Stjarnan - 01.02.1943, Page 8

Stjarnan - 01.02.1943, Page 8
16 STJARNAN Dæmisaga Setjum svo að skip ætlaði að sigla langt í burtu til lands nokkurs þar sem allir væru ætíð hamingjusamir, hefðu nóg af öllu, yrðu aldrei veikir og dæu aldrei. Stjórnendur landsins buðust til að ílytja fólk þangað ef það vildi gangast inn á þrjú skilyrði. Fyrsí, láta þá vita að viðkomandi óskaði að flytja þangað. Annað, að þeir vildu hlýða reglum þeim sem settar væru fyrir innflytjendur. All- ir kannast við að þær reglur séu réttar og sanngjarnar. Þriðja, að þeir, sem ekki hafa lifað samkvæmt þessum reglum, breyti venjum sínum og' fari að fylgja reglunum. Haldið þér ekki að fólk mundi fljótt og fúslega fullnægja þessum skilyrðum og búa sig undir að flytja? Það er ekkert efamál. Vinur minn, Jesús hefir undirbúið slíkt land fyrir oss. Hann kemur bráðum. til að flytja þá, sem tilbúnir eru til hins himneska heimkynnis, þar sem allir íbú- arnir verða hamingjusamir, hafa altaf nóg, verða aldrei veikir, mæta engri sorg né erfiðleikum og deyja aldrei. Hann tekur þangað hvern, sem vill mæta þremur skilyrðum. Fyrsl, að þeir láti hann vita að þeir óski að komast þangað. Annað, að þeir lagi líf sitt eftir hans reglum og boðum, sem öll eru heilög, réttlát og góð. Þriðja, að þar sem þeir hafa ekki fyigt hans reglum, að þeir fari strax að hlýða þeim og halda hans boðorð. Ert þú ekki fús að mæta þessum þrem- ur skilyrðum? Vilt þú ekki líta til Jesú og segja: “Herra Jesús, mig langar til að eig;a heima í hinum dýrðlega bústað, sem þú hefir tilbúið. Eg þrái það af öllu hjarta. Eg vil fylgja þínum boðum og reglum. í þeim atriðum, sem eg hef ekki hlýtt þínum boðum hingað til, bið eg þig um náð og kraft til að laga líf mitt efti v þeim upp frá þessu.” J. L. Shuler. Það er áætlað að Japan hafi náð undir sig 1.000.000 ferhyrningsmílum af landi með sigurvinningum sínum. STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. Smávegis Mynni Amazon fljótsins er 160 mílur á breidd. -f -f + Brazil er að auka silkiframleiðslu sína til að geta komist hjá að flytja inn þá vöru. Silkiframleiðslan þar nú sem stend- ur er aðeins einn þriðji af því, sem þjóðin hefir notað af silki að undanförnu. -f -f -f Fyrir þremur árum síðan, unnu 30.000 manna að flugvélasmíði og framleiddu 3.000 flugbáta á ári. Nú vinna 400.000 manns að þessari iðn og framleiða um 48.000 flugvélar á ári. 4- -f -f Roosevelt forseti Bandaríkjanna og Churchill forsætisráðherra Breta eru báð- ir afkomendur John Cooks gegnum dæt- ur hans tvær. Þessi forfaðir þeirra kom til Ameríku á skipinu “Mayflower” árið 1620. Ný flutningaflugvél er nú smíðuð í tvennu lagi, svo hægt er að festa vængina og vélina á annan flutningabát meðan verið er að afferma hinn fyrri. -f -f -f Nú er farið að halda því fram að menn geti læknað sjálfa sig af sjóveiki, með því að lærá að draga andann í samræmi við hreyfingar skipsins upp og niður. -f -f -f Finnlendingar héldu hátíð árið sem leið í minningu um prentun Biblíunnar. Michael Agricola þýddi Nýja Testamentið á finsku árið 1542 en það var ekki gefið út fyr en 1548. -f -f -f Nú er ráðgjört að rækta hamp á 300.000 ekrum af landi í Bandaríkjunum og byggja 71 myllu til að vinna úr honum. Áður var þessi nauðsynjavara flutt inn í landið frá Austur-Asíu.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.