Stjarnan - 01.08.1941, Side 7
S TJA RNAN
71
láta undan síga, svo hann dró upp skamm-
byssu sína og .skaut hann sjálfur.
“Hvernig geðjast þér nú að manni þin-
um?” sagði hann með gletni við konu
hans.
“Mér þótti ætíð vænt um hann, og eg
met hann meira nú en nokkru sinni fyr,”
sagði hún ákveðið og rólega.
“Það væri réttast að fara eins með þig,”
svaraði Claverhouse.
“Já.” svaraði hún, “Ef þér væri leyft
það, efast eg ekki um grimd þína til þess,
en hvernig getur þú gjört reikningskap
fyrir framferði þitt í dag?”
Hann svaraði með hroka: “Mönnum á
eg hægt með að gefa reikningsskap, en
Guð — eg er ekki hræddur við hann.”
Hún lagði ungbarnið á jörðina, leysti
hálsklútinn af manni isínum og batt honum
um hið blæðandi höfuð hans, en lagði sjal-
ið sitt yfir líifið, og í þögulli sorg féllu
tár hennar til jarðar meðan bermennirnir
riðu hurt.
John Brown heifir hvílt í gröfinni mörg
ár, en minning hans lifir. Hann og kona
hans eru heiðursverð, ásamt öllum þeim,
sem hafa djörfung til til að hlýða Guði og
hans orði, mitt á meðal rangsnúinnar og
gjörspiltrar kynslóðar. Og til vor, sem
lifum á þessum isíðustu dögum hljómar á-
minningin og uppörfunin: “Vertu trúr
alt til dauðans, þá mun eg gefa þér lífsins
kórónu.”
H. G. Woodward.
Þekking á Guðí — eilíf líf
Biblían var ekki skrifuð einungis fyrir
hina lærðu og mentuðu, þvert á móti, hún
var ætluð fyrir almúgafólkið. Hinn háfleygi
sannleikur, sem nauðsynlegur er til sálu-
hjálpar, er svo skýr og skiljanlegur að eng-
inn þarf að villast af réttri leið, ef þeir í
stað þess að fylgja sinni eigin ímyndun,
vilja fylgja Guðs orði eins og það er opin-
berað í Heilagri Ritningu.
Vér ættum ekki að reiða oss á vitnis-
burð manna um það hvað Biblían kennir,
heldur lesa sjálfir og rannsaká Guðs orð.
Ef vér leyfum öðrum að hugsa fyrir oss,
þá veikjum vér vora eigin andlegu krafta.
Minnið þroskast við rannsókn og saman-
burð hinna ýmsu texta Biblíunnar, sem
fjalla um ,sama málefni, og á þann hátt
skýrir Biblían sig sjálf.
Það er ekkert til sem betur getur þrosk-
að andlega hæifilegleika heldur en Biblíu-
rannsókn. Engin önnur bók er svo full
af háfleygum hugsunum, sem styrkja sál-
argáfurnar, eins og hin göfgandi sannindi
Biblíunnar. Ef menn vildu lesa Guðs orð
eins og þeir ættu að gjöra, þá mundu þeir
öðlast slíka víðsýni, göfuglyndi og stað-
festu í áformum sínum, sem nú er sjald-
gæft að finna.
Það er lítið gagn að því að lesa Guðs
orð í flýti, eða hugsunarlaust. Það er
mögulegt að lesa Biblíuna spjaldanna á
milli án þess að verða var við fegurð henn-
ar, eða geta séð og skilið hina dörmætu,
huldu fjársjóði hennar. Það er betra að
lesa einn kafla og athuga hann, þar tii
samband hans við sáluhjálparáformið er
orðið skýrt fyrir manni, heldur en lesa
marga kapítula án þess að hafa nokkurn
tilgang með lestrinum, og án þess að hafa
lært nokkuð. Hafðu Biblíuna með þér og
lestu í henni þegar tækifæri gefst. I,ærðu
texta utanbókar. Þannig getur þú, jafnvel
þegar þú ert á gangi lesið með sjálfum þér
textana og íhugað efni þeirra.
Vér getum eklti öðlast vizku án um-
hugsunar, lesturs og bænar. Sumir kaflar
Ritningarinnar eru svo skýrir að það er
ekki hægt að misskilja þá, en aðrir heimta
umhugsun ogl rannsókn af því aðalefni
þeirra liggur ekki á yfirborðinu. Vér
verðum að bera saman hina ýmsu texta
um sama efni og rannsaka samband þeirra
með bæn til Guðs. Slíkur lestur mun öðl-
ast ríkulegt endurgjald. Eins og námu-
maðurinn finnur æð hins dýrmæta málms
djúpt niðri i jörðinni, þannig mun sá er
kostgæfiiega rannsakar finna hina huldu
fjársjóðu orðsins, sem hinn verður alls
eklci var við sem les hugsunarlítið. Þegar
vér hugsum um Guðs orð og virðum það
fyrir oss í hjörtum vorum, þá verður það
eins og straumur lifandi vatns, sem flóir
út frá uppsprettu lífsins.
Vér ættum aldrei að lesa Biblíuna án
þess að biðja. Áður en vér opnum hana
ættum vér að biðja um leiðsögn Heilags