Stjarnan - 01.02.1943, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.02.1943, Blaðsíða 3
STJARNAN 11 aði eins og laufblað í vindi, loks sagði hann: “Elskan mín, það er betra fyrir þig að deyja í trú móður þinnar heldur en í vantrú minni.” Vér verðum líka að taka ákvörðun vora. Hver á hún að vera? Guð hefir ákveðinn tilgang með líf vort. Hann býður oss að koma, svo hann geti framkvæmt sinn kærleiksríka tilgang í lífi voru. “Andinn og brúðurin segja kom þú, sá sem þetta heyrir hann segir kom þú. Sá, sem þyrstur er hann komi. Hver, sem vill hann taki gefins lífsins vatn.” Op. 22:17. Hvað segir þú? Þú verður að ákveða þig, Bráðum getur það orðið of seint. Kom til Jesú og fylg honum, hann býður þér að koma. N. P. Nielsen. Trúaðar mæður og nafnkunnir synir Hinir miklu leiðtogar Guðs þjóðar, voru aldir upp við bæn og nærðir og þroskaðii með Guðs orði, sem guðræknar mæður gróðursettu í hjörtum þeirra. Látum oss athuga nokkur dæmi. Rakel og Jósep. Hin fagra sýrlenska kona eignaðist Jósep, án efa, sem svar upp á bæn. Jakob faðir hans var líka gefin Rebekku móður sinni samkvæmt fyrirheiti Guðs. Og afi Jóseps, ísak, var gefinn með sérstöku loforði Guðs til Abrahams, þegar Drottinn birtist honum og sagði: “Að ári um þetta leyti mun Sara hafa eignast son.” Móðir Jóseps dó þegar hann var 13 ára gamall. En honum hafði verið kendur vegur réttlætisins og hlýðninnar, kent að forðast synd. Grund- völlurinn, sem móðirin lagði undir innræti hans, átti mikinn þátt í því að hann varð stjórnandi Egyptalands á alvarlegu, og erfiðu tímabili. Jókebed og Móses. Mörgum árum seinna eftir að Jósep og öll sú kynslóð, sem uppi var með honum, var dáin, þá fædd- ist Móses af guðræknum foreldrum. Fyrir baen var barnið varðveitt frá dauðanum, °g í þau 12 ár, sem móðirin hafði hönd yfir honum kendi hún honum trúlega að þekkja hinn sanna Guð og hlýða hon- um. Áhrif þessa uppeldis leiddi Móses til að hafna þeim arfi og einkaréttindum, sem honum stóð opin gegn um fóstru sína. Hann sneri baki við hásæti Egypta- lands, og kaus heldur að líða með Guðs fólki. Hann fékk æfingu í auðmýkt og þolinmæði meðan hann gætti fjár í Midí- anslandi. Alt þetta var undirbúningur undir starf hans að leiða ísraelsmenn út af Egyptalandi. Aldrei hefir meiri stjórn- málamaður eða rithöfundur verið uppi. Hanna og Samúel. Um 400 árum seinna þegar Elí var æðsti prestur og dómari í ísrael, þá eignaðist Hanna Samúel, sem svar upp á bæn. Hún sagði við Elí: “Þenn- an son bað eg um.” Hin guðrækna móðir, og maður hennar, Elkana, gáfu Guði sveininn þegar á unga aldri, að hann mætti verða starfsmaður hans. Samúel var sá síðasti af hinum 15 dómurum, sem stjórnuðu ísrael. Guð kallaði hann til að vera spámann sinn, hann smurði Sál og seinna Davíð til konungs yfir ísrael, en áhrif hans yfir þjóðinni voru miklu meiri en áhrif Sáls konungs, svo hann dæmdi mál þjóðarinnar meðan hann lifði. Elísabet og Jóhannes skírari. Hálfu ári áður en Jesús fæddist eignaðist Sakarías og Elísabet son, er samkvæmt skipun engilsins var nefndur Jóhannes. Þau eign- uðust hann, sem svar upp á bæn, hann var kallaður til að vera sendiboði Guðs til að vitna um komu frelsarans og undir- búa fólkið undir komu hans, Jóhannes starfaði í anda og krafti Elíasar. Jesús sagði um hann: “Enginn er af konu fædd- ur er meiri sé en Jóhannes skírari.” Matt. II:II. María mey og Jesús. “Þegar fylling tímans var komin sendi Guð son sinn fæddán af konu.” Hann sendi engilinn Gabríel til að boða komu hans með þess- um orðum: “Hræðst ekki María, því þú hefir fundið náð hjá Guði og sjá þú munt barnshafandi verða og fæða svein- barn, hann skaltu láta heita Jesús.” Lúk. 1:30.31. María og Jósef unnusti hennar hiýddu boði engilsins og reiddu sig á loforð Guðs og verk hans heilaga anda. María var vel kunnug ritningunum og kendi syni sínum Guðs orð mjög kost- gæfilega. Enginn kennari eða andlegur leiðtogi hefir komið fram, sem á nokkurn hátt getur jafnast við þennan mannsins son—Jesúm Krist, hinn eingetna Guðs son.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.