Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 16
04
STJARNAN
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Jesús, auk þú oss trúna
Amerískur prédikari segir svo frá:
“Fyrir nakkru síðan keyrði eg með spor-
vagni í Washington. Eg veitti því eftir-
tekt að vagnstjórinn gat keyrt hægt eða
hart eftir vild. Með þvi aðeins að snerta
handfangið gat hann látið vagninn fara
hæg't, nærri því stöðvað hann. Næst þeg-
ar hann snerti handfangið þaut vagninn
af stað á fleygiferð. Eg var forvitinn eftir
því hvernig á þessu stæði, svo eg fór til
vagnstjórans og sagði:
“Má eg leggja fyrir þig eina spurningu
viðvikjandi þessari vél?”
“Gjörðu svo vel. Hvað fýsir þig að
vita?”
“Hvernig stendur á að þú getur keyrt
hægt og hart eftir vild með því aðeins að
snerta handfangið sem hönd þín hvílir á?”
“Eg styð á þetta handfang, og þegar eg
vil keyra hægt þá lyfti eg því litið eitt
svo það aðeins snertir aflstrauminn, en
þegar eg vil keyra 'hart sný eg því þannig
að það tekur inn allan afilstrauminn. Hið
fyrra köllum vér keyrslumenn að “stöðva
aflstrauminn.”
“Þökk fyrir,” sagði eg og kvaddi.
Eg hefi tvö þúsund meðlimi í söfnuði
mínum,'sem aðeins “stöðva aflstrauminn,”
þeir hafa aldrei gjört annað. Eg óttast
fyrir að níu tíundu af safnaðameðlimum
vorum “stöðvi aflstrauminn.” Vér höfum
ábyggilega aflstöð. Almættiskraftur him-
insins stendur oss til boða, ef vér aðeins
viljum opna leiðina með því að grípa
handfang trúarinnar. En það sorglega er
að trú vor er svo veik að hún aðeins
“stöðvar afilstrauminn.”
Guð gefi oss náð til að öðlast svo mikla
trú að vér getum snúið handfangi þannig.
að vér hljótum allan þann kraft, sem
Guð er reiðubúinn að gefa oss, þann kraft
sem postularnir höfðu, svo vér getum enn-
þá einu sinni opinberað Guðs kraft fyrir
heiminum.
Friður hlýtur að vera áhugamál vor
kristinna manna, ekki endilega friður á
stjórnmálasviði heimsins, heldur í vorum
eigin hjörtum. Ef allir snúa 'huga sínum
að því sem gott er og fagurt og Guði þókn-
anlegt, þá er friðurinn fenginn. En friður
milli þjóða kiemur ekki nema þjóðirnar
umvendist til Guðs. Það sem vér þurfum
er alvarlegt aftur hvarf þjóða og einstakl-
inga til Guðs. T. T.
Smávegis
Álit austurbyggja á siðmenning Vestur-
landa er alls ekkert hrós fyrir oss-, en það
er vel þess vert að athuga hve mikill sann-
leikur felst í því. Það er haft eftir Ghandi
að “Frelsun Indlands er undir því komin
að menn gleymi því sem þeir hafa lært aí
Evrópu í síðastliðin 50 ár. Siðmenning
Evrópu hugsar leinungis um ytri hlið
mannlífsins en gleymir alveg að menn líka
hafa sál. Vesturlandabúar hugsa meir um
velferð líkamans heldur en þarfir sálar-
innar. Hann hefir engan tíma til að læra
að þekkja sjálfan sig. Hann hefir tíma
til að lesa fréttablöðin, en ekki til að biðja
Guð. Að fara á skemtanir er honum meira
áhugamál heldur en að þroska líf sitt í
samféilagi við Guð sinn.”
♦ > +
Einu sinni 'þegar skrifari George Wash-
ingtons kom of seint afsakaði hann sig
með því að segja að úrið hans hefði seink-
að sér. “Þá verður þú að fá þér nýtt úr,
eða eg nýjan skrifara,” svaraði Washing-
ton.
-t -f -t
Walter Raleigh var einu sinni spurður
hvernig hann kæmi svo miklu i verk á
svo stuttum tíma; hann svaraði: “Þegar
eg þarf eitthvað að gjöra, þá geng eg að
því og gjöri það strax.
+ + -t
Þegar dagurinn er liðinn, þá er of
seint að hugsa hvernig bezt hefði verið að
nota hann. Settu þér því takmark strax
í byrjun dagsins hvernig þú vilt verja tím.a
og kröftum, svo þú þurfir ekki að iðrast
eftir og það árangurslaust þegar kvöld er
komið.