Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 3
STJARNAN 59 inn sekur við þau öll. Því sá, sem bauð: Þú skalt ekki drýja hór, hann bauð líka, þú skalt ekki mann vega, en þó þú ekki drýgir hór, ef þú vegur mann ertu orðinn lögmálsins yfirtroðslumaður. Talið þannig og breytið þannig, sem þeir er dæmast munu eftir frelsisins lögmáli.” Jak. 2:8— 12. Jakob sýndi hér ótvírætt að það eru tíu boðorðin, sem hann talar um. Páll postuli gefur líka vitnisburð sinn um tíu boðorða lögmálið: “Hvað eigum vér þá að segja, er lögmálið synd? Fjarri sé það. Heldur þekti eg ekki syndina nema af lögmálinu, því eg hefði ekki vitað af girndinni hefði ekki lögmálið sagt: Þú skalt ekki girnast. Þess vegna er að vísu lögmálið heilagt og boðorðið heilagt og réttvíst og gott. Ónýtum vér þó lögmálið með trúnni? Fjarri fer því, heldur stað- festum vér lögmálið.” Róm. 7:7.12.; 3:31. Hinn vitri segir, þegar hann lítur yfir lífið og tilgang þess: “Aðal atriði efnisins, þegar alt er athugað verður þetta: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra.” Préd. 12:13. Menn þeir, sem gáfu þessa vitnisburði voru vitrir og góðir menn. Þeir voru Guðs menn. Hann talaði til fólksins fyrir þeirra munn. Þeir voru spámenn og postular hans. Orðin, sem þeir töluðu voru boð- skapur Guðs til mannanna. Þessir menn sögðu að lögmál Guðs væri eilíft, fullkom- ið, ævarandi, óumbreytanlegt lögmál lífs- ins. E. R. Thiels. Oii litli leit fram í tímann Henriksen sat heima í hlýja ríkmann- lega húsinu sínu ásamt konu sinni og börnunum, sem voru að leika sér Alma var að klippa út pappírsmyndir, en Minnie og Óli horfðu á með ánægju. “Nei sko gamla manninn með langa skeggið,” sagði Óli. “Hann situr og er að lesa í Biblíunni, mér sýnist hann vera svo líkur honum pabba.” “Já, Óli, hvað þú ert heimskur,” sögðu litlu systurnar hlæjandi. “Pabbi er þó sannarlega ekkert líkur þessum gamla karli, með hvítt hár og skegg og djúpar hrukkur í andlitinu.” “En pabbi getur nú samt orðið líkur honum þegar hann verður gamall eins og afi,” svaraði Óli litli..“Og aumingja pabbi minn þá.” “Því segir þú þetta?” spurði Alma. “Hvers vegna kennir þú svo mikið í brjósti um pabba þá?” “Jú-ú,” svaraði Óli hægt og hugsandi. “Því þá verður pabbi að sitja einn í her- berginu sínu, eins og afi situr nú aleinn í sínu herbergi, við þröngan og ljótan stiga inni í borginni og hefir engan nema Maríu þvottakonu til að hugsa um sig,” tárin komu fram í augun á Óla litla við að hugsa um hve bágt pabbi hans mundi eiga þá. “En sú vitleysa í þér Óli, heldur þú við látum hann pabba okkar vera einsamlan þegar hann verður gamall?” sagði Alma. “Eg hugsa við verðum hjá honum þá eins og við erum núna.” Óli hristi höfuðið hugsandi og svaraði: “Ó-nei, sjá þú, þegar við erum orðin stór og búin að eignast börn, þá kærum við okkur víst ekkert um að heimsaekja pabba, fremur en hann og mamma hirða nú um að koma til afa. En María segir að afi sé altaf glaður þó hann sé aleinn, því hann hafi Guð hjá sér og Biblíuna sína. En það getur pabbi ekki, af því hann segir sjálfur að hann hirði ekki um slíka hluti, og þess vegna hlýtur honum að líða enn ver en afa nú.” Henriksen hafði setið og verið að lesa í dagblöðunum. Hann tók vel eftir samtali barnanna og fölnaði nú af geðshræringu, svo stóð hann upp og fór að ganga um gólf fremur órólegur. Um kvöldið hafði hann langt samtal við konu sína og nokkr- um dögum seinna fór hann til borgarinn- ar og sótti gamla föður sinn og flutti hann heim í fallega hlýja húsið sitt. Þar fékk gamli afi sólríkt gott herbergi og tíðar heimsóknir barna sinna og barnabarna. Nú var hann svo hjartanlega glaður og fórn- aði oft höndum í bæn og þakklæti til Guðs, og marga fallega söguna fékk Óli að heyra hjá afa sínum. Pappírsmyndin, sem Óla sýndist svo lík pabba, var sett á skrifborð föður hans. Ef einhver spurði hvers vegna hún væri þar, svaraði Henriksen því, að þessi mynd hefði flutt sér þann boðskap, sem verða mundi honum til blessunar um tíma og eilífð. X. X.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.