Stjarnan - 01.08.1941, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.08.1941, Qupperneq 6
70 S TJ A RN A N gefin út lög um það, að hwr maður eða kona yfir 16 ára að aldri, sem væri við- staddur guðsþjónustu, er ekki væri í sam- ræmi við reglur ríkiskirkjunnar, skyldi settur í fangelsi, í þrjá mánuði fyrir fyrsta brot, sex mánuði fyrir annað brot. Ef hann braut í þriðja sinn var hann útlægur gjörður. Fangelsin voru full af fólki. Á Skotlandi hélt fólkið guðsþjónustur sínar á fjöllum uppi, oft að nóttunni, það var því kallað fjallafólk. Konungi gramd- ist mjög við það, því það gaf engan gaum að trúarbrögðum hans, en hélt áfram guðs- þjónustum sínum, þó það vissi að lif sitt væri i hættu. Konungur ásetti sér að neyða þetta fólk til að taka upp siði ríkis- kirkjunnar, en þetta einfalda, einlæga fólk sá lítinn mun á milli Ensku kirkjunnar og KatóLskunnar, og vildu því ekkert hafa með hana að gjöra. f Gamla Grayfriars kirkjugarðinum i Edinborg var saminn sáttmáli, sem sam- þyktur var af skozku þjóðinni. Margai' ungar stúlkur skrifuðu nöfn sín undir lof- orð um að hlusta einungis á Guðs orð eins og það var prédikað af þeirra eigin prest- um. Þær stóðu líka við orð sín og marg- ar létu líf sitt í ofsólcnum þeim, sem eftir fylgdu. Ef til vill voru Skotar stundum harðir í horn að taka, og eitthvað mætti finnast útásetningarvert hjá þeim, en vér getum ekki annað en dáðst að staðfestu þeirra, hugrekki og guðrækni. Það var hamingjusamur hópur af fólki, sem safnaðist saman til að vera við gift- ingu Johns Brown og hinnar fögru brúður hans. Þetta var alt sáttmálafólk, og þar sem þeir höfðu ekki leyfi til að eiga kirkju, þá hefir hjónavígislan eflaust farið fram milli fjallanna. Fólkið hafði oft áður safnast þar saman til guðsþjónustu í fullu trausti til Guðs, og það efaðist ekki um að blessun Guðs mundi hvíla yfir brúðhjón- unum. Verðir voru settir hér og þar, því menn gátu aldrei verið óhultir fyrir árás- um hins blóðþyrsta Claverhouse og her- manna hans. Allir voru glaðir, því hinn elskaði formaður þeirra, Alexander Peden var með þeim og hann átti að gifta brúð- hjónin. Þeim var leyft að vera í friði og blessun Guðs hvíldi yfir þeim. Hin síð- ustu orð prestsins til brúðhjónanna voru ógleymanleg. “ísabella, þú hefir eignast góðan mann, virtu hann mikils. Hafðu líkklæði altaf við hendina, því þegar minst varir verður 'hann hrifinn burtu frá þcr.’’ Sem betur fór vissu þau ekki þá að þau mundu fá ástæðu til að minnast þessara orða áður en mörg ár liðu. Það var árið 1685 að Clavenhouse og hermenn hans voru að ferðast um fjöllin til að leita uppi þá sem fylgúu sáttmál- i anum. John Brown frá þorpinu Priestly i Ayrshire var grunaður. Menn -höfðu veitt því eftirtekt að hann sótti ekki kirkju þar sem ríkiskirkjuprestarnir prédikuðu, og hann hafði kallað saman börnin í þorpinu á sunnudagskvöldin til að kenna þeini Guðs orð. Mienn voru líka hræddir um að hann hefði hýst utanþjóðkirkjupresta, sem ferðuðust um landið. Alt þetta var nóg sök á hendur honum. Einu sinni var John Brown að vinna fyrir utan húsið sitt, meðan kona hans var að undirbúa máltíð. Nú varð honum litið upp og sá hann þá sendiboða kon- ungs og fleiri riddara í samfylgd með hon- um koma þangað ríðandi. Hann bjóst við það mundi vera hinn illræmdi Claverhouse. Hinn guðrækni maður lyfti hjarta sinu í bæn til Guðs, og samstundis voru her- mennirnir komnir til hans. “Lestu bænir þinar,” skipaði Claver- house, “því þú átt að deyja undireins.” Brown lét ekki segja sér það tvisvar, hann féll á kné í bæn. Þrisvar greip Claverhouse fram í fyrir honum og sagði: “Eg gaf þér tíma til að biðja, en þú ert farinn að prédika.” Konan heyrði manna- mál svo hún kom út með ungbarnið í fang- inu og litla stúlku við hlið sér. “Kveð þú konu þína og börn,” skipaði Claverhouse. Jolhn sneri sér nú að konu sinni og sagði: “Nú er sá dagur kominn j sem eg mintist á við þig þegar eg fyrst bað þig að giftast mér.” “Vissulega, John, og málefnisins vegina er eg reiðubúin að taka þvi sem að hönd- um ber,” svaraði hún. Hann kvaddi hjartanlega konu sína og börnin. Nú var hermönnunum skipað að skjóta, en þótt þeir væru vanir hryðju- verkum, þá höfðu þeir nú ekki hjarta til þess, eftir það sem þeir höfðu heyrt og séð þessi síðustu augnablik. Þeir neituðu ^ að skjóta. Claverhouse ætlaði nú ekki að

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.