Stjarnan - 01.03.1945, Qupperneq 2
18
STJARNAN
Undraverk Guðs náðar
Guðs heilaga anda er úthelt á vorum
dögum, eins og forðum á hvítasunnudaginn,
yfir fólkið í hinum 23 löndum Mið-
Ameríku. Flestir af íbúum iþeirra landa
eru mjög andstæðir mótmælendum, en þó
höfum vér þar 75 þúsund hvíldardags skóla
nemendur, nærri tveir þriðju þeirra eru
skírðir safnaðarmeðlimir. Hinir eru að búa
sig undir skírn. Árið 1942 taldist svo til
að söfnuður með eitt hundrað og ellefu
meðlimum væri stofnaður sjötta 'hvern dag.
Það eru aðeins 127 vígðir prestar í allri
Mið-Ameríku deildinni, en þar eru þó
nærri 6 þúsund manns skírðir árlega. Guð
hefir sér til dýrðar komið þessu til leiðar
þrátt fyrir lítilfjörlegar mentastofnanir,
engin sjúkrahús og aðeins fá og fátækleg
lyfsöluhús. En þegar vér sjáum hvað Guð
framkvæmir gegn um starf guðrækinna
leikmanna, þá getum vér ekki annað en
sannfærst um að ný hvítasunna er að renna
upp.
Sá Guð, sem leiddi lýð sinn í fyrri daga
og framkvæmdi kraftavenk fyrir þá sem
treystu honum, hann er hinn sami lifandi,
eilífi Guð enn í dag. Fyrir nokkrum árum
síðan mættu starfsmenn vorir í þessum
löndum Mið-Ameríku ákaflega mikilli mót-
spyrnu og ofsóknum. Vér vorum óvelkomn-
ir, prédikuðum boðskap, sem fjöldanum
geðjaðist ekki að, starfsmenn vorir liðu
ofsóknir, þjáningar og jafnvel dauða. En
nú, þó ofsóknir þjáningar og hætta séu
enn á leið vorri þá höfum vqr þó opinn
aðgang í flestum þessum löndum, og marg-
ir, sem áður voru óvinir eru nú vinir vorir.
Hinn undraverði framgangur starfsins gæti
tvöfaldast, þrefaldast eða fjórfaldast ef vér
aðeins hefðum fleiri starfsmenn. En þrátt
fyrir fæð starfsmanna margfaldast árang-
ur starfsins á dásamlegan hátt.
Á eyjunni Jamaika, sem er 144 mílur á
lengd, höfum vér 150 kirkjur og 14 þúsund
manna koma saman þar á hvíldardaga
skólunum og yfir tíu þúsund þeirra eru
skírðir. Auk þessa eru margir fleiri hvíld-
ardaga skólar þar sem 'hópar af fólki safn-
ast saman, svo alt yfir eru meir en 300
hvíldardagaskólar haldnir á viku hverri á
þessari eyju, og allir verða þeir að hafa
leiðtoga.
Á Haiti finst djöfladýrkun ennþá. Þar
höfum vér sex þúsund skírða meðlimi og
þrjú þúsund eru að búa sig undir skírn,
og þetta hefir unnist þrátt fyrir fátæklegar
mentastofnanir, ekkert læknastarf og að-
eins einn útlendan starfsmann til eftirlits.
Mexico. Þar hefir starfið gengið seint
undanfarin ár vegna ágaflegrar mótspyrnu
sem vér Ihöfum mætt, en nú sýna skýrslur
þaðan að 1197 manns voru skírðir árið
1943. Yfir eitt hundrað söfnuðir og hvíldar-
daga skólar voru stofnaðir, eða tiltölulega
einn hvern þrjá og hálfan dag. Núver-
andi stjórn er hlynt starfi voru.
1 Colombia og Venezuela þar sem fólkið
er andstætt mótmælendum, sjáum vér upp-
fylling á spádómi Jesajasar: “Eg lét þá
finna mig sem ekki leituðu mín”, og slík
undraverk Guðs náðar eiga sér stað í
mörgum öðrum löndum Mið-Ameríku, eins
og í öllum trúboðslöndum heimsins'. Eftir-
fylgjandi eru fáein dæmi upp á hve ein-
falda aðferð Guð notar til að framkvæma
dásemdarverk sín.
Starf leikmanna.
Fyrir átta árum síðan byrjuðu þrír leik-
menn í Suður-Mexico á að gefa út smárit
og halda Biblíulestra. Fimm menn sann-
færðust um sannleika Guðs orðs og þeir
ásettu sér að vinna aðra fimm til að hlýða
Guðs orði og meðtaka gleðiboðskap hans.
Þeim lánaðist þetta á stuttum tíma, svo nú
voru tíu fjölskyldur farnar að halda Guðs
heilaga hvíldardag. Nú byrjuðu ofsóknir
bæði frá héraðs stjórninni og ríkiskirkj-
unni, svo þeir urðu að flýja 12 mílur upp
í fjöllin til þess að komast hjá áhlaupi, og
til að geta Ihaldið guðsþjónustur. En þrátt
fyrir ofsóknirnar þá réðu mennirnir það
af að fara út og flytja boðskapinn til ann-
ara. Þeir fóru út tveir og tveir saman, en
skildu konurnar og börnin eftir heima til
að rækta jörðina og- framleiða fæðu meðan
þeir væru að prédika. Árangurinn varð sá,
að nú höfum vér tíu kirkjur og 24 hvíldar-
dagaskóla á fjalllendi Chiapas ríkisins, með
yfir eitt þúsund meðlimum. Þannig bless-