Stjarnan - 01.03.1945, Side 8
24
STJARNAN
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
Alvarlegt umhugsunarefni
Vér fengum tvær skýrslur þessa viku.
Önnur var frá nefndinni sem átti að sjá
um að safna öllu sem hægt væri að nota
til að vinna sigur. Þar var sagt frá tin-
könnusafnjinu 1943. Það gladdji oss að
heyra, að um 500 miljón pund af málmi
hafði verið safnað saman, sem annars hefði
orðið til ónýtis. Það hefir verið um tvær
og ein fjórða biljón tinkönnur. Þetta sýmr
hvað haegt er að framkvæma þegar allir
gjöra sitt besta.
Næsta skýrsla var alt annað en hug-
hr.eystandi. Hún stóð í Chicago “Daily
News” frá 9. marz og hljóðaði þannig:
“Nærri eins margar ölkönnur verða búnar
til eins og fyrir .stríðið. Brúnar að lit, hér
um bil ein biljón ölkönnur verða sendar
yfir hafið af því þær eru ekki eins brot-
hættar eins og flöskur.”
Nú vitum vér að þessar tinkönnur, sem
föðurlandsvinir hafa haft svo mikið fyrir
að safna saman til að flýta fyrir sigri,
verða gjörðar upp og sendar til ölgerðar-
húsanna til að fylla þær með áfengi, ekki
fyrir almenning, heldur sem verra er, fyrir
hermenn vora, jafnvel þó margir þeirra
vildu miklu heldur fá óáfengan drykk,
eða hreint blávatn, eins og drengur einn,
sem skrifaði móður sinni frá Suður-Kyrra-
hafinu: “Hér er hægt að fá nóg af köldu
öli, en ekki einn dropa af köldu vatni.”
Biljón könnur fyrir öl. Vér verðum að
játa að áhugi vor fyrir að safna tinkönn-
um komst nið.ur í 0.
U.S. Signs of the Times 27. júní 1944.
Það gleður mig að drykkjuskapur er ekki
á eins háu stigi hér eins og fyrir sunnan
landamerkjalínuna, en synd er synd þó hún
ekki birtist í sinni verstu mynd og “Laun
syndarinnar er dauði.”
“Villist ekki. Hvorki munu þjófar né
ásælnir, né drykkjumenn né lastmálir, né
ræningjar Guðs ríki erfa.” lKor. 6:9.10.
Hvar Stendur þú? Lífið er stutt. Notaðu
það eins og þú vildir hafa gjört þegar þú
stendur frammi fyrir Krists dómstóli. Það
er óhjákvæmilegt að mæta þar, og þaðan
verður ekki áfrýjað dóminum, það er hæsta
réttar úrskurður.
S. J.
Smávegis
Yfir 55 þúsund læknar og 43 þúsund
hjúkrunrakonur hafa gengið í þjónustu
land, loft og sjóhersins, síðan yfirstand-
andi stríð hófst.
4- + 4-
Nærri 5.000 starfsmenn frá Bahama
eyjunum unnu hjá amerískum bændpm
árið sem leið. Nálægt þrír fjórðu þeirra
héldu áfram að vinna yfir veturinn á bú-
görðum í Florida.
4-4-4-
Til 1. júní 1944 höfðu Bandaríkin sent
stríðslán til ýmsra þjóða upp á 28 biljónir
908 miljónir dollara. Meiri hlutinn af því
fór til Rússlands og Bretlands.
4-4-4-
Frá 1. sept. 1939 til 1. sept. 1944 hefir
sjóher Bandaríkjanna bygt hér um bil 65
þúsund skip af ýmsum stærðum, er flutt
gátu 9 miljón skippund. Auk þess hefir
hann fjölgað loftskipaflota sínum tuttugu
falt.
4-4-4-
Síðustu fjögur ár hefir ameríska Biblíu-
félagið útbýtt 4.250.843 eintökum af Biblí-
unni.
4-4-4-
Silkiframleiðsla hefir tífaldast í Brazilíu
á síðustu 10 árum. Þeir vænta e'ftir að
þessa árs framleiðsla muni verða nálægt
6.600.000 pund.
4-4-4-
Alaska járnbrautin, sem kostaði Banda-
ríkin um 75 miljónir dollara græddi yfir
4% miljón dollara árið 1943.