Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 13
STJARNAN 61 Indíánar í Norður-Ameríku Frá Norður Alaska alt til Florida hefir verið starfað meðal frumbyggja Ameríku, Indíánanna. H. L. Wood minnist á, að hann hafi heimsótt mörg Indíánaþorp í Suðaustur Alaska og hjálpað fólki bæði í andlegum efnum og sem læknir. Leikmiaður einn, sem ferðaðist gegnum Indíánaþorpin í British Columbia hélt sér uppi með því að gjöra við saumamasldnur. Þetta sýnir hvílík breyting er orðin á kjör- Orno Follett og aðstoðarmenn hans hafa trúlega unnið meðal Indíána í Ari- zona. Maricopas Indíánarnir í Suður Phoenix hafa bygt sér kirkju, og einnig Mohave Apaches Indíánarnir, þar sem reglubundnar guðsiþjónustur fara fram. Á- huginn er farinn að vakna hjá Fort Mc- Dowell, Pimas og Navahos Indíána og ann- ara kynkvísla. Vér höfum trúboðsstöð rneðal Cherokee Indíána í Oklahoma. Þar Nemendur á Oshawa trúboðsskðla við trésmíði. um þeirra. Margir þessara Indíána gátu lesið ensku og voru þakklátir fyrir kristi- leg smárit sem þeim voru gefin. Einn af höfðingjum Indíána sagði: “Þetta, sem við höfum lesið er svo einfalt . . . gjörið svo vel að senda okkur Biblíukennara.” Trúboðsstarf hefir einnig verið unnið meðal Indíána á afmörkuðum svæðum þeirra í Britislh Columbia. Starf hefir einnig verið byrjað meðal hinna ýmsu kynkvisla í Washington rík- inu, og í nokkur ár hefir verið starfað meðal Klamath Indíána í Norður Cali- forníu og Suður-Oregon. F. A. Stahl, sem í mörg ár hefir starfað meðal Indíána í Suður-Ameríku, tók við starfinu af Dr. Leeland, sem unnið hafði í þjónustu stjórnarinnar meðal Klamath Indíána. Nú ■ - i áfram starfinu á meðal þeirra. • endinu skamt frá Placerville læknir, sem hefir skóla fyrir Indiáiii og gengur vel. Nemendunum fjölgar og bæði börnin og foreldrarnir eru mjög þakklát fyrir það, sem gjört er fyrir þau. hefir verið bygð kirkja, heimili fyrir trú- boðainn og skýli fyrir bifreið. í Suður Dakota er miðstöð trúboðsins í La Plant. Þar er lagleg tvílyft bygging sem tilheyrir trúboðinu. Hópur ungra Indíána frá La Plant eru nemendur á Plainview skólanum í Redfield, Suður Dakota. Indíánasöfnuðurinn í Redshirt Table í Suður Dakota hefir komið sér upp myndarlegri kirkju. Það er einnig starf- að með góðum árangri í Whitle Horse, Suð- ur Dakota þar sem ungur maður og kona hans hafa slcóla fyrir Ind'íána. C. D. Chapman hefir svo árum skiftir kent skóla meðal Oneida Indíána nálægt Vestur De Pere Wisconsin. f Ontario, Canada, er starfað meðal sex þjóða Indíána, þar sem höfðinginn Hill byrjaði starf fyrir nokkr- um árum síðan. Þar er falleg kirkja og gott trúhoðaheimili. Maður í stjórn Can- ada, sem heimsótti þessa stöð sagði: “Þið Aðventistar hafið laglegustu Indíána trú- boðsstöðina sem nokkurstaðar finst.” J. E. Shultz.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.