Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 15
 STJARNAN 6J og rannsóknarvísindi eru kend þar, og verklég kensla fyrir útvortis lækningar. Auk kenslunnar sem fram fer í Los Angeles deildinni eru sjúklingar einnig stundaðir á White Memorial sjúkrahúsinu, sem er viðurkend stofnun og hefir rúm fyrir 200 sjúklinga. Þar er lika stór lyfja- búð í horginni, þar sem 120 þúsund sjúkl- ingar árlega fá hjálp. Þeir sem þangað koma eru af fátækara fólkinu, sem ekki getur borgað nema lítið eitt fyrir læknis- hjálp. Mentastofnunin er langt frá því að geta borið sig, þess vegna er nauðsynlegl að leggja fé í fyrirtækið til að verjast skuldum. Trúhoðs læknaskólinn var stofnaður fyrir 36 árum síðan. Á því tímabili hafa nær því 1500 læknar, menn og konur, út- skrifast. Yfir 100 þeirra eru nú í öðrum löndum og stunda trúboðsstarf. Hinir vinna á stofnunum vorum, eða stunda lækningar á eigin kostnað 'hér heima. Yfir 1000 hjúkrunarknur hafa útskrifast og vinna að iðn sinni. Hér um bil 140 hafa tekið næringar efnafræði, og fáeinir á seinni árum hafa lært rannsóknarvísindi. Aðal tilgangur stofnunarinnar er ekki einungis að gefa nemendum beztu kenslu í öllum námsgreinum, heldur að hjálpa mannkyninu bæði í likamlegum og andleg- um efnum eins og Jesús gjörði þegar hann var hér á jörðunni. E. H. Isley, M.D. Skýrsla yfir starf Sjöunda dags Aðventista Skýrsla yfir starf Sjöunda dags Aðventista Með!imafjöldi ................................................ 504,752 Söfnuðir ......................................................... 8,924 Lönd og eyjar þar sem þeir starfa ............................. 412 Tungumál notuð ..................................................... 824 Trúboðar sendir út árið 1940 ....................................... 122 Trúboðar sendir út í 40 ár ....................................... 4,693 Prentsmiðjur og forlagshús .......................................... 83 Prentað á tungumálum ............................................... 202 Bókasölumenn ..................................................... 3,062 Lyfsöluhús, sjúkrahús og Sanitaríum................................. 158 Sjúklingar litið eftir yfir árið ............................... 730,937 Fé notað til að veita fátækum læknishjálp ......................$418,711 Mentastofnanir ................................................... 2-877 Starfsfólk ...................................................... 29,816 Tillög að meðaltali ...........................................$ 53.48 Sjálfboða líknarfélög ............................................ 1,400 Fjölskyldur og einstaklingar, sem fengu hjálp................... 911,269 Heimsóknir ................................................... 1,275,055 Körfur með mat og blómum gefnar ................................ 539,547 Flíkur gefnar fátækum mönnum, konum og börnum.................1,144,16! Einstaklingar sem fengu læknishjálp fyrir litið eða ekkert 327,940 Klukkutímar sem sjálfboðaliðar unnu í sambandi við önnur líknarfélög ...............................................2,550,617 Hinn mikli prédikari Moody, þegar hann lagði áherzlu á trúna þá sagði hann !"rá leikmanni í Glasgow, sem prédikaði benti á kraft trúarinnar hjá einum af im ísraels á dögum dómaranna, Samgar. “Maður koin hlaupandi , 'ina og hrópaði: Samgár, Samgar, flýðu og forðaðu lifi þínu; 600 Filistear koma til að ráðast á þig. Hvi skyldi eg flýja, þá vantar 400 upp á fulla tölu. Eg ræð við þá með Guðs hjálp.” Takið eftir. Hann reididi sig á Guðs loforð, er segir: “Einn skal reka þúsund á flótta.” Guð brást ekki trausti hans því orðið segir að hann feldi 600 Filistea með nautapriki.” Hann frelsaði líka fsrael. Horfir þú á framtíðina með sjónauka Guðs barna, trúnni? Tekur þú Guð á orðinu? Hans loforð bregðast aldrei. Nei, aldrei. L. E. C.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.