Stjarnan - 01.02.1943, Side 4

Stjarnan - 01.02.1943, Side 4
12 STJARNAN Evnika og Tímoieus. Snemma á tímabili kristninnar er getið um þennan göfuga unga lærisvein, Tímóteus. Faðir hans var Grískur en móðirin Gyðingur. Uppfræðsla hans í Heilagri ritningu byrjaði þegar á unga aldri. Uppfræðsla sú er hann fékk hjá ömmu sinni Lois og móður sinni Evniku lagði grundvöllinn undir hið ein- læga alvarlega trúarlíf hans, svo hann varð einn af meðstarfendum Páls postula. og umsjónarmaður kristinna safnaða. Margrét og Marieinn Lúther. Hans og Margrét Lúther, eignuðust son er þau nefndu Martein. Hann fæddist á Þýzka- landdi 10. nóvember 1483. Foreldrarnir voru guðrækin og samviskusöm. Mart- einn var skírður í katólsku kirkjunni þegar hann var eins dags gamall. For- eldrar hans báðu Guð oft um að hann yrði sannkristinn maður. Hið fyrsta kristindóms starf hans var að reyna að gjöra tilraun til að endurbæta rómversku kirkjuna, en fyrir það hvernig hann mót- mælti ýmsum reglum þeirrar kirkju þá var hann bannfærður og árangurinn varð sá, að hann varð einn af hinum helstu leiðtogum mótmælendakirkjunnar á 16. öldinni. Árið 1532 lauk hann við að þýða Biblíuna á Þýzku. Lúterska kirkjan dreg- ur nafn sitt af siðbótastarfi Lúthers. Mrs. Wesley og John sonur hennar. John Wesley fæddist 17. júní 1703 í Epw- orth á Englandi. Faðir hans var prestur í ensku kirkjunni. Móðir hans var vel mentuð, sannkristin kona, vel til þess fallin að ala upp syni sína fyrir starfs- menn Guðs ríkis. John Wesley byrjaði starf sitt meðal hinna fátæku og undir- okuðu. Hann varð hinn mesti umferða- prédikari og trúmála rithöfundur síns tíma. 1735 tók hann boði herforingjans Oglethorps að prédika fyrir nýlendu- mönnum í Georgíu, 1738 sneri hann aftur til Englands. Hann sagði sig aldrei bein- línis úr ensku -kirkjunni, en hann varð stofnandi Methodista kirkjunnar, og sagt er að hann hafi stofnað til hinna mestu trúarvakninga, sem orðið hafa á Englandi. Mary Ball og George Washington. Mary Ball fæddist 1708 í Virginía. Hún var þriggja ára þegar hún misti föður sinn og móðir hennar dó 10 árum seinna. Þegar hún var 22. ára að aldri varð hún seinni kona Augustine Washingtons, og þá stjúpmóðir sona hans. George sonur hennar fæddist 22. febrúar 1732. Mrs. Washington var mesta gáfukona. Hún las stöðugt í riti Matthew Hales. “Siðferðislegar og guðrækilegar hugleið- ingar.” Þetta rit hjálpaði henni með upp- eldi stjúpsona sinna og hennar eigin barna George og Bettys. Strax í æsku fékk George orð á sig fyrir sannsögli og ráðvendni. Göfugmenska hans og stjórnmálahæfileikar voru svo bersýnileg að hann var kosinn yfirmaðuv als uppreistarhersins. Hann bar samhygð og kærleika til manna, og örugt traust til handleiðslu og varðveislu Guðs almátt- ugs. Hann mælti ætíð með trúarbragða frelsi. Hann var kosinn fyrsti forseti Bandaríkjanna. Pauline Phelps og William Miller. William var elstur 16 sistkyna. Hann var fæddur í Vestur-Massachusetts 15. febr. 1782. Faðir hans var herforingi í upp- reistarhernum, hann var ágætismaður þótt hann ekki játaði trúarbrögð. Móðirin, sem áður en hún giftist hét Paulíne Phelps, var mjög trúrækin, hún var með- limur Babtistasafnaðarins og kendi börn- um sínum sannleika Biblíunnar með mestu kostgæfni. Seinna komst Willíam inn á vantrúar- skoðanir gegnum áhrif félaga sinna. Það var mikið fyrir bænir og áhrif móður hans, að hann aftur sneri sér til Guðs og fór að starfa fyrir málefni Guðs ríkis. Guðs andi leiddi hann til að rannsaka spádómana viðvíkjandi tíma endisins og endurkomu Krists, og árið 1831 fór hann að prédika um uppfyllingu spádómanna og nálægð endurkomu frelsarans. Nancy Hanks og Abraham Lincoln. Nancy Hanks misti báða foreldra sína þegar hún var 9 ára gömul. Hún var aiin upp hjá frændkonu sinni og var bæði falleg og elskuverð stúlka. 1806 giftist hún Thomasi Lincoln. Hún kendi manni sínum að stafa og lesa og þá auð- vitað syni þeirra Abraham, sem fæddist 12. febrúar 1809 í Kentucky. Biblían var notuð fyrir lærdómsbók. Þannig var í æsku lagður grundvöllurinn undir bænar og trúarlíf sonar hennar. Mrs. Lincoln dó þegar Abraham var 9 ára gamall, þá var fjölskyldan flutt til Indíana. Þótt

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.