Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.08.1945, Qupperneq 5
STJARNAN 61 mörkinni vildi hann þó ekki afla sér fæðu með því að óhlýðnast föðurnum. Það var fæðan, sem freistaði vorra fyrstu foreldra og varð orsök í falli þeirra. Með þessari löngu föstu átti Kristur að sýna, að það er hægt að stjórna hinum líkamlegu nautnum. Satan freistar mannanna, til að láta-und- an syndsamlegum tilhneigingum, því þær veikja líkamann og sljófga skynsemina, og þá veit hann, að hann á hægra með að tæla og spilla þeim. En dæmi Krists sýnir, að sérhver synd- samleg ástríða verður að yfirvinnast. Vér eigum að hafa yfirhönd yfir tilhneiging- um vorum, en þær ekki yfir oss. Fyrst þegar Satan kom til Krists, var hann í ljósengils mynd. Hann lézt vera sendiboði frá himnum. Hann sagði, að það væri ekki vilji föð- ursins, að Jesús liði svo mikið; hann ætti einungis að sýna, hve fús hann væri til þess. Þegar Jesús leið hinar verstu kvalir af hungri, sagði Satan við hann: “Ef þú ert guðs sonur, þá seg, að stein- ar þessir skuli verða að brauðum.” En af því að frelsarinn kom hingað til þess að lifa oss til eftirbreytni, varð hann að þjást eins og mennirnir þjást; hann mátti ekki gera kraftaverk sjálfum sér til gagns. Öll kraftaverkin átti hann að gjöra fyrir aðra. Hann svaraði og sagði: “Ritað er: Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, heldur af sérhverju orði, sem fram gengur af guðs munni.” Þannig sýndi hann, að oss ríður ekki eins mikið á, að sjá oss fyrir fæðu, eins og að hlýða guðs orði. Þeir sem hlýðnast guðs orði, hafa fyrirheit um alt, sem þarf til viðurhalds þessa lífs, og þar með fyrir- heit um eilíft líf. Satan tókst ekki að sigra Krist með þessari fyrstu stóru freistingu. Þá tók hann hann með sér til Jesúsalem og fór með hann upp á þakbrún musterisins og sagði: “Ef þú ert guðs sonur, þá kasta þér hér niður; því að ritað er: Guð mun bjóða englum sínum um þig, og þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.” Hér fylgdi Satan dæmi Jesú og tilfærði ritningarstað. En þeir, sem viljandi og að þarflausu stofna lífi sínu í hættu, geta ekki tileinkað sér þetta loforð. Guð hafði ekki sagt, að Jesús skyldi kasta sér niður af musterinu. Jesús vildi ekki gjöra þetta, til þess að þóknast Satan. Hann sagði: “Aftur stend- ur ritað: Ekki skaltu freista drottins guðs þíns.” Vér eigum að fela oss umhyggju vors himneska föður; en vér megum ekki fara þangað, sem hann sendir oss ekki. Vér megum ekki gjöra það, sem hann hefir bannað. Af því að guð er miskunsamur og fús til að fyrirgefa, segja sumir, að óhætt sé að óhlýðnast honum. En þetta er ofdirfska. Guð vill fyrirgefa öllum, sem biðja hann um fyrirgefningu og láta af syndum sín- um. En hann getur ekki blessað þá, sem sýna honum óhlýðni. Nú birtist Satan, eins og hann í raun og veru var — höfðingi myrkranna. Hann tók Jesúm með sér upp á ofurhátt fjali og sýndi honum öll ríki heimsins og dýr? þeirra. Sólin kastaði geislum sínum á skraut- legar borgir, marmarahallir. frjósama akra og víngarða. Satan sgði: “Alt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig”. Eitt augnablik virti Kristur þessa sjón fyrir sér; síðan sneri hann burt. Satan hafði sýnt honum hina björtustu hlið heimsins, það af honum, sem var mest aðlaðandi, en frelsarinn sá meira en þessa útvortis fegurð. Hann sá heiminn í synd og volæði án guðs. Öll þessi eymd var afleiðing þess, að mennirnir höfðu snúið sér frá guði og tilbeðið Satan. Kristur var gagntekinn af þrá eftir að frelsa það, sem glatað var. Hann þráði, að heimurinn gæti aftur íklæðst Edens- fegurð sinni og að mennirnir tækju hina réttu afstöðu gagnvart guði. Hann sigraði freistinguna í stað synd- ugra manna. Hann varð að vera sigurveg- arinn, svo að þeir gætu sigrað, svo að þeir gætu orðið líkir englum og verðskuldað að verða börn guðs. Upp á þessa tilbeiðslubón Satans svar- aði Jesús: “Vík burt, Satan! því ritað er: Drottinn

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.