Stjarnan - 01.03.1945, Síða 6

Stjarnan - 01.03.1945, Síða 6
22 S T J A R N A N drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög Ihræddir. Og engillinn sagði ''iúð þá: “Óttist ekki, því sjá, eg flyt yður gleðiboðskap mikinn, sem verða mun til fagnaðar fyrir allan lýðinn; því að í dag er yður frelsari fædd- ur, sem er Kristur drottinn í borg Davíðs. Og þetta sé merkið fyrir yður: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.” Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: “Dýrð sé guði í upphæðum og á jörðu friður meðal manna, sem velþóknun er á”. Og það varð, þá er englarnir voru farnir frá þeim til himins, að hirðarnir sögðu hver við annan: “Förum þá til Betlehem og sjáum þenna atburð, sem orðinn er og drottinn hefir kunngjört oss”. Og þeir ifóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því orði, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir sem heyrðu, undruðust það, sem hirðarnir höfðu við þá talað. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau í hjarta sínu. (Lúk. 2, 9—19). Stærsta hættan — að gleyma Guði “Varaðu þig við því, að þú gleymir ekki Drottni Guði þínum, með því að halda ekki hans boðorð, tilskipanir og lög.” 5Mós. 8:11. Tímarnir hafa breyst síðan Móses stóð frammi fyrir þjóð sinni og mælti þessi orð. En þörfin fyrir að endurtaka þessa áminningu eykst ár frá ári. “Síðan menn hafa komist vel áfram hafa þeir orðið drambsamir, og þegar þeir urðu dramb- látir hafa þeir gleymt því að Guð einn er Guð, en að menn eru aðeins menn, lítilfjörlegir, deyjandi, syndugir menn.” Svo það er þá jafnan nauðsynlegt að end- urtaka hina fornu aðvörun: “Varaðu þig að þú gleymir ekki Drottni Guði þínum.” Engin synd er almennari en sú að gleyma Guði. Það er synd, sem finst ekki einungis hjá unglingum heldur einnig hinum mið- aldra og aldurhnignu. Ekki einungis hjá hinum heimsku og kærulausu, saurugu og heimslega sinnuðu, heldur einnig hjá þeim sem erfiða að iðn sinni, hjá konum, sem eru uppteknar við heimilisstörfin og félags- lífið, hjá kennurum og nemendum, já hjá öllum í hverri stöðu sem er í mannfélaginu. Vér leyfum áhyggju þessa heims of mikið af tíma vorum og kröftum, og látum hana fylla huga vorn svo vér gleymum Guði, ríki hans og vorri andlegu vélferð. Dr. J. H. Jowett segir í bók sinni: “Things that Matter most”, “Lotning manns fyrir Guði minkar eftir því sem hann kemst betur áfram í heim- inum. Guðrækni vor ey.kst ekki þegar pen- ingabuddan þyngist. Ánægjan yfir nægt- unum leiðir oss til að gleyma gjafaranum. Vér getum orðið svo hrifnír af hinu góða íhaglendi að vér gleymum hirðinum. Nægt- irnar geta hæglega orðið óvinur vor. Út- sýnið hjá oss er best að vetrinum þegar náttúran er auð og snauð. Þegar blöðin þekja greinar trjanna taka þær útsýnið frá oss. ... Nægtirnar hindra samfélag vort við Guð.” í Suður-Frakklandi þar sem il-m olía er pressuð út úr rósunum, þar er einkenni- legur sjúkdómur sem ásækir starísfólkið er að því vinnur. Gnægð ilmsins og rósa- laufanna orsakar einskonar svefnsýki. Svip að á sér stað þegar menn safna jarðnesk- um eignum, þá er hætta á að þeir sofnt andlegum gleymsku svefni. En þó geta menn og konur ekki alskostar gleymt Guði. Þeir geta ekki alveg losast við þá meðvit- und um Guð, sem ríkir inst í eðli manns- ins. Þegar hann mætir erfiðleikum, dauða, sorg eða niðurlægingu, þá er hann hrærð- ur til guðrækni og fer að biðjast fyrir. En •hinir sýnilegu jarðnesku hlutir taka upp mest af tíma hans og kröftum, svo hugs- unin um Guð hefir lítil áhrif á hið dag- lega líf hans. Stærsta hætta vor í dag er að vér gleym- um Guði. Líf þess manns sem gleymir Guði hefir mist hina bestu vörn gegn freistingunum. Sá maður, sem gleymir Guði veiklar líf sitt og krafta, drepur nið- ur áhugann fyrir því æðsta, sljógvar sam- visku sína, og rænir sjálfan sig kröftun- um til að standast erfiðleika og sigra freist-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.