin.” “Það er betra að slitna af erfiði, lieldur en ryðga sundur af aðgjörðaleysi.” Af þeim 50,000,000 stjörnum, sem eru í vetrarbrautinni springa 30 vit í loftið á ári hverju eftir því sem stjörnufræðingur- inn Dr. Edwin Hubble segir frá.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.