Stjarnan - 01.08.1941, Síða 4

Stjarnan - 01.08.1941, Síða 4
68 STJARNAN Nokkru seinna var Farnsworth félagið stofnað, og nú er framleiðsla talsíma- mynda orðin verulegleiki. ★ ★ ★ Einu sinni lá enskur drengur úti í aldingarði og sá epli falla til jarðar. Flest- ir drengir hefðu ekki veitt þessu neina eftirtekt, nema ef vera skyldi til að taka upp eplið og eta það. En þessi drengur var gefinn fyrir að hugsa og rannsaka. Hann braut heilan um hvernig á því stóð, að leggurinn brotnaði og eplið féll niður. Sem árangur af rannsóknum sínum fann hann þyngdarlögmálið og varð einn hinna mestu vísindamanna heimsins — Isaak Newton. * * * Snemma á nítjándu öldinni ferðaðist ungur maður niður Mississippi-fljótið á flötum bát. Meðan hann stóð við í New Orleans kom hann á þrælasölutorg, og sá þar unga negrastúlku selda þeiin sem bauð hæst verð fyrir hana. Þetta fylti hann slíkri gremju, að hann sagði : “Ef eg nokkurn tíma fæ tækifæri til að köllvarpa þessari stofnun, þá skal eg gjöra það verulega.” Hér um bil 30 árum seinna, þegar Abra- ham Lincoln var forseti Bandarikjanna, ritaði hann nafn sitt undir skjal það, sem veitti þrem miljónum þræla frelsi sitt. Abraham Lincoln hafði hugsjón, en hann þakkaði móður sinni og áhrifum hennar hamingju sína. “Alt, sem eg er eða vona að verða, skulda eg móður minni.” Oss er sagt að móðir hans hafi fengið hann til að lofa sér þvi, að hann skyldi aldrei reykja, drekka áfengi, sverja eða Ijúga. Eg ætla að lesa og búa mig undir, svo getur skeð að tækifæri mitt komi,” er eitt af þvi, sem haft er eftir Lincoln. Tækifærið kom þeg- ar hann hafði lesið og var tilbúinn. * * * Snemma á síðastliðinni öld var kvek- arakona, sem hét Elízabet Fry snortin af því að sjá ástand kvenfanga í New Gate fangelsinu á Englandi. Andi hans, sem “kendi í brjósti” um fjöldann, hefir ef- laust leitt hana til að setja sér það tak- mark að bæta kjör fanganna. Hún sneri sér fyrst til fangavarðanna, sem eftir alskonar mótmæli létu tilleiðast, að hleypa henni inn fyrir fangahúss-girð- insuna. Þeir voru hræddir um að henni O yrði misþyrmt, og þeir urðu forviða, er henni var ekkert mein gjört. Vesalings fangarnir fundu fljótt að hún var vinur þeirra. Hún talaði lengi og henni lánaðist að vekja von í hjörtum þeirra, og löngun eftir betra lífi. Þær samþyktu uppástungu hennar að stofna skóla á meðal þeirra, þar sem bæði börnum og þeim konum, sem ekki kynnu að lesa, yrði kent það. Og þeim yrði líka kent að sauma. Þetta mundi gjöra þeim mögulegt að sauma fyr- ir sig og börnin. Önnur uppstungai var að láta þær búa til hluti til að selja, því hún vissi að iðjuleysið er allra lasta móðir. “Með því að vekja áhuga fanganna sjálfra fyrir því að bæta kjör sín,” segir einn rit- höfundur, “þá var hún hundrað árum á undan samtíðarmönnum sínum.” Næst var að fá samþykki yfirmanna fangelsanna til að koma á fót áformum sínum. En það var enginn hægðarleikur. Þeir reyndu að telja henni hughvarf. Þeir sögðu að konurnar í fangelsinu væri ó- mögulegar og óbetranlegar, svo væri ekkert pláss í fangelsinu fyrir skóla. Fleiri af- sakanir voru frambornar. Loks fundu konurnar í fangelsinu herbergi sem ekki var notað til neins. Þær kusu fyrir kenn- ara konu úr sínum flokki, sem hafði verið kennari en var nú í fangelsi fyrir að stela úri. Mrs. Fry var nú leyft að byrja á til- raunum sínum. New Gate nefnd kvenna var seinna stofnuð með 10 vinkonum hennar, sem allar nema ein voru kvekarar eins og hún sjálf. Þessi nefnd skuldbatt sig til að skiftast á um að kenna í fang- elsinu, útvega fé til að kaupa verkefni, sjá um sölu á því, sem búið væri til, og borga umsjónarkonu, sem átti að vera dag og nótt með föngunum. Með hjálp manns síns, sem var efnaður kaupmaður, gat Mrs. Fry loksins yfirunnið mótstöðu fangelsisstjórnarinnar, og reglu- leg vinnustofa var búin út í fangelsinu. Þegar borgarstjóri Lundúna, ásamt öðrum yfirmönnum kom til að heimsækja New Gate, var undraverð breyting komin á. “Þeir sáu nú ekki lengur illa siðaðar óhreinar, hálfnaktar konuskepnur. Þetta sem verið hafði helviti á jörðu, leit nú út eins og iðnaðarstofnun eða heimili með góðri stjórn.” En Elízabet Fry lét hér ekki staðar numið. Hún heimsótti fangelsin annars-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.