Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 11
STJARNAN 59 Malakía Iesum vér að Guð lofar blessun sinni i ríkum mæli þeim, sem væru trúir í að borga honum tíund og fórnir. Mal. 3:10-12. ' Hel'ði betri aðferð fundist til að styðja útbreiðslu gleðiboðskaparins, þá hefði Jesús bent á hana þegar hann var hér á jörðunni. En í stað þess að koma fram með einhverja nýja aðferð, þá setti hann innsigli sitt og gaf samþykki sitt til tiund- arborgunarinnar. Þegar Jesús talaði við Faríseana og hina skriftlærðu mælti hann með því að þeir borguðu tíund um leið og hann ávítaði þá fyrir að vanrækja aðrar skyldur, sem voru alveg eins áríðandi. (Matt 23:23). Tíund og sjálfviljugar gjafir er það, sem Guð hefir ákveðið til að flýta fyrir flutningi fagnaðarerindisins. Sjöunda dags Aðventistar kannast við þessa skyldu og fylgja henni. Það er einn hluti af trú þeirra og guðsþjónustu. Þessi aðferð þeirra að borga tíund hefir gjört þeim mögulegt að rækja trúboðsstarf út um all- an heim. Að borga tíund sýnir trúmensku við Guð. Það er heilög skylda sem ekki er hættulaust að vanrækja. M. L. Rice. Upp um fjöllin Vagninn skrölti áfram eftir hrjóstrug- um veginum uppi á fjöllunum í Norðvest- ur Carólína. Nýgiift ung kona sat á dýnu sem lögð var ofan á kistur, kassa og ýms- an húsbúnað. Hún horfði út yfir fjöllin og hæðarnar meðan maður hennar stýrði múlunum gegnum ógreiðfæran veg og yfir ár og læki. Það voru 20 rnilur upp að loggakofanum, sem átti að verða heimili þeirra þar sem þau ætluðu að stofna skóia fyrir fólkið umhverfis. Þetta voru þeir fyrstu af fjölda manna og kvenna, sem útskrifast hafa frá skól- anum í Madison Tennessee á þessari öld til að hefja starf til hjálpar, bæði i tíman- legum og andlegum efnum þeim, sem ekki höfðu haft mikil tækifæri til mentunar og framfara. Ósérplægni, dugnaður og áhugi, Sjúklingar koma langt aO til trúboðsstöðvanna f Belgisku Austur Afríku. sem er arfur Sjöunda dags Aðventista, ein- kennir þessa hreyfingu og hefir rutt undra- verða braut öllu starfi félagsins. Síðan Madison skólinn hóf starf sitt hafa fleiri tugir stofnana risið upp þar umhverfis, frá litlum heimilisskóluin til háskóla, frá heilsuihælum þar sem litið var eftir fáeinum sjúklingum til stórra sjúkrahúsa, sem rúma fjölda sjúklinga. Þessar stofnanir vinna líka út á við. Hjúkrunarkonurnar ferðast út um fjöllin og kenna mæðrum meðferð ungbarna, hreinlæti og heilsufræði. Smáhópar af trúuðu ungu fólki halda guðsþjónustur í héraðinu. Fatnaður af öllum tegundum, einkum fyrir ungbörn er altaf á reiðum höndum. Mæður í Afríku koma með veik börn sfn tíl hjúkrunarkonunnar á trúboðsstöðina.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.