Stjarnan - 01.03.1945, Side 7
STJARNAN
23
ingar. Eftir því sem árin líða í slíkri
gleyrnsku finnur hann minna og minna til
göfugra hugsjóna, missir áhuga og fram-
kvæmdasemi, og tapar djörfung og hug-
rekki.
Hvernig getum vér þá varðveist frá þess-
ari mestu hættu að gleyma Guði? Hvað
getur haldið Guði í lifandi, fersku minni
hjá oss svo vér ávalt finnum til nálægðar
hans?
í fyrsta lagi þurfum vér stöðugt að þakka
Guði. Hann er uppspretta als hins góða.
Hann er skapari vor og faðir. Hann ann-
ast og ber umhyggju fyrir oss hvert augna-
blik lífsins. Hann uppfyllir allar vorar
þarfir. Hann verndar oss. Hann frelsar oss
úr hættum. Hann verðskuldar lofgjörð vora
og innilegasta þakklæti. Hann veit að þakk-
látt hjarta eykur hamingju barna hans.
Þakklátur maður er hamingjusamur. Andi
þakklátseminnar er blessun fyrir hvert
heimili þar sem hann ríkir. Viðfeldnasti
maðurinn, sem þú mætir gegnum starf og
áhyggjur dagsins er sá, sem hefir hjarta
sitt fult af þakklæti. Slíkur maður eða
kona stráir ljósgeislum alt í kring um sig.
Ef vér daglega minnúmst kærleika Guðs
og miskunar hans þá eykur það þakklætis
tilfinninguna og hamingju vora um leið.
Þessu næst er nauðsynlegt að iðka guðs-
þjónustur, reglubundnar guðsþjónustur, til
að þakka gjafaranum allra góðra hluta og
vegsama hann. Trú, sem aldrei er látin í
ljósi kulnár út innan skamms. Sælir eru
þeir, sem stöðugt njóta hinna göfgandi
áhrifa daglegrar guðsþjónustu, sem hlusta
á prédikun Guðs orðs og andlega söngva
sameinaða bæn, og gefa. af tíma sínum
og fé til að flytja gleðiboðskap Jesú Krists
út um heiminn. Alt þetta göfgar sálina
og lyftir manninum á hærra stig.
“Varaðu þig við því að þú gleymir ekki”.
Sagt er um hershöfðingja einn, sem hélt
sigurför inn í Rómaborg að hann hafi
látið mann standa bak við sig í vagninum
sem með litlu millibili átti að endurtaka
þessi orð: “Sigursæli hershöfðingi, minstu
þess að þú ert aðeins maður.” Sæll er sá
maður eða kona. á þessum freistingatím-
um, sem hefir opið eyra og gefur gaum
að aðvörunum Guðs orðs, sá sem gengur í
auðmýkt frammi fyrir sínum Guði, Sálm.
9:18‘ E. Lloyd.
Kraftur viljans
Margir spyrja: “Hvernig get eg gefið
Guði sjálfan mig?” Þú vilt ganga Guði á
vald en þig skortir siðferðis þrek, efi
hreyfir sér hjá þér og syndsamlegar venj-
ur halda þér í heljargreipum. Loforð þín
og áform eru eins og fúinn þráður. Þú
getur ekki haft vald yfir hugsunum þín-
um eða tilfinningum. Meðvitundin um að
þú hefir brotið loforð þín, og ekki staðið
við ásetning þinn, veikir traust þitt á
sjálfum þér og einlægni þinni, svo þú
óttast fyrir að Guð muni ekki veita þér
viðtökur. En þú þarft ekki að örvænta. Þú
þarft aðeins að skilja vald viljans. Viljinn
er hinn stjórnandi kraftur í lífi mannsins,
krafturinn til að velja og áforma. Alt er
undir því komið að nota viljann rétt. Guð
hefir gefið mönnunum frjálsræði til að
velja og'þeir eiga að nota það. Þú getur
ekki breytt hjarta þínu, eða gefið Guði
ást þína af sjálfsdáðum, en þá getur kosið
að þjóna honum. Þú getur gefið honum
vilja þinn og þá mun hann verka í þér
bæði að vilja og framkvæma, eftir sinni
velþóknun. Á þennan hátt getur alt eðli
þitt stjórnast af Krists anda. Þá munt þú
koma til að elska hann og hugsanir þínar
að verða í samræmi við hans vilja.
Ósikin eftir að vera góður og Guði helg-
aður er rétt svo langt sem hún nær, en
ef þú kemst ekki lengra þá er óskin gagns-
laus. Margir munu glatast, sem hafa vonað
og óskað að verða Guðs börn. Þeir hafa
aldrei komist svo langt að þeir gæfu Guði
vilja sinn. Þeir velja að verða lærisveinar
hans, en þeir slá því á frest.
Ef viljinn er rétt notaður þá getur orðið
gjörbreyting á lífi mannsins. Ef þú gefur
Jesú vilja þinn þá sameinar þú þig þeim
krafti, sem er öllu æðri og sterkari. Þá
munt þú öðlast kraft frá Guði til að halda
þér stöðuglega við hann. Stöðug undir-
gefni undir Guðs vilja gefur þér kraft til
að lifa nýju lífi; lífi trúarinnar.
E. G. W.
Það tók Stradivarius þrjú ár að smíða
fyrsta fíólínið, sem ber nafn hans. Seinna
gat hann smíðað eitt á tveimur vikum.